Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 22
sjúkdómsbakteríur hafi borizt með vatni, jafnvel berklabakteríur. Til þess að smitandi sjúkdómar geti borizt með vatni, þurfa mörg keðjuverkandi skilyrði að vera fyrir hendi, því að í sjálfu sér er opið vatn sótt- hreinsandi og hefur tilhneigingu til þess að hrinda af sér sóttkveikjum, og sama gildir raun- verulega um jarðveg. Aðalskilyrði til, að sótt- kveikjur geti borizt í vatn, er, að þvag eða annar úrgangur, svo sem saur, komist í vatnið, beint eða óbeint, að þessar sóttkveikjur geti haldið sér lifandi og í fullu fjöri, þegar þær komast í vatns- glasið eða í þvottavatnið hjá móttækilegum ein- staklingum. Reynslan hefur sýnt, að þessi skilyrði koma ótrúlega oft fyrir, jafnvel í landi eins og á íslandi. Frosinn úrgangur geymir lengi í sér sótt- kveikjur. Sú bakteríumengun, sem einkum lirjáði íslend- Löngum sóttu Reykvikingar vatn í brunninn móts við húsið númer 9 við Aðalstræti. Þetta er hluti af mynd, sem gerð var um 1835 og birtist í ferðabók Gaimards, og hér fengin úr nýútkominni bók „Hin fornu tún“, eftir Pál Líndal. Það segir sig sjálft, hvernig hollustu- hættir hafa verið við slíkan brunn. inga áratugum saman, e. t. v. þegar frá landnáms- tíð og rekja mátti til vatns auk annarra matvæla, var taugaveikin. Það var sérstaklega vegna óvar- kárlegrar umgengni við brunnana, þar sem jafn- vel þannig var að staðið, að afrennsli frá sorp- haugunt eða jafnvel kömrum og fjóshaugum gat í rigningartíð náð að renna ofan í brunnana eða menga brunnvatnið. Nú munu þó vera um 20 ár síðan síðast varð vart hér við taugaveiki- bakteríur. Fyrsta stórbreytingin, sem varð á í þessum málum, var, þegar brunnurinn í Aðal- stræti í Reykjavík var lagður niður og tekin upp vatnsleiðsla. Mig minnir, að síðasta tilfellið um taugaveiki frá brunni hafi verið í Flatey á Skjálf- anda. Annars er það að segja um taugaveiki- bakteríuna, að hún lifir ekki mjög lengi í vatni; hún þolir ekki ferskt vatn, allra sízt ef sól skín á það til Iengdar, en ef stöðugt berast að sótt- kveikjur, þá nægir það til þess, að þær lifa nógu lengi til að komast í drykkjarvatn manna eða þvottavatn. Oftast var uppspretta slíkrar tauga- veikimengunar smitberi á heimilinu, sem gekk örna sinna í fjós eða á víðavangi, þar sem af- rennsli var greitt í vatnsból. Eins og fyrr segir, er mengun af colíbakteríum, þótt úr dýrum með heitu blóði sé, ekki talin beinlínis hættuleg, þar sem vitað er um, að hún stafar frá búfjárhögum, en þó myndi það aldrei verða talið öruggt, að ekki kynni að hafa blandazt eitthvað frá manni, jafnvel sjúkum af öðrum bakteríum, sem þá kynni að vera í kjölfarinu, og þess vegna er svo nijög lagt upp úr því með allan útflutningsvarn- ing, að ekki finnist ein einasta colíbaktería, hvorki í fiskflökum né í því kjöti, sem flutt er úr landi, þótt við séum ekki eins kresnir íslend- ingar með okkur sjálfa, hvað þetta snertir. Virussjúkdómar. Ekki er fyllilega þekkt, hve mikinn þátt vatnið á í því að breiða út ýmsar veirur, sem valda sjúkdómum, svo sem mænuveiki og veiki, sem stafar af coxagi-veirum, en slíkar veirur geta komizt í gegn um og borizt með saur og þvagi og óhreinkað drykkjarvatn, að ég nú ekki tali um baðvatn. Það er heldur ekki ósennilegt, að sjúkdóms- kveikjur, sem berast með vatni og ekki enn hafa verið greindar, séu raunverulega til. A seinni ár- um hafa þannig komið upp faraldrar af iðrasjúk- dómum, sem skyndilega hafa komið upp og vald- ið ógleði, uppköstum og niðurgangi í nokkra daga, eftir að óhreint vatn hafði verið drukkið, og í slíkum tilfellum hafa ekki fundizt nein merki um hina venjulegu og þekktu sjúkdóms- vaka, sem fyrr eru nefndir. I nálægum löndum er umferðargula (hepatitis epidemica) sá veirusjúkdómur, sem oftast hefur tekizt að sanna, að borizt hafi með vatni. SVEITARST.IÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.