Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 17
1. Neyzluvatnsöflun, gott og ómengað. 2. Affallsvatn, losun og meðhöndlun. 3. Mannvirkjatæknileg vatnsvandamál, vegna skipulagningar mannvirkja, svo sem gatnagerðar, hafnabygginga o.fl. Hér skal reynt að drepa á nokkur atriði í sambandi við hvert og eitt þessara mála, en tími gefst ekki til að gera þeirn nokkur tæmandi skil. Neyzluvatnsöflunin er vissulega einna þýð- ingarmestur þessara málaflokka. Hér á landi hafa nokkrar athuganir verið gerðar í því sam- bandi. Ég vil í því tilefni benda á greinar þeirra Þórðar Þorbjarnarsonar, forstöðumanns Rann- sóknarstofnana fiskiðnaðarins, Bergsteins A. Bergsteinssonar, yfirfiskimatsstjóra, Jóns Jóns- sonar, jarðfræðings, og Sigurðar Péturssonar, gerlafræðings, í 2. tölublaði tímaritsins Sveitar- stjórnarmál árið 1971 og viðtals við dr. Stefán Arnórsson í 4. tölublaði sama tímarits árið 1974. Þessar athuganir sýna okkur, að víða um land er ástand þessara mála óviðunandi, svo að skjótra úrbóta er þar þörf. Jafnframt er þekking okkar á vatnsgæðum og vatnsöflunarmöguleikum umhverfis þéttbýlissvæði landsins harla takmörk- uð. Vatnsgæðin geta verið nokkuð misjöfn bæði til heimilisþarfa og iðnaðar, þó að þar sé ekki um lífræna mengun að ræða. Enski baðmullar- og ullariðnaðurinn er dæmi um það, hvernig eiginleikar vatnsins fyrir vissan iðnað geta ráðið úrslitum um staðarval hans. Á sínum tírna byggðist liann upp umhverfis vatn með ákveðnum efnafræðilegum eiginleik- um, en ekki með tilliti til samgangna né fyrri búsetu. Valkostir við neyzluvatnsöflun eru ýmist jarð- vatn eða yfirborðsvatn. Jarðvatnið er ýmist sótt í lindir eða í borholur. Yfirborðsvatnið er tekið úr ám, lækjum eða stöðuvötnum. Oftast þarf að hreinsa það með síum fyrir notkun. Aftur á móti hefur jarðvatn hér reynzt víðast ómengað, svo að það má nota beint. Samt sem áður er jarðvatnsmengun vel þekkt og vaxandi fyrirbæri liér á landi, sérstaklega er ógætileg meðferð olíu hættuleg, þó að margt fleira komi þar til greina. Þess vegna er nauðsynlegt að beita ítrustu var- kárni í námunda við virkjuð eða væntanleg jarðvatnsból. Sama máli gegnir reyndar líka, þar sem yfir- borðsvatn er notað, þó að síað sé, því að því lireinna sem vatnið er, þeim mun ódýrari síu- útbúnaði má beita. Við val vatnsbóla fyrir þéttbýli er vissulega ekki nóg að leita aðeins að bezta vatninu, heldur er og nauðsynlegt að gæta hagkvæmni í valinu, því að þar er oft um veru- legar fjárhagsbyrðar að ræða, sérstaklega fyrir lítil sveitarfélög. Mér er ekki kunnugt um, að gerður hafi verið neinn almennur samanburð- ur á kostnaði hinna mismunandi valkosta: vatns- Tærasta og ferskasta vatn, sem unnt er að fá á íslandi, kemur úr hraunum. Mynd þessi er frá Vellankötlu á Þingvöllum. leiðslum, borholum og virkjun þeirra eða síun yfirborðsvatns. Þetta tel ég brýnt verkefni að vinna að. Einnig er nauðsynlegt að vinna að rannsóknum á vatnsþörf til almennrar notkunar og iðnaðar svo sem frystihúsa, sláturhúsa o. s. frv., því að hún er grundvallaratriði við val vatns- bóls. Hér má einnig benda á, að töp í vatns- lögunum getur verið snar þáttur í vatnsskorti á ýmsum stöðum. Affallsvatn frá þéttbýli og meðhöndlun þess er annar þáttur þessara vandamála. Við höfum franr til þessa víðast hvar stuðzt við þá gömlu, einföldu reglu: Lengi tekur sjórinn við. Nútírna rann- sóknir og auknar lrreinlætiskröfur í matvæla- iðnaði hafa þó sýnt okkur og sannað, að svo er alls ekki. Líklegt er, að í framtíðinni verði bygging rotþróa stöðugt meira og meira knýj- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.