Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 24
Húsnæðismál Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismálastofn- unar ríkisins, flutti á þinginu fram- söguerindi um húsnæðismál. Gerði hann m. a. grein fyrir framkvæmd laga um byggingu leiguíbúða sveit- arfélaga, þjónustu Húsnæðismála- stofnunarinnar í sambandi við í- búðateikningar, einingahús og fleira. Fjórar þingnefndir Kosnar voru fjórar nefndir til starfa á þinginu. Voru það fjórð- ungsmálanefnd, allsherjarnefnd, uppstillingarnefnd og laganefnd. Voru þær skipaðar 3—7 fulltrúum hver. Guðmundur H. Ingólfsson, bæj- arfulltrúi kynnti fyrri fundardag- inn tillögu að breytingu á lögum sambandsins urn kjörgengi til fjórð- ungsþingsins í þá átt, að bæjar- stjórar, sveitarstjórar, alþingismenn kjördæmisins, sýslumenn og bæj- arfógetinn í Bolungarvík fengju rétt til þingsetu auk kjörinna full- trúa. Tillaga þessi var síðar samþykkt á þinginu. Einnig voru lagðar fram og kynntar allmargar tillögur, sem stjórnin lagði fyrir þingið. Var þeim vísað til þingnefnda. Nefndir skiluðu síðan áliti síðari fundardaginn, og voru þá gerðar fjölmargar ályktanir. Fara þær hér á eftir: Útibú frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Fjórðungsþing Vestfirðinga 1974 felur stjórn Fjórðungssambandsins að vinna að því, svo sem fært er, að komið verði á fót útibúi frá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins á ísafirði. Leitað verði samstarfs við menntastofnanir á ísafirði varðandi sameiginlegt starfslið, ef henta þykir. Útibú frá Húsnæðismálastofnun ríkisins á Vestfjörðum Fjórðungsþingið 1974 fagnar lagafrumvarpi, sem fram kom á Alþingi s.l. vetur, sem gerði ráð fyrir, að sett verði upp útibú frá Húsnæðismálastofnun ríkisins úti um land, m. a. á Veslfjörðum. Skorar Fjórðungsþingið á þing- menn Vestfjarðakjördæmis að beita sér fyrir, að flutt verði, eða fylgja frumvarpi, sem flutt kann að verða á næsta Alþingi, sama efnis. Bókhalds- og endurskoðunarskrifstofur Fjórðungsþingið 1974 felur stjórn Fjórðungssambandsins að kanna, í samráði við sveitar- stjórnir, hvort ekki er tímabært að settar verði upp bókhalds- og end- urskoðunarskrifstofur á Vestfjörð- um fyrir sveitarfélögin og aðra að- ila, sem vilja notfæra sér slíka þjónustu. Reynist nægur áhugi fyrir hendi lijá sveitarstjórnum, fyr'rtækjum og einstaklingum, óskar Fjórðungs- þingið þess, að stjórn Fjórðungs- sambandsins hafi forgöngu urn, að fengnir verði löggiltir endur- skoðendur eða aðrir hæfir menn til að reka slikar skrifstofur fyrir eigin reikning, og felur stjórninni að greiða fyrir því, að slík starfsemi komist á fót. Skipulagsskrifstofur í landshlutunum Fjórðungsþingið 1974 telur mik- ilvægt, að stjórn Fjórðungssam- bandsins og alþingismenn Vest- firðinga vinni að því, svo sem kost- ur er, ásamt landshlutasamtökum og þingmönnum Norðlendinga og Austfirðinga, að settar verði upp skipulagsskrifstofur í þessum landslilutum. Jafnframt telur þing- ið eðlilegt, að Fjórðungssambandið eigi aðild að skipulagsskrifstofu, sem kann að verða komið á fót á Vestfjörðum. Vestfjarðaáætlun Fjórðungsþing Vestfirðinga 1974 fagnar þvi, að hafið er starf að Vestfjarðaáætlun. Þingið vill hins vegar benda á, að íull Jtörf er á, að starfi við áætlunargerðina verði hraðað, J>ví umbótajjörfin er mik- il, og ýmis undirbúningsvinna get- ur misst gildi sitt, ef langur tími líður frá því hún er unnin og þar til hún er lögð til grundvallar. Væntir FjórðungsJjingið Jjess, að áætlanadeild Framkvæmdastofnun- ar ríkisins sjái sér fært að hraða vinnu við áætlunina, svo liægt verði sem fyrst að hefja fram- kvæmdir í samræmi við áætlunina. Vöruflutningamál FjórðungsJjing Vestfirðinga 1974 álítur þjónustu þá, sem Vestfirð- ingar njóta af hálfu Skipaútgerðar ríkisins, ófullnægjandi, og verði ekki hægt að una við hana ó- breytta til frambúðar. Fyrir því ályktar Jjingið að fela stjórn Fjórðungssambandsins að ganga fast eftir samningum við Skipaútgerð ríkisins og Eimskipafé- lag íslands um bætta flutninga- þjónustu við Vestfirði. FjórðungsJjing Vestfirðinga felur stjórn Fjórðungssambandsins i samráði við stjórn Djúpbátsins h.f., að ræða við stjórnvöld um fram- tíð Djúpbátsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.