Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 13
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON, bæjarstjóri: BOLUNGARVÍK - NÝR KAUPSTAÐUR Með lögum frá 10. apríl 1974 um kaupstaðar- réttindi fyrir Bolungarvík var lagt niður nafn sveitarfélagsins, sem fram að þeim tíma hét „Hólshreppur“. Upprunalega mun nafnið þó hafa verið Bol- ungarvíkurhreppur, en því síðar verið breytt og hreppurinn kenndur við þingstaðinn og kirkju- staðinn Hól, sem löngum hefur verið höfuðból og sýslumenn og lögréttumenn sátu fyrr á öld- um. Má því segja, að nú hafi byggðin aftur fengið sitt upprunalega nafn. Staðarlýsing Lögsagnarumdæmi kaupstaðarins er hið sama og lögsaga Hólshrepps náði yfir, en það er Bol- ungarvík og Skálavík. Bolungarvík er yzta byggð við vestanvert ísafjarðardjúp. Liggur hún milli Traðarhorns, sem er innsti hluti Stigahlíðar, og Óshóla. Er hún opin móti norðaustri, eða frá norðri til austurs. Annars er hún umgirt fögrum fjalla- hring. Tveir fremur stuttir, en grösugir dalir ganga upp frá víkinni. Syðridalur,. sem er allbreiður liggur til suðurs, er um 6 km langur. í honum framanverðum er Syðridalsvatn, sem er liðlega 2 ferkílómetrar að stærð. Tungudalur liggur til vesturs, og er hann um 4 km langur. I dölunum eru nú í byggð 5 bújarðir, en áður munu hafa verið þar um eða yfir 20 jarðir og býli. Milli Deildar, sem er yzti hluti Stigahlíðar, og öskubaks, liggur Skálavík, sem er í bæjar- landi Bolungarvíkur. Skálavík er gróin vel og grasgefin og talin vel fallin til sauðfjárbúskapar. Útræði mun aldrei hafa verið mikið frá Skálavík, enda er þar brimasamt mjög, þar sem hún liggur fyrir opnu hafi. Skálavík fór í eyði upp úr 1960, en áður fyrr voru þar a.m.k. 6 bújarðir, og þar bjuggu 85 manns aldamótaárið 1900. Tiltölulega greiðfær akvegur (sumarvegur) er milli Bolungarvíkur og Skálavíkur um Skála- víkurheiði. Söguágrip Frá landnámstíð og fram undir lok 19. aldar, að föst byggð tók að myndast á „Bolungarvíkur- mölum“, var um að ræða samfellt tímabil sveitarhrepps með dreifðri byggð milli Óshóla og Öskubaks. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.