Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 8
6. Heimilt er að taka tillit til þess, ef framan- greindar reglur leiða til verulega lægra matsverðs á eign en almennt gildir um hlið- stæðar eignir í héraðinu og þá miðað við venjulega notkun þeirra og með hliðsjón af reglum 1.—5. tl. hér að framan. í slíku til- viki ber ekki að taka tillit til verðhækkana, sem stafa af framkvæmdum eða fyrirhuguðum áformum hins opinbera um notkun lands. Með þeim takmörkunum, sem nú hefur verið greint frá, skulu eignarnámsbætur miðaðar við söluverðmæti eða notkunarverðmæti eignar. í stjórnarskrá Noregs, 105. gr., er ákvæði um „fullt verð“ hliðstætt því, sem er í 67. gr. stjórn- arskrár íslands. Mjög hefur því verið umdeilt í Noregi, livort framangi eindar reglur eignarnáms- laganna frá 1973 séu í samræmi við ákvæði stj.skr., en ekki er vitað, að á gildi laganna hafi enn reynt fyrir dómstólum. Það skal að lokurn tekið fram, að í nefndar- álitinu eru ekki settar fram tillögur um orðalag, enda verður að telja eðlilegra, að sérfræðingum stjórnarskrárnefndar Alþingis verði falið slíkt verkefni, eftir því, sent fallizt kann að verða á þau sjónarmið, sem hér hefur verið leitazt við að gera grein fyrir. NÁMSKEIÐ í STILLINGU OLÍUKYNDINGARTÆ KJA Viðskiptamálaráðuneydð hefur ákveðið að Ireita sér fyrir því, að haldin verði í ágústmánuði nám- skeið í stillingu og mælingu á olíu- kötlum. Námskeið þessi yrðu hald- in í samráði við sambandið, og er tilhögun hugsuð þannig, að ráðu- neytið standi undir kostnaði við alla kennslu og kennslugögn, en sveitarfélögin velji þátttakendur og greiði þeim ferða- og uppihalds- kostnað, meðan á námskeiðinu stendur og væntanlega einnig laun vegna vinnutaps, eftir því sem um semst milli sveitarstjórna og hlut- aðeigandi þátttakenda. Hvert námskeið stendur í 5 virka daga, daglega frá kl. 9 árdegis til kl. 5 síðdegis. Þau liefjast þriðjudag- inn 5. ágúst og standa fram eftir mánuði, eftir því sem þátttaka verður. í viðræðum, sem fram hafa farið að undanförnu milli fulltrúa við- skiptamálaráðuneytisins, sam- bandsins, olíufélaganna og fleiri aðila, hefur sú hugmynd verið rædd, að sveitarfélögin hefðu for- göngu um það, að til staðar verði svo víða sem nauðsyn krefur SVEITARSTJÓRNARMÁL menn, sem geta tekið að sér við- gerðir og stillingu á olíukynding- artækjum. Myndu jreir menn fram- vegis taka að sér slík störf hver á sínu svæði. Við val þátttakenda á námskeið og væntanleg starfssvæði þeirra er lagt til, að lögð verði til grundvallar sú skipting í „athug- unarsvæði", sem sýnd er á bls. 22 og 23 í Handbók sveitarstjórna nr. 7. Yrðu Jtá 66 stillingarmenn á landinu, og nokkur sveitarfélög víða um hvern mann. Sem dænti liefur verið tekið svæði með tæp- lega 1000 íbúum, þar sem eru 220 katlar. Áætlað er, að hver maður komist yfir að stilla 4 katla á dag, og tæki þvf 55 virka daga eða ca. 12 vikur fyrir mann í stöðugri vinnu að annast þetta verk á þessu svæði. Eftir fyrstu yfirferð færi reglulega fram skoðun og eftirlit með tækjum þessurn, og er J)á talið, að rnaður komist yfir 6 tæki á dag. Stillingamaður mundi jafnframt leiðbeina húseigendum um meðferð tækja til þess að stuðla að sem hagkvæmastri notkun þcirra. End- urgjald fyrir stillingu hvers tækis yrði ákveðið þannig, að tekjur fyrir þessa vinnu myndu standa undir launum og öðrum tilkostn- aði við úthald eins manns á hverju starfssvæði þann tíma, setn fer í þetta verk. Samkvæmt 19. gr. laga nr 55/ 1969 um brunavarnir og brunamál er svcitarfélögum skylt að skipa mann til að annast eftirlit með eldfærum, og þykir því eðlilegt, að sveitarstjórnir eigi frumkvæði að skipulegum úrbótum á þessu sviði, enda fara hér saman öryggis- sjónannið og hagsmunir þegna sveitarfélagsins. Algengt mun, að olíukyndingar- kostnaður í 140 m2 einbýlishúsi sé 100—120 þúsund krónur á ári. Er af því ljóst, að verulegir fjár- hagslegir hagsmunir eru við það bundnir, ef takast mætti að spara þó ekki væri nema lága lilutfalls- tölu olíunotkunar með reglulegri athugun tækjanna, svo sem einu sinni til tvisvar á ári. Nánari upplýsingar urn tilhög- un námskeiða þessara og hugsan- lega skiptingu landsins í starfs- svæði eru fáanlegar á skrifstofu sambandsins. Einnig munu frarn- kvæmdastjórar . landshjutapamtak- anna hafa liönd í bagga með sveit- arstjórnum um skiptingu hvers landshluta í starfssvæði, eftir því sem óskað yrði eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.