Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 4
MERKIR ÁFAIMGAR í GATNAGERÐARMÁLUM BYGGÐASJÓÐUR LÁNAR TIL GATNAGERÐAR Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur ákveðið, að Byggðasjóður láni sveitarfélögum í þéttbýli fé til gatnagerðar á þeim svæðum, sem aðstoð lánsins nær til, en það eru öll kjördæmin nema Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Stjórnin hefur nýverið sett sér reglur um þessar lánveitingar Byggðasjóðs og þykir rétt að gera hér grein fyrir þeim skilmálum, sem slík lán eru bundin. 1. Fyrsta skilyrði til láns úr Byggðasjóði er það, að gatnagerðarframkvæmdir hvers svéitar- félags séu bundnar í heildaráætlun, sem beri með sér heildstætt átak til að koma a. m. k. megin- gatnakerfi þess undir bundið slitlag. Með láns- umsókn til Byggðasjóðs skal fylgja yfirlit um gatnakerfi hlutaðeigandi sveitarfélags eins og það var um seinustu áramót, þar sem fram komi heildarlengd gatnakerfisins, þar af lengd gatna, sem eru fullfrágengnar með bundnu slitlagi, með bundnu slitlagi og fullfrágengnum gangstéttum. Einnig áætlun um heildarkostnað við uppbygg- ingu og endurnýjun gatnakerfisins, og sé þar sundurliðaður kostnaður við jarðvinnu, lagnir, slitlag og frágang, að meðtöldum gangstéttum. 2. 1 öðru lagi skal gera grein fyrir, hvernig sveitarfélagið hyggst fjármagna áætlaðar gatna- gerðarframkvæmdir næstu 5 ára, hvert árið um sig. Lögð er áherzla á nákvæma áætlun um fjáröflun til framkvæmdanna í ár og að ljóst 106 sé, hvernig fjármögnun áfangans sé háttað. SVEITARSTJÓRNARMÁL 3. Þá er það í þriðja lagi skilyrði láns, að gatnagerðargjöld verði lögð á fasteignir innan sveitarfélagsins í þeim mæli, að fyrirgreiðslu Byggðasjóðs verði við komið í því formi, sem fyrirhugað er, og viðeigandi tryggingar með því settar. Einnig skulu fylgja lánsumsókn staðfest- ar reglur um álagningu gatnagerðargjalda í hlut- aðeigandi sveitarfélagi ásamt sundurliðuðu yfir- liti um útreikning og upphæð þeirra við áætlaða ársáfanga, eftir mismunandi gjaldstofnum. Einn- ig skal fylgja listi yfir greiðslur, er sýni nafn, heimilisfang, álagða upphæð gatnagerðargjalds og á livaða eign er lagt. 4. Loks er það í fjórða lagi skilyrði fyrir lán- veitingu úr Byggðasjóði, að vel og skynsamlega sé að framkvæmdum staðið, enda séu þær jafn- framt taldar lánshæfar af hálfu Lánasjóðs sveit- arfélaga. Um fjárhæð lánanna, greiðslufyrirkomulag og lánskjör liefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Fjárhæð lána þessara miðast við álagt gatna- gerðargjald viðkomandi ársáfanga, og má ekki verða hærra en sem svarar 25% af heildarkostnaði framkvæmdanna. 2. 20% gatnagerðargjalda verða greidd í reiðu- fé á álagningarárinu, væntanlega á sama ári og gatnagerð fer fram, en 80% verða greidd með veðskuldabréfum, sem kölluð eru A-bréf, er skulu greiðast upp í fjórum jöfnum, árlegum afborg- unum. Veðskuldabréfin séu tryggð í viðkomandi fasteign og með gjalddaga 1. júlí ár hvert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.