Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 18
ENGILBERT INGVARSSON, Snæfjallahreppi: EFLING STRJÁLBÝLIS- HREPPA Árið 1966 skipaði íélagsniálaráðherra nefnd til þess að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög með það fyrir augum að sameina þau, einkum hin smærri. Nefndin skilaði skýrslu, sem síðan var birt sem fylgirit með Sveitarstjórn- armálum 1967. Þar eru birt álit sýslumanna o. fl. um málið. Allróttækar tillögur komu fram um samein- ingu og fækkun sveitarfélaganna. I seinni skýrslu nefndarinnar árið 1969 er landinu skipt í 66 athugunarsvæði, þ. e. hugsanleg sveitarfélög, í staðinn fyrir 227. Sums staðar var heilum sýslu- félögum ætlað að breytast í sveitarfélög með þorp eða kaupstaði sem kjarna byggðarinnar. Þessar tillögur fengu slæmar undirtektir og and- stöðu hjá flestum sveitarstjórnarmönnum. Sér- staka tortryggni vakti það í dreifbýlinu að sameina sveitahreppa þéttbýlisstöðum. Sveita- fólk óttaðist, að miðstjórnarvald kaupstaðanna yrði allsráðandi og sveitirnar yrðu afskiptar í sérmálum sínum og sveitarstjórnarmálum al- mennt. Eftir þær móttökur, sem sendimenn samein- ingarnefndarinnar fengu úti á landsbyggðinni, nrunu störf hennar hafa lognazt út al’. Lög um sameiningu sveitarfélaga voru sam- þykkt á Alþingi 30. apríl 1970. Með þeim er félagsmálaráðuneytinu ætlað að stuðla að efl- ingu sveitarfélaganna með sameiningu í sam- ráði við Samband íslenzkra sveitarfélaga. Fé- lagsmálaráðuneytinu ber samkvæmt lögunum að vera til aðstoðar og fyrirgreiðslu og eiga frumkvæði um athugun á sameiningu. Ráðu- neytið getur ákveðið, að Jöfnunarsjóður sveitar- félaga veiti fjárhagslega aðstoð í vissum til- vikum. Starfhæfari hagsmunaheildir Víða á landinu em hreppar nægjanlega fjöl- mennir til að standa undir sveitarstjórnarkostn- aði og þörfum íbúanna. Lágmark er þó, að sveitarfélag liafi um 300 íbúa, ef samgöngur og landfræðileg aðstaða leyfir. Það er augljóst mál, að engin ástæða er til að sameina sveitarfélög aðeins til þess að stækka þau sem rnest og fjölga íbúum. Það kemur aðeins til greina, verði hið nýja sveitarfélag starfhæfari hagsmunaheild en sú eldri og veiti íbúunum betri þjónustu og lífs- skilyrði. Nú er því slegið föstu, að almenningur vilji sem bezta þjónustu frá hendi sveitarstjórnar og ætlist til þess, að tekjustofnar séu nýttir í því skyni. Hreppsnefnd liafi fjárhagslega getu til sameiginlegra verkefna í þjónustugreinum og nýti ýmsa möguleika, sem jafnan bjóðast, með SVEITARSTJÓRNAUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.