Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 27
hvort beint, ef hann drekkur vatnið eða með matvælum, sem vatnið er sett í eða kemst í snertingu við. Þeir sýklar, sem þarna er uni að ræða, eru í okkar heimshluta nær eingöngu iðra- sýklarnir af ættkvíslunum Salmonella og Shi- gella. Hættulegastir, en sem betur fer sjaldgæf- astir hér urn slóðir, eru S. typhi og S. paratyphi (taugaveiki og taugaveikibróðir) og Sh. dysen- teriae (blóðsótt). Meinlausari en miklu algeng- ari eru hinir fjöldamörgu iðrakvefssýklar af ættkvíslinni Salmonella. Öllum iðrasýklum er það sameiginlegt, að þeir, eins og nafnið bendir til, eru komnir úr iðrum, þ.e. úr saurindum rnanna og nokkurra blóðheitra dýra. Einkurn er hætta á, að þeir geti borizt frá alidýrum, þar með taldir alifuglar, og frá nokkrum villtum dýrum, eins og rottum og mávum. Hinar fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn smitun vatns af iðrasýklum eru þá einfakllega fólgnar í því að hindra, að saurindi af nefndum uppruna geti borizt í vatn- ið. Við gerlarannsóknir á neyzluvatni er það því látið nægja að sanna eða afsanna nærveru þessara saurinda í vatninu. Þetta er tiltölulega auðvelt, J>ar sem í saurindum eru alltaf ein eða fleiri gerlategundir í miklu magni, sem auðvelt er að finna. Þessar einkennistegundir eru Esche richia coli, Streptococcus faecalis og Clostridium welchii, og er sú fyrst talda, coligerlarnir, lang- algengust. I vatni er jiví alltaf leitað að coli- gerlum, bæði að tegundum af coligerlaflokknum coliform og aðaltegundinni E. coli. Slíkt er létt verk, en leit að einstökum tegundum iðrasýkla í vatninu væri mjög seinlegt verk. Rökfærslan við mat á vatninu er þá þessi: Finnist engir coli- gerlar í vatninu, þá eru þar engir iðrasýklar, en finnist coligerlar í vatninu, einkum þó E. coli, þá gætu líka verið þar iðrasýklar, og Jjví fleiri sem coligerlarnir eru, Jrví meiri er hættan. Við ítarlegri gerlarannsóknir á vatninu, t. d. ef um nýtt vatnsból er að ræða, þá er oft líka leitað þar að Str. faecalis og sömuleiðis Cl. welchii, en nærvera síðartöldu tegundarinnar, sem er gróbær, gæti bent til löngu. liðinnar smitunar vatnsbólsins af saurindum, smitunar, sem ekki fyndist við colipróf, Jiar sem coligerlarnir væru allir horfnir. Hversu strangar eru kröfurnar? Og hver eru svo mörkin? Hversu rnikið Jrarf að finnast af coligerlum í vatninu til Jress að ]:>að sé dæmt óhæft til neyzlu? Þetta hámark er ekki alls staðar eins. Aljijóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett mörkin Jjannig: Af öllum sýnum teknum á einu ári frá sama vatnsbóli verða 90% að hafa færri coligerla en 10 í 100 ccm (M.P.N.) og ekkert sýni fleiri en 20. Af Jiessum coligerlum mega ekki meira en 40% vera af tegundinni E. coli. Hér er átt við vatn beint úr vatnsbóli án sérstakrar hreinsunar eða geril- eyðingar. Kröfur Jjessar eru rnjög vægar, rniklu vægari en gerist hér á íslandi eða annars staðar á Norðurlöndum. Ástæðan er sú, að WHO verð- ur að taka tillil til aðstæðna hjá frumstæðum þjóðurn, þar sem mjög erfitt og kostnaðarsamt er að ná í hreint vatn. En á ]>essum kröfum er hert, ]>ar sem það er framkvæmanlegt, og vonazt er til, að ]>að verði sem víðast. Um vatn, sem farið liefur í gegnurn hreinsun og gerileyðingu, t. d. klórað, gerir WHO rniklu SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.