Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 11
Hvernig skyldi innheimtan ganga í dag? Ljósmyndin er tekin í einni bæjarskrifstofunni. Þær eru greiddar framfærendum allra barna, sem ekki eru fullra 16 ára í byrjun þess almanaksárs, þegar skattur er lagður á. Nema þær 30.000 krón- um með fyrsta barni, en 45.000 krónum með hverju barni umfram eitt. Barnabætur greiðast til framfæranda barna að því marki, sem eftirstöðvar nema, þegar frá hafa verið dregnar greiðslur eftirtalinna opinberra gjalda framfærandans í þessari forgangsröð: 1. Tekjuskatts, sem á er lagður á greiðsluárinu, 2. Annarra þinggjalda, sem á eru lögð á greiðslu- árinu, 3. Ógoldinna þinggjalda frá fyrri árum, 4. Utsvars, sem á er lagt á greiðsluárinu, 5. Aðstöðugjalds, sem á er lagt á greiðsluárinu. Þar sem innheimta þinggjalda og gjalda til sveitarsjóðs er sameiginleg, er fjármálaráðherra heimilt með reglugerð að kveða svo á, að þing- gjöld og gjöld til sveitarsjóðs skuli vera samhliða í forgangsröðinni. Viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra Áður en unnt er að nýta persónuafslátt til greiðslu útsvara þeirra, sem stunda eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi, ber skattstjóra að beita ákvæðum fjórðu málsgreinar 23. greinar tekjustofnalaganna nr. 8 1972, sem er á þessa leið: „Nú vinnur einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæði, eða ófjárráða börn þessara aðila, við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, og er þá sveitarstjórn heimilt, er sérstaklega stend- ur á, að ákveða, að tekjur slíkra aðila til útsvars verði ákveðnar eftir því, sem ætla má, að laun þessara aðila, miðað við vinnuframlag þeirra, hefðu orðið, ef Jieir hefðu unnið starfið í þágu annars aðila." í reglugerð um útsvör nr. 118/1972 er svo mælt fyrir um, að þegar sveitarstjórn ákveður að beita heimild þessari, skuli hún við ákvörðun tekn- anna fara eftir þeim reglum, sem gilda samkv. 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 119/1965 um launa- skatt. Tekjur bónda og konu hans skulu þó vera hinar sömu og gert er ráð fyrir í verðlagsgrund- velli landbúnaðarins hverju sinni. f hinni tilvísuðu annarri málsgrein 9. gr. reglu- gerðar um launaskatt nr. 119/1965 segir, að ríkis- skattstjóri setji skattstjórum árlega meðaltals við- miðunarreglur við mat tekna af vinnuframlagi við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi í hin- um ýmsu atvinnugreinum. Skal þar miðað við, hvað ætla má, að heilsárslaun í viðkomandi at- vinnugrein hefði numið, ef starfið hefði verið innt af hendi í þágu annars aðila. Þessar reglur hafa verið sendar sveitarstjórnum bréflega fyrr á þessu ári, og eru á þessa leið: A. Læknar, lögfræðingar og aðrir, sem vinna störf sem háskólamenntun þarf til, svo og 113 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.