Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 9
BREYTINGAR A TEKJUSTOFNALÖGUNUM Á seinasta Alþingi voru gerðar nokkrar breyt- ingar á tekjustofnalögunum. Þær er að finna annars vegar í lögum nr. 11 frá 28. apríl um ráð- stafanir í efnahagsmálum til þess að stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum og treysta undir- stöðu atvinnu og lífskjara og í lögum nr. 30 frá 23. maí um breyting á lögum nr. 8/1972, um tekju- stofna sveitarfélaga. Fasteignir í strjálbýii undanþegnar fasteignaskattsáiagi Við 3. grein var gerð sú breyting, að í sveitarfé- lagi, þar sem bæði er þéttbýli og strjálbýli og notuð hefur verið heimild til að innheimta fast- eignaskatt með álagi, er sveitarstjórn heimilt að undanþiggja fasteignir í dreifbýli slíku álagi. Fasteignir, sem notaðar eru til tómstundaiðju, undanþegnar fasteignaskatti Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein þess efnis, að sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt af fasteignum, sem einvörð- ungu eru notaðar til tómstundaiðju, sem viður- kennd er af viðkomandi sveitarstjórn. Þessi breyt- ing var gerð með lögunum nr. 30 frá 23. maí. í sömu lögum eru skipbrotsmannaskýli og sæluhús alfarið undanþegin fasteignaskatti. Ekki þarf að gera kröfu um fólksfækkunarframlög Við 16. grein laganna er gerð sú breyting, að fellt er niður það skilyrði fyrir greiðslu fólksfækk- unarframlags, að sveitarstjórn hafi sent Jöfnunar- sjóði kröfu um það fyrir 15. júlí. Nú þarf ekki að senda slíka kröfu. Jöfnunarsjóður reiknar út fólks- fækkunarframlög og greiðir þau hlutaðeigandi sveitarfélögum eigi síðar en 31. des. ár hvert. Framlögin eru greidd þeim sveitarfélögum, sem orðið hafa fyrir fólksfækkun, og reiknast þau sem margfeldi af íbúafækkunartölunni og meðal- útsvari á íbúa í landinu í heild næstliðið ár. Meðlagsgreiðslur Þá var gerð breyting á upphafsgrein 23. gr. laganna, þar sem mælt er fyrir um tillit til nýrra ákvæða í 16. gr. laga um tekju- og eignarskatt nr. 68 1971, þess efnis m. a., að meðlagsgreiðsla vegna barna innan 17 ára skuli talin að hálfu til tekna hjá því foreldri, sem við henni tekur, þó ekki hjá einstæðu foreldri, og að hálfu til frádráttar frá tekjum þess foreldris, sem innir hana af hendi. Móttakandi meðlags fær því nú fullan persónufrádrátt til útsvars í stað hálfs áður fyrir börnin, en greiðandi meðlags fær engan persónu- frádrátt til útsvars fyrir börn, en fékk hálfan áður. Persónufrádráttur til útsvars hækkar um 50% og breytist framvegis samkvæmt skattvísitölu Fjárhæðir persónufrádráttar samkvæmt 26. grein tekjustofnlaganna eru hækkaðar um 50%. Útsvör hjóna skal í ár lækka um 10500 krónur í stað 7000 áður, einstaklinga um 7500 krónur í stað 5000 krónur, og fyrir hvert barn um 1500 krónur í stað 1000 áður, nema þau séu fleiri en SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.