Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 19
því að leggja fjármagn fram á móti öðrum aðil- um, til hagsbóta fyrir íbúana. Því sjónarmiði er hafnað, að starfsemi hrepps- nefnda skuli vera í lágmarki og miðast við laga- legar skyldur. Út frá þessum viðhorfum mun ég leitast við að gera grein fyrir mögtdeikum i sveitarstjórn- armálum, ef hrepparnir hér við innanvert ísa- fjarðardjúp, þ. e. Ögur-, Reykjarfjarðar-, Naut- eyrar- og Snæfjallahreppur, sameinuðust í eitt sveitarfélag, íbúatala er rúml. 300 manns. Það mun vaxandi fylgi fyrir því almennt meðal hér- aðsbúa að kanna sameiningu í fullri alvöru, og hreppsnefnd Snæfjallahrepps hefur samþykkt á- lyktun þess efnis. Nú síðustu árin hefur þróun mála snúizt á þann veg, að flest mælir með því, að sameining komist á sem fyrst. Er þá átt við hin ýnisu sveitarstjórnarmál, og verður vikið að þeint síðar. En einnig almenn velferðannál hér- aðsins, t. d. Inn-Djúpsáætlun, sem kom til fram- kvæmda á s.l. surnri. Framkvæmd Inn-Djúps-áætlunar Ekki er vitað til, að hreppsnefndir hafi á nokkurn hátt fjallað um Inn-Djúpsáætlun eða átt hlutdeild að framgangi málsins. Engar sögur fara af því, að hreppsnefndirnar hafi tekið fyrir tillögur Inn-Djúpsnefndar, er varða sveitarstjórn- irnar, beint og óbeint. En nefndin lagði áherzlu á, að ýmsar hliðarráðstafanir þyrfti að gera í framfaraátt, jafnhliða framkvæmdaáætlun bænda. Þetta sinnuleysi hreppsnefndanna er skiljanlegt. Til þess að taka sameiginlega ákvörðun hrepps- nefnda þurl'a oddvitar að vera sammála um að lialda sameiginlegan fund tuttugu hreppsnefndar- manna, sem gerði samþykkt. Það er þó ekki nóg. Ein hreppsnefnd hlýtur alltaf að hafa neitunar- vald og vera sjálfráð um gerðir sínar. Þetta yrði jningt í vöfum, og Jdó að bindandi ályktanir hreppsnefnda kæmu íram, va?ri eftir að fram- fylgja jjeim. Samstarf margra hreppsnefnda er ekki framkvæmanlegt í ýmsum málum. Væri hægt að leiða að })ví margvísleg rök, Jaótt ekki verði nefnd hér. í sveitarstjórnarlögum er tekið fram, að hlut- verk sveitarstjórna skuli vera: fjárreiður og reikningshald — framfærslumál — barnavernd — vinnumiðlun — fræðslumál — skipulags- og bygg- ingarmál — hreinlætis- og heilbrigðismál — eld- varnir og önnur brunamál -- lögreglumál — forðagæzla og fjallskil — refa- og minkaveiðar. Sveitarfélögum er einnig ætlað að vinna að sam- eiginlegum velferðannálum jjegna sinna, svo sem: samgöngumálum — rafveituframkvæmdum — vatnsveitum — hitaveitum — ijiróttavallagerð o. s. frv. Meiri festa fengist Verður ])á vikið að ýmsum þáttum sveitar- stjórnarmála með tilliti til sameiningar hrepp- anna. í sveitarstjórnarlögum er heimild til að ráða sveitarstjóra í hreppum, sem hafa yfir 500 íbúa. Það yrði naumast grundvöllur til að ráða sveitarstjóra í væntanlegum Djúphreppi, jal'nvel Jjótt hann tæki að sér reikningshald fyrir rafveitu o. 11., enda ekkert takmark í sjálfu sér að liafa sveitarstjóra. En sjálfsagt væri að hafa fasta bókhalds- og innheimtuskrifstofu. Þar yrði til staðar bókhald sveitarsjóðs, rafveitu og ann- arra stofnana hreppsins. Þar yrði til afnota á að- gengilegan hátt bréfasafn, spjaldskrár, hand- bækur og nauðsynleg gögn, skrifstofutæki o. s. fr\’. Nauðsynlegt væri að ráða skrifstofumann eða gjaldkera í t. d. 14 eða 1/3 úr fullu starfi. Er hægt að hugsa sér ýntiss konar fyrirkomulag á Jjví. Það gæti t. d. verið maður, sem tæki Jjetta að sér sem aukastarf. Einnig gæti verið um fast- ráðinn mann að ræða, en skrifstofan tæki að sér önnur verkefni auk bókhalds fyrir rafveitu, svo sem vörzlu bókasafns, bókhald ræktunarsam- bands og húsagerðarsambands, ýmiss konar um- boðsstörf, innheimtur o. fl. Eitt sveitarfélag með föstum samastað og starfsmanni ætti að tryggja festu og reglusemi í reikningshakli og innheimtu. Út á við sköpuðust SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.