Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 22
hægt að ráða starfsmann nreð búsetn í hreppn- um. Reikningshald og innheimta rafveitunnar þyrfti að vera undir sama þaki og skrifstofa sveitarstjórnar, til að hagkvæmni ríkti. Rafveit- an verður öruggt fyrirtæki fjárhagslega og tækni- lega, þegar samveita er komin um allt liéraðið með þremur orkustöðvum. Sængurfossvirkjun í Mjóafirði, stærsta orkustöðin, er komin það vel á veg, að lokaátak þarf til að gera liana fram- leiðsluhæfa. Þá er næg orka fyrirsjáanleg fyrir allt Djúpið. Það má því ekki stranda á yfirstjórn þessara mála, sem er í höndum hreppsnefnda, að byggja upp dreifikerfi og skipnleggja fyrir- tæki, sem getur sómasamlega séð um rekstur. Reynslan sýnir, að bændur geta ekki sinnt öllum starfsþörfum rafveitunnar, og ekki er hægt að treysta á utanaðkomandi vinnuafl til að sinna nauðsynlegum verkefnum, hvenær sem á þarf að halda. Til þess að fagleg stjórnun verði ekki handahófskennd, verður að ráða fastan starfs- mann; jjað dugar ekki og er ekki sanngjarnt að treysta eingöngu á menn, sem verða að taka verkin að sér í stopulum frístundum. Þetta er augljóst mál og aðkallandi úrlausnarefni, eigi vel að fara. Höldum uppi reisn og sjálfstæði sveitanna Breyting hreppaskipulags er samkv. lögum háð vilja viðkomandi sveitarstjórna. Venjubundnar hefðir eru ríkjandi og leiða til afturhalds frem- ur en framsýni um félagslegar þarfir eða hag- rænar gerðir. Rígbundin og vanaföst sjónarmið um hreppamörk glepja mönnum sýn, svo jæir fá ekki augum litið samfélagsleg vandamál og lausnir, sem blasa við, sé litið á stærri og eðli- legri byggðaheildir. Að fella lirepp inn í nýtt og stærra sveitarfélag getur skoðazt sem nauðvörn til að halda reisn og sjálfstæði sveitanna í sífellt flóknara stjórnsýslukerfi í viðskiptajjjóðfélagi nú- tímans. Með }jví er hægt að mynda tiltölulega öflugar stofnanir til að sinna mikilvægum mál- um, sem annað hvort sætu á hakanum eða lentu hjá fjarlægu miðstjórnarvaldi jafnvel í Reykja- vík. Frumkvæði komi frá hreppsbúum Það virðist ekki að vænta frumkvæðis frá utanaðkomandi embættismönnum, sem standa í tímafrekum önnum. Nú virðist meira á dagskrá að finna stærri heildum eða landshlutasamtök- um sveitarfélaga verkefni en styrkja og efla minnstu lireppana. Ef dreifbýlishrepparnir láta ekkert til sín taka, gæti svo farið, að jæir misstu úr sínum höndum verkefni og áhrifamátt. Því á almenningur að jirýsta á um að sameina minnstu hreppsfélögin. Það er eina raunhæfa leiðin, til að dreifbýlið haldi og efli sjálfsákvörð- un í sínum málum. Miðsókn er staðreynd, mið- stjórnarvaldið gerist sterkara og fjarlægara, sé ekki spornað við fæti. Nú eru uppi tillögur um að auka verkefni sveitarfélaganna, en draga að sama skapi úr hlutverki ríkisvaldsins. Með sam- einingu sveitarfélaga mun frekar stuðlað að jiví, að viðfangsefni verði í höndum dreifbýlishrepp- anna, að öðrum kosti gætu þau horfið til kaup- staðanna. Hreppaskipanin hemill á æskilega þróun Hér við ísafjarðardjúp eiga íbúar góð og vaxandi samskipti, sameiginleg lnigðarefni og hagsmunamál eru mörg. Félagslegar forsendur eru fyrir hendi um sameiginlegar úrlausnir fram- faramála, en hreppaskipunin er hemill á æski- lega jrróun. Sameinað afl í einni sveitarstjórn getur áorkað meiru í hagsbótamálum en fjórar ósamvirkar hreppsnefndir. Framkvæmd Inn-Djúpsáætlunar lofar góðu, tímabundnir erfiðleikar við byggingafram- kvæmdir leysast, ef héraðsbúar sem ein félagsleg heild tekur á sínar herðar að leysa vandamálin, svo er um aðra samfélagsþætti. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.