Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1975, Blaðsíða 33
izt er í þessa endurskoðun sérstaklega með tilliti til ákvæða málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um að endurskoða beri skiptingu verkefna og valds á milli ríkis og sveitarfélaga í því skyni að auka sjálfsforræði byggðarlaga, enda verði haft samráð við Samband íslenzkra sveitarfélaga og samtök sveitarfélaga í einstökum landshlutum um þessa endurskoðun. Þá skal það teljast til verkefna nefndarinnar að gera tillögu um stöðu landshlutasamtakanna gagnvart sveitarstjórnum, sýslunefndum og ráðu- neyti svo og annað, sem nefndin telur ástæður mæla með, að breytt verði frá gildandi lögum og meðferð sveitarstjórnarmála varðar. Lagt er fyrir nefndina að gefa landshlutasam- tökunum eða fulltrúum þeirra kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við endurskoð- unina”. Eins og nú var sagt, er verkefni nefndarinnar að endurskoða skiptingu verkcfna og valds milli ríkis og sveitarfélaga í þeim tilgangi að auka sjálfsforræði byggðarlaga. Nefndin hefur setið samtals 12 fundi. Fyrir 7. fundi nefndarinnar, sem haldinn var 4. marz 1974, lá skýrsla frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, sem fjallar ítarlega um verkefnaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og landshlutasamtaka. Er hér um að ræða bráðabirgðagreinargerð og tillögur. Skýrsla þessi er ágætur umræðugrundvöllur fyrir nefndina. Á fyrri fundum nefndarinnar hafði Páll Líndal, formaður sambandsins, sem sæti á í nefndinni, gert nefndarmönnum grein fyrir efni skýrslunnar, og fóru þá fram almennar um- ræður um það. Þar eð tilgangurinn með nefnd- arstörfum þessum er að auka sjálfsforræði byggð- arlaga í landinu, beindust umræður í nefndinni að landshlutasamtökunum og frumvarpi því, sem legið liefur fyrir Alþingi urn þau. Fyrir 8. fundi nefndarinnar lá hugmynd um lögfestingu fylkja- skipunar, sem rædd var og gagnrýnd á fundinum, sem leiddi síðar til breyttrar hugmyndar, sem var til meðferðar á næstu fundum. Á 10. fundi var svo þriðja útgáfa þessarar liugmyndar samþykkt sem umræðugrundvöllur á sameiginlegum fundi nefndarinnar og formanna og framkvæmdastjóra allra landshlutasamtakanna, sex að tölu, sem nefndin ákvað að boða til. Sá fundur var hald- inn 11. maí 1974, og sóttu allir þessir aðilar þann fund. Hugmyndir um fylkjaskipun í hugmyndinni er gert ráð fyrir því, að land- inu verði skipt í fylki og að hvert kjördæmi verði fylki fyrir sig, sem komi í stað landshlutasam- Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg og borgar- fulltrúarnir Ragnar Júlíusson, Ólafur B. Thors og Adda Bára Sig- fúsdóttir, nær sitja Jón F. Þórðarson, oddviti Nauteyrarhrepps; Árni Helgason, varaoddviti Rauðasandshrepps og Kristján Þórðar- son, oddviti Barðastrandarhrepps. Fjær lengst til hægri á myndinni sér á Björn Guðmundsson, oddvita Kelduneshrepps. taka þeirra, sem nú starfa. Þó ergertráðfyrirþví, að Norðurlandskjördæmin bæði geti orðið eitt fylki. Gert er ráð fyrir því, að hlutverk fylkja verði eins og hlutverk landshlutasamtaka sam- kvæmt frumvarpinu um þau. Auk þess er í þessari fylkjahugmynd gert ráð fyrir heimikl stjórnvalda, ríkisstjórnar, sýslunefnda og sveit- arstjórna til þess að fela fylkisstjórnum sérstök verkefni, sem nánar eru skilgreind í hugmynd- inni. Þá er einnig lagt til, að fylkin verði ráðu- neytinu og Sambandi íslenzkra sveitarfélaga til ráðuneytis um framkvæmd laga nr. 70 frá 1970 um sameiningu sveitarfélaga. I.oks er gert ráð fyrir, að fylkin geri tillögur um löggjafarmálefni, sem þau varða. Gert er ráð fyrir árlegu fylkis- 27 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.