Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 26
20 þessir menn séu búsettir í hér- aðinu. Stjómsýslu- og þjónustumiðstöð Fjórðungsþing Vestfirðinga 1974 felur stjórn Fjórðungssantbandsins, að vinna áfram að Jrví verkefni, að reist verði stjórnsýslu- og þjónustu- miðstöð á ísafirði. Hafnarmál Fjórðungsþing Vestfirðinga 1974 telur, að hafnarmálin séu sá mála- flokkur, sem hvað þyngst hvílir á sveitarsjóðum þéttbýlisstaðanna á Vestfjörðum. Sífelld stækkun og endurbætur hafnarmannvirkja hafa víðast hvar haft forgang á fjár- hagsáætlunum sveitarfélaganna. Framkvæmdum hefur jió oft miðað hægar en þörf var fyrir. Því hefur oft verið kennt um, að fjárveiting- ar á fjárlögum væru ónógar, en nú síðari árin hafa hins vegar orðið æ háværari kvartanir vegna þjónustu Vita- og hafnannálastofnunarinn- ar. Svo almennar eru þessar kvart- anir orðnar, að hvorki Hafnamála- stofnunin eða þeir, sem hún á að þjóna, geta lengur við unað. Eitt brýnasta verkefnið í hafnarmálum landsins er því að taka starfsemi Hafnamálastofnunarinnar til gagngerrar endurskoðunar og gera þær breytingar á henni, sem Jteir, er þjónustunnar eiga að njóta, geta verið ánægðir með. Við slíka endurskoðun á starfsháttum verður að gera þá kröfu, að stofnuninni verði skipt upp í deildir, sem starfi úti um land, í nágrenni við þau verkefni, sem leysa Jiarf. Er þess að vænta, að með þeirri skipan verði nánari tengsl milli hönnuða, verkefnisins og Jteirra, sem unnið er fyrir. í sífelldri nálægð við verk- efnin öðlast liönnuðir dýrmæta staðarþekkingu, sem getur haft úr- SVEITARSTJÓRNARMÁL slitaáhrif á gerð mannvirkja, hag- kvæmni og kostnað. Nánara per- sónulegt samband jteirra, sem á slíkri deildarstofnun vinna, við viðkomandi sveitarstjórnir, leiðir til nánari skilnings og gagnlegra skoðanaskipta. GatnagerSargjöld Fjórðungsjtingið lelur stjórn Fjórðungssambandsins að kanna, hver áhrif gatnagerðargjöld muni hafa á búsetuþróun á Vestfjörðum, og hvort fært sé að koma við gatnagerðargjöldum almennt. Þingið telur, að stórefla beri Jréttbýlisvegasjóð og að sjóðurinn taki stóraukinn þátt í að f jármagna slitlagslagningu á Vestfjörðum. Húsnæðismál Fjórðungsþing Vestfirðinga árið 1974 átelur þann seinagang, sem verið liefur á afgreiðslu Húsnæðis- málastjórnar við teikningar og aðra fyrirgreiðslu varðandi bygg- ingu leiguíbúða, þar sent enn hef- ur ekki verið tekin ákvörðun um lánveitingar til smærri byggðarlaga á Vestfjörðum. Fjórðungsjnngið telur brýna nauðsyn á, að liið fyrsta verði lokið við byggingaráætlun fyrir Vest- firði, sem ályktað var um á síðasta Fjórðungsjnngi og felur stjórn Fjórðungssambandsins að kanna, hvort ekki megi efla vestfirzka verktaka til að framkvæma verkið. Fjórðungsjringið telur liúsnæðis- jjörfina á Vestfjörðum svo geig- vænlega, að leysa verði liluta ltenn- ar nteð tilbúnum liúsum. Raforkumál Fjórðungsjiing Vestfirðinga 1974 minnir á, að fjórðungurinn er mjög afskiptur af nýtanlegum jarðvarma og Jtví beri rafvæðingin að miðast við rafhitun húsa. Þar sem auðsýnt er, að sá áfangi, sem nú er verið að vinna að í orkuöflun með byggingu Mjólkár II, muni verða fullnýttur á tveim- ur árum, leggur þingið þunga á- herzlu á, að áfram verði haldið virkjunarframkvæmdunt í fjórð- ungnum jafnframt því sem fjórð- ungurinn verður tengdur við meg- in rafveitukerfi landsins. Þar sem raforkan er [jjónustuafl við [já verðmæta- og gjaldeyrissköpun, sem á sér stað á Vestfjörðum, í Jjágu allra landsmanna, telur þingið það eðlilega kröfu, að fullri verðjöfnun verði komið á, miðað við aðra orkugjafa, er Jjjóðin not- ar. Þá bendir þingið á, að þrátt fyr- ir stórátak í rafvæðingu sveita und- anfarin ár, er mikill fjöldi sveita- býla á Vestfjörðum utan samveitu- svæða. Þar sem sveitirnar eru út- vörður byggðar í fjórðungnum, treystir þingið Jjví, að Jjingmenn Vestfirðinga standi sem einn mað- ur að því, að sem flestum þessara býla verði komið í samveitu. í framhaldi af [jeim umræðum, sem farið hafa fram um land allt undanfarin ár, um skipulag raf- orkuiðnaðarins telur þingið rétt að kosin verði millijúnganefnd fimm ntanna og framkvæmdastjórinn sjálfkjörinn, sem falið verði að ræða við sveitarstjórnir og viðkont- andi ráðuneyti um framtíðarskip- an þessara mála í fjórðungnum. Atriði, sem þingið telur, að eigi að vera markmið breytinga er: 1. Fullkontin verðjöfnun. 2. Næg og örugg raforka. 3. Sérmenntaðir starfskraftar setj- ist að í héraðinu. 4. Að orkuframleiðsla og orku- dreifing á Vestfjörðum verði á hendi eins aðila, santeignarfé- lags sveitarfélaga á Vestfjörð- um og ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.