Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 17
Frá almannavarnaæfingu í Vík í Mýrdal, þar sem æfður var viðbún- aður gegn hugsanlegu Kötlugosi og afleiðingum þess. Ljósmyndin er tekin við sýslumannssetrið í Vík, og eru á henni félagsmenn í Björgunarsveitinni Víkverjum. Ljósmyndina tók greinarhöfundur. héraða, skuli sniðganga þann hluta ábyrgðar sinnar, er snertir öruggara mannlíf. Hvers virði er efnahagslegur uppgangur, fjölg- un íbúa og atvinnuöryggi, ef eitt lítið áfall frá náttúrunnar liendi getur þurrkað mannlíf og eignir út í einu vetfangi án nokkurra varna? Það hlýtur að vera ein höfuðskylda okkar að verjast, ef vá ber að dyrum, og hvernig vörnin til tekst, fer á allan hátt eftir því, liversu vel við höfum undirbúið varnarstarfið. Mun áfall í þínu sveitarfélagi skapa upplausn og glundroða, eða mun það tekið föstum tökum með samverkandi átaki allra aðila? Er þitt sveit- arfélag viðbúið vá? Sveitarstjórnarmenn og landshlutasamtök þeirra verða nú að taka þessi mál upp og hefjast handa um skipulagðar aðgerðir í öryggismálum. Látum skriðuföllin á Austurlandi í ágúst s.l., jarðskjálftana í Borgarfirði í vor og við Grinda- vík í fyrrahaust, að ógleymdu Vestmannaeyja- gosinu, vera næg varnaðarorð og vöknum til meðvitundar urn þá ábyrgð, sem á okkur hvílir. Almannavarnir ríkisins hafa unnið sleitulaust að áætlanagerð fyrir sveitarfélög frá árinu 1971, að frátöldum þeim tíma, er þær önnuðust stjórn aðgerða í Vestmannaeyjum. En fjárveitingar til almannavarna eru svo litlar, að um vanvirðu er að ræða gagnvart almenningi. Ibúar landsins hljóta að eiga þá kröfu á hendur fjárveitinga- valdinu, að störf í þágu öryggismála séu metin á meira en 6,4 milljónir króna, eða sem svarar andvirði einnar íbúðar í Reýkjavík. Sveitarfé- lögin hljóta jafnframt að gera þá kröfu, að varn- arráðstafanir þeirra séu metnar á meira en 1,5 milljónir króna fyrir allt landið, eða sem svarar til andvirðis eins bíls í dag. Nú hefur verið lokið við neyðaráætlanir fyrir Húsavíkurkaupstað, ísafjörð og Víkurumdæmi í Vestur-Skaftafellssýslu. Á lokastig eru komnar áætlanir fyrir Reykja- víkurborg og Akureyri. Ennfremur er verið að vinna að neyðaráætlunum fyrir Hafnarfjörð og Garðahrepp sameiginlega, sveitarfélögin á Suð- urnesjum sameiginlega, Akraneskaupstað og V estmannaeyj ar. Þessar áætlanir hafa gengið mjög hægt, þar sem mannfæð og fjárskortur hafa lamað störf stofnunarinnar, og kemur það alvarlega niður á þeirn sveitarfélögum, sem hafa sýnt vilja í verki við að koma þessum málum í gott horf. Uppbygging öflugra varna gegn vá um allt land er mjög ódýr með þeirri nýju stefnu, sem fylgt hefur verið nú undanfarið, og krefst engr- ar aukinnar yfirbyggingar í ríkiskerfinu, en á- kveðið lágmark er þó nauðsynlegt. Eitt og hálft ár er liðið, frá því að þriðj ung- ur af einum blómlegasta kaupstað landsins eydd- ist í eldsumbrotum. Hvað höfum við langan tíma fram að næsta áfalli? Höfum við efni á að (Það skal tekið fram, að grein þessi var samin og afhent til birtingar, áður en snjóflóðið féll í Neskaupstað í desember. Ritstj.). n bíða? SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.