Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1975, Blaðsíða 49
„Fjórðungsþingið leggur áherzlu á, að sem fyrst verði hafizt handa um gagnasöfnun úti í liéruðunum og rannsóknir á þeim þáttum nátt- úrufars, sem helzt hafa þýðingu við gerð áætlunar nm landnýtingu í hverjum fjórðungi. Þingið vill itreka þá nauðsyn, að komið verði upp rannsóknar- stofum í hverjum fjórðungi, þar sem varðveittar verði og unnið úr heimildum um veðurfar og aðra þætti náttúrufræðinnar." Framsögumaður nefndarinnar var Jóhann L. Jóhannesson, oddviti á Silfrastöðum. Samgöngumál I. Fjóðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjaskóla 26.-28. ágúst 1974 samþykkir að beina eftirfar- andi óskum um aðgerðir í sam- göngumálum til stjórnvalda ríkis- ins: a. Að frumarp lil laga um fjár- öflun til vegasjóðs verði afgreitt hið fyrsta, með þeim breytingum, að: 1. Verðtollur af benzíni renni til vegasjóðs. 2. Tekjur af innflutningsgjaldi af bifreiðum renni til vega- sjóðs. b. Séð verði fyrir því, að nægjan- legt fjármagn verði fyrir hendi til að ljúka Noðurlandsáætlun í vega- málum á sem stytztum tíma. Þing- ið bendir á í því sambandi, að þar sem nú er að mestu lokið fram- kvæmdum á Skeiðarársandi er möguleiki til að snúa sér í aukn- um mæli að öðrum verkefnum. Mælir þingið með því, að haldið verði áfram sölu liappdrættis- skuldabéfa til þess að fjármagna stærri vegaframkvæmdir á Norður- landi. c. Að útvegað verði viðbótar- fjármagn utan fjárlaga til upp- byggingar hafna og flugvalla í fjórðungnum í samræmi við sam- gönguáætlun Norðurlands, m. a. til aðstoðar sveitarfélögum vegna hafnarframkvæmda. d. Á næstu árum verði höfuð- áherzla lögð á lagningu hraðbrauta á Norðurlandi, þar eð þegar hefur mikið áunnizt á þessu sviði á Suð- vesturlandi. e. Þá telur Fjórðungsþingið nauðsynlegt, að breytt verði reglu þeirri, sem gilt hefur um úthlutun vegasjóðs til þjóðvega í kaupstöð- um og kauptúnum. Verði fé þessu varið til að aðstoða öll þéttbýlis- sveitarfélög til að fullgera gatna- kerfi sitt með varanlegu slitlagi. Úthlutun fjárins miðist við lengd Brynjólfur Svelnbergsson, oddvitl, formaður Fjórðungssambandslns. gatnakerfisins og ástand gatna, en ekki ibúafjölda, svo sem nú er. Verði gerð úttekt á ástandi þessara mála á öllu landinu eins og það var vorið 1973 og gerðar áætlanir um framkvæmdir, sem miðist við að forgangsgötum verði lokið livar- vetna á 5 árum, en öðrum götum á 10 árum. Landshlutasamtökum sveitarfé- laga verði falið að annast áætlunar- gerð í samráði við sveitarstjórnir og verði áætlanir staðfestar af hlut- aðeigandi yfirvöldum. Skorar fjórð- ungsþingið á alþingismenn Norð- urlands að beita sér fyrir þessari lagabreytingu. f. Fjórðungsþing Norðlendinga leggur áherzlu á, að sýsluvegum verði tryggt aukið framlag úr vega- sjóði. Vegna þeirra miklu fram- kvæmda á sýsluvegum og í þeim héruðum, þar sem fyrirhuguð er tankvæðing mjólkurflutninga, leggur þingið til, að á vegaáætlun verði sérstök framlög til að greiða fyrir þessum framkvæmdum. Reynt verði að leysa þetta verkefni eftir samræmdri áætlun fyrir hvert liér- að. Þá verði stefnt að því, að sýslu- vegir nái heim í hlað á öllum byggðum lögbýlum. g. Fjórðungsþingið telur ekki rétt, að þéttbýlisstaðir greiði til sýsluvegasjóðs, ef þeir hafa ekki rétt til að fá þaðan fjárframlög til vega- og gatnagerðar. II. Endurskoðun vegaáætlunar. Fjórðungsþing Norðlendinga 1974 beinir því til vegamálastjóra og Alþingis, að þegar vegaáætlun verður endanlega samin fyrir árin 1975—1977 verði höfuðáherzlan á það lögð að byggja upp þá vega- kafla í fjórðungnum, sem ekki fullnægja lágmarks umferðarþörf íbúanna. í því sambandi er sér- stök athygli vakin á því, að nú þeg- ar eru sveitaldutar og jafnvel heil byggðarlög í augljósri hættu með að eyðast sökum samgönguerfið- leika. Ber að veita þeim algjöran forgang við skiptingu vegafjár af vegaáætlun á umræddu tímabili. III. Landshlutaáætlun Norður- Þingeyjarsýslu. Fjórðungsþing Norðlendinga 1974 leggur áherzlu á, að grund- vallarforsenda þess að landshluta- áætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu um atvinnuuppbyggingu lieppnist, er, að vegakerfið verði uppbyggt á örfáum árum og tengt aðalveginum til Húsavíkur eins og Norðurlands- áætlun í vegamálum hefur gert ráð fyrir frá upphafi. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.