Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 12
löggiltir endurskoðendur: Heilsárslaun 1.495.000 kr. B. Kaupmenn og framkvæmdastjórar: Heilsárs- laun 1.115.000 kr. C. Iðnaðarmenn, hljómlistarmenn, matreiðslu- menn og þjónar: Heilsárslaun 935.000 kr. D. Ófaglærðir menn t. d. þeir, sem vinna við fiskverkun, hreingerningar og fleira: Heils- árslaun 830.000 kr. E. Fólksbifreiðastjórar: Heilsárslaun 555.000 kr. Miðað er við venjulegan vinnutíma (dagvinnu) í hverri starfsgrein og fast kaup (viku-, mánaðar- eða tímakaup). Ef um yfirvinnu, ákvæðisvinnu eða umfram- greiðslur almennt er að ræða í viðkomandi starfs- grein á hverjum stað, ber skattstjóra að meta það til hækkunar, sbr. 4. mgr. 9. gr. Gengið er út frá, að þeir, sem taldir eru undir stafliðum B, C og D, hafi í þjónustu sinni 3 menn eða fleiri (þ. e. hafi greitt laun fyrir 150 vinnuvikur á árinu). Ef starfsmenn eru færri en 3, má meta það til lækkunar allt niður í 70% af upphæðinni, ef enginn starfsmaður er, þó með hliðsjón af því, hve starfið er umfangsmikið að öðru leyti, sbr. 4. mgr. 9. gr. Um önnur frávik vísast til annarra ákvæða 9. gr- Þar sem skattstjóri annast álagningu útsvara, skal hann hafa sarnráð við hlutaðeigandi sveitarstjórn við rannsókn og úrskurðun framtala til útsvars- álagningar, þ.m.t. áætlun tekna þeirra gjaldenda, sem ekki hafa skilað framtali innan lögboðins frests. Með sama hætti skal sveitarstjórn eða nefnd sú á hennar vegum, sem þessi störf annast, leysa verk sitt af hendi í samráði við skattstjóra. Munið tilkynningarskylduna Þá skal loks að gefnu tilefni brýnt fyrir sveitar- stjórnarmönnum að gæta vel fyrirmæla í 37. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 68/1971, að tilkynna skattþegni skriflega breytingar þær, sem 114 gerðar eru á útsvarsskyldum tekjum og gefa hon- um kost á að kæra álagninguna. Einnig er þá rétt að hafa í minni ákvæði 23. greinar reglugerð- ar um útsvör nr. 118/1972, að sveitarstjórnir hafa sama rétt og gjaldendur, að kæra til skatt- stjóra út af útsvari einstakra gjaldþegna, og verð- ur þá að gæta þess, að það sé gert innan 14 daga frá því að útsvarsskrá var lögð fram. Uppgjör ríkissjóðs á persónuafslætti og barnabótum Innheimtumenn ríkissjóðs, þ. e. bæjarfógetar í kaupstöðum og annars staðar sýslumenn, standa sveitarsjóðum skil á þeim persónuafslætti og barnabótum, sem ríkissjóði ber að greiða sveitar- sjóðum samkvasmt því, sem að framan hefur verið lýst. Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið, að ríkis- sjóður inni þessar greiðslur af hendi á fimm gjald- dögum, sem eru 20. ágúst, 20. september, 20. október, 20. nóvember og 20. desember 1975, og skal hver greiðsla vera sem næst fimmti hluti af þeirri fjárhæð, sem í upphafi greiðslutímabilsins er áætlað, að greiðslan til hlutaðeigandi sveitar- félags verði á árinu. Breytingar og leiðréttingar, sem gerðar verða á tímabilinu, skal jafna í síðustu greiðslunni. Þar sem útsvarsálagning er ekki unnin hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykja- víkurborgar, má gera ráð fyrir, að fyrsta greiðsla dragist, þangað til fulltrúi sveitarsjóðs og inn- heimtumaður ríkissjóðs hafa í sameiningu komizt að niðurstöðu um ónýttan persónuafslátt og barnabætur. í sveitarfélögum, sem ekki láta gjaldendur sína greiða mánaðarlega til sveitarsjóðs, skal greiðslu hagað sem mest í samræmi við það, hvernig sveitarsjóði hefðu borizt gjöldin, ef hann hefði innheimt þau sjálfur hjá gjaldanda, eins og segir í leiðbeiningum, sem fjármálaráðuneyt- ið hefur látið innheimtumönnum ríkisins í té um tilhögun þessara greiðslná. Unnar Stefánsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.