Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 10
mjög kostnaðarsamar, voru sett lög um aðstoð til vatnsveitna árið 1947. Samkvæmt þeim er lieimilt að veita beinan styrk úr ríkissjóði, sem nemi allt að helmingi kostnaðar við stofnæðar, vatnsgeyma, dælur og jarðboranir. Veita má ríkisábyrgð á lánum vegna vatnsveitu, og má hún ásanu ríkisstyrk nema allt að 85% af stofnkostnaði allrar veitunnar. Lengi liefur vantað töluvert á, að fjárveitingar hafi nægt til að standa undir styrkjum, en úr því hefur nokkuð rætzt upp á síðkastið, þannig að ógreiddar voru um síðustu áramót 19 milljónir, sem varla telst mjög mikið, mið- að við ýmislegt annað, en fjárveiting á þessu ári er 32 milljónir. Álitlegur hluti af fjárveitingum síðustu ára liefur runnið til hins ntikla mannvirkis, vatns- veitu Vestmannaeyja. Munu 12 millj. af fjárveitingu Jtessa árs til hennar ætlaðar. Vatnsskatturinn er sem kunnugt er sá tekjustofn, sem á að standa undir stofn- og rekstrarkostnaði vatns- veitna. í 8. gr. laganna frá 1947 er að finna heimild fyrir sveitarfélög til að leggja á vatnsskatt, sem mið- aður skal við fasteignamat, og er ekki að sjá, að lögin bindi hámark hans, heldur skal vatnsskatturinn ákveð- inn með reglugerð, sem sveitarstjórn semur, en ráð- lierra staðfestir. Einnig er heimilt að selja vatn eftir mæli. Segja má, að vatnsskattur nægi óvíða eða jafnvel hvergi fyrir jteim kostnaði, sem honum er ætlað að standa undir. Þar veldur hvort tveggja, að sveitar- stjórnir liafa ekki alltaf gætt Jiess að láta skattinn fylgja verðlagi og svo hitt, að ríkisvaldið hefur iðu- lega komið í veg fyrir J)á hækkun, sem um hefur ver- ið sótt. Það er að sjálfsögðu skýlaus krafa, að sveitar- félögin fái að ákveða vatnsskatt Jiað ríflega, að liann beri þann kostnað, sem honum er ætlað að standa undir. Tregða sú, sem ríkisvaldið hefur oft sýnt í þessum málum, virðist bæði óskynsamleg í sjálfu sér og óvið- unandi fyrir sveitarfélögin. Um þessar mundir standa sveitarfélögin í meiri framkvæmdum lieldur en oft áður á þessu sviði. Þann- ig er okkur kunnugt um 28 sveitarfélög, sem á Jtessu ári ráðgera vatnsveituframkvæmdir, sem áætlað er að kosta muni samanlagt um 560 milljónir króna. Má af þessum tölum ráða, að hér er urn veigamikinn framkvæmdaflokk að ræða hjá sveitarfélögunum. Þegar rætt er um, liverjar séu skyldur sveitarfélaga í sambandi við vatn, er ])ó ein alveg skýlaus, en Jjað er skyldan til að hafa eftirlit með vatnsveitum og vatnsbólum til J)ess að tryggja J)að, að um lieilnæmt vatn sé að ræða, eða a. m. k. ekki stafi óhollusta af. í III. kafla heilbrigðisreglugerðar nr. 45/1972 er að finna rækileg ákvæði um Jtessi mál, sem eru á ábyrgð hlutaðeigandi lieilbrigðisnefndar." SVEITARSTJÓRNARMÁL Val og virkjun vatnsbóla Eftir þetta almenna yfirlit um hlutverk sveitar- stjórna varðandi öflun og dreifingu neyzluvatns í setningarræðu formanns, voru flutt ein ellefu fram- söguerindi um hina ýmsu Jtætti verkefnisins: Guttormur Sigbjarnarson, jarðjrœðingur, sem ný- lega hefur tekið við starfi sem forstöðumaður Jarð- könnunardeildar Orkustofnunar, flutti erindi um vatnsvandamál J)éttbýlis, og er það birt annars stað- ar í þessu tölublaði. Haralclur Árnason, ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, flutti erindi um vatnsöflun í strjálbýli. Gerði hann grein fyrir J)ví nýmæli í II. kafla VII. tölu- liðar jarðræktarlaga nr. 79 árið 1972, að ríkissjóður greiðir nú helming kostnaðar við vatnsveitur til lieim- ilis- og búsþarfa í sveitum, eða eins og segir í lögun- um, „við vatnsupptöku, Jiar með talin borun eftir vatni, vatnsgeymar og leiðsla frá vatnsbóli að bæjar- vegg. Framlag þetta greiðist J)ví aðeins, að við fram- kvæmdir sé farið eftir áætlun, sem Búnaðarfélag ís- lands lætur gera eða samjtykkir". Haraldur gerði grein fyrir ýmsurn aðstæðum við vatnsöflun til sveita- býla og gat þess m. a., að lengsta vatnslögn fyrir einn bóndabæ myndi vera 5.5 km löng. Hæfilegt vatnsmagn á hverju býli áleit hann vera 6 tonn. Þörfina taldi hann vera 100—200 1 á mann, 50—60 1 á kú, 5—10 1 á kind og 20—30 1 á hest. Hann lýsti einnig algengustu aðferð- um við sfun neyzluvains til sveita. Þóroddur Tli. Sigurðsson, vatnsveitustjóri hjá Reykjavíkurborg, fjallaði um fjöhnörg atriði varðandi val og virkjun vatnsbóla og rakti mörg dæmi máli sinu til stuðnings. Sigurður Björnsson, verkfræðingur hjá Kópavogs- kaupstað, gerði grein fyrir dreifikerfi vatnsveitna og veitti fróðlegar upplýsingar um tæknileg atriði vatnsdreifingar. Gœði neyzluvatns Eftir sameiginlegan hádegisverð J)átttakenda á Hótel Esju í boði sambandsins var rætt um gæði neyzlu- vatns. Dr. Baldur Johnsen, yjirlœknir, DPH, forstöðu- maður Heilbrigðiseftirlits ríkisins, flutti erindi um neyzluvatnsmál á íslandi í ljósi heilbrigðiseftirlits. Dr. Sigurður Pétursson, gerlafrœðingur á Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins, flutti og fróðlegt erindi unt gæði neyzluvatns með sérstöku tilliti til gerlainni- halds þess og eftirlits nteð því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.