Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 37
DR. BJÖRN BJÖRNSSON, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur: NÝ viðhorf í FÉLAGSLEGRI ÞJÓNUSTU Lög og reglugerð um vernd barna og ungmenna gefur vísbendingu um störf barnaverndarnefnda, við- fangsefni og úrlausnir, þar sem þar er að finna skrá um verkefni barnaverndarnefnda sem og margvís- leg fyrirmæli um, hvernig leysa skuli úr barnaverndar- málum. En skírskotanir í lög levsa ekki allan vanda. Það þekkja þeir bezt, sem starfa eftir gildandi lögum og reglugerð, að vissulega er þar að finna grundvöll að standa á, en vandinn sá er oftast meiri, að leggja á það hlutlægt mat, hvort og þá hvernig tiltekið barna- verndarmál flokkast undir einhlíta leiðsögn tiltekinn- ar lagagreinar. Sem kunnugt er, viil það iðulega bregðast, að málsaðilar, þ. e. barnaverndarnefnd og starfsmenn hennar annars vegar og skjólstæðingur- inn hins vegar, líti sömu augum á málsatvik. Reynt er að miðla málum og draga úr ágreiningi. En í öllum meiri háttar málum, t. d. þegar um er að ræða svipt- ingu foreldravalds, vistun barns á upptökuheimili gegn vilja foreldra, er það forsendan fyrir slíkum á- kvörðunum, að barnaverndarnefnd telur sér skylt að ganga í berltögg við óskir foreldra eða foreldris. iiarna- verndarnefndum og starfsmönnum þeirra er því aug- ljóslega mikill vandi á höndum, sem ekki verður leyst- ur með því einu að skírskota í lög og reglugerðir. Verkefni félagsmálaráðs Á undanförnum árum hafa átt sér stað í Reykja- vík og í nágrannasveitarfélögum mjög umtalsverðar breytingar á skipan barnaverndarmála. Upphaf þess- ara breytinga í Reykjavík má rekja til samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur írá 20. júlí 1967, um nýja skipan félagsmála. Sett var á stofn félagsmálaráð, en framkvæmdaaðili þess er Félagsmálastoínun Reykja- víkurborgar undir stjórn félagsmálastjóra. Félagsmála- ráð tók skjótt við verkefnum framfærslunefndar, en jafnframt var aflað heimildar til ráðherra að fela fé- lagsmálaráði störf barnaverndarnefndar og áfengis- varnarnefndar að nokkru eða öllu leyti. Þessi heimild kom síðan til frantkvæmda, livað barnaverndarnefnd áhrærir, með regiugerð um verkaskiptingu á milli fé- lagsmálaráðs og barnaverndarnefndar, sem staðfest var 15. apríl 1970. í 2. gr. reglugerðarinnar segir: Barnaverndarnefnd fer með: 1. Eftirlit nteð uppeldisstofnunum, svo sem barna- heimilum, vöggustofum, dagheimilum, leikskóium, gæzluvöllum, sumardvalarheimilum, fávitaheimil- urn fyrir börn og ungmenni o. s. frv., sé eftirlitið ekki falið öðrum samkvæmt sérstökum lögum. 2. Eftirlit með skenmitunum barna og ungmenna. 3. Eftirlit með vinnu barna og ungmenna. 4. Almennt eftirlit með útivist barna. 5. Umsagnir í ættleiðingar og forræðismálum. 6. Úrskurði um meiri háttar mál, er varða ráðstaf- anir gagnvart börnum eða forráðamönnum þeirra, sbr. 14. gr. laga um vernd barna og ungmenna. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.