Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 29
ccm. Þetta ákvæði er sett til þess að tryggja, að nægilega hröð endurnýjun sé á vatninu og laugin sé nægilega oft tæmd og hreinsuð. Hvemig er ástandið hér á landi? Þá er næst að athuga, hvernig ástandið er hér á landi, hvað snertir gæði neyzluvatns og hversu settum reglum er framfylgt. Verður byrj- að )jar sem frá var horfið á áðurnefndri ráðstefnu sveitarfélaga í febrúar 1971, og nú litið yfir árin 1971 til 1974 að báðum meðtöldum. Gerlarannsóknir á vatni á íslandi hafa á þess- um árum farið fram í Gerladeild Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins. Þar er því unnt að fá nokkuð yfirlit yfir það, sem vitað er frá gerla- fræðilegu sjónarmiði um gæði vatns hér á landi á þessu tímabili. I töflu I er skráður fjöldi sýna af vatni og sjó, sem móttekin voru til rannsókna árin 1971— 1974. Eru þar talin öll sýni af vatni til neyzlu og matvælaframleiðslu, til baða og til fiskræktar, ennfremur sýni af sjó bæði til notkunar við fiskverkun og til baða. Langflest sýnin eru kom- in frá heilbrigðisyfirvöldunum, þar af meira en helmingur frá Borgarlækninum í Reykjavík. Árið 1973 hefur þá sérstöðu, að Fiskmat ríkisins sendi það ár 80 sýni af vatni frá hraðfrystihiisum og 104 sýni af hafnarsjó. Það ár bárust og 136 sýni af vatni úr veiðiám á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár í Árnessýslu og Hvítár í Borgarfirði og ennfremur sýni af vatni flestra sláturhúsa á land- inu, en þau sýni tók Heilbrigðiseftirlit ríkisins. TAFLA I. Gerlarannsóknir á vatni og sjó. Fjöldi sýna árin 1971—1974. Aðili 1971 1972 1973 1974 Heilbrigðisyfirvöld 369 368 425 685 Aðrir 150 ' 121 494 176 Alls 519 489 919 861 Það vatn, sem hér skiptir mestu máli og sér- staklega verður að vikið, er neyzluvatnið, bæði það, sem fer til heimilisnota og það, sem notað er við matvælaframleiðslu. Verður hér gefið stutt yfirlit yfir gæði þessa vatns síðustu 2 árin, 1973 og 1974, og þá tekin með öll sýni, hvort sem þau voru tekin af heilbrigðisyfirvöldunum, Fisk- mati ríkisins eða einkaaðilum. Eru sýnin flokk- uð í tvennt, annars vegar þau sýni, sem metin voru nothæf, og hins vegar sýni, sem talin voru aðfinnsluverð samkvæmt þeim reglum, er liér gilda og áður var getið. Niðurstöður rannsóknanna í töflu II eru skráð þau sýni, sem tekin voru í kaupstöðum og kauptúnum víðs vegar um land- ið, oftast úr vatnsveitu hlutaðeigandi staðar. Er hér um 66 sveitarfélög að ræða, flokkuð eftir landshlutum. I töflunni er Kópavogur talinn með Reykjavík, þar sem vatnsveitan er ein og sú sama, þ.e. Vatnsveita Reykjavíkur, sem einnig nær yfir Seltjarnarnes. Á þessu svæði telst ástand- SVEITAItSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.