Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 15
Bolungarvík. Myndlna tók Mats Wibe Lund Jr. byggð mörg timburhús af ýmsum stærðum, flest þó fremur lítil. Almennt mun þó hafa verið þröngt búið, miðað við það, sem nú er. Fyrst mun hafa byrjað verzlun hér um árið 1890, og mun þá jafnframt hafa verið byrjað að kaupa blautfisk. Árið 1900 hóf Pétur Odds- son fiskkaup, verzlun og útgerðarrekstur. Auk hans hófu fleiri verzlun og fiskkaup á þessum árum. Félags- og menningarmál Fljótlega var farið að huga að félags- og menn- ingarmálum. Barnafræðsla hófst um 1890 og nýtt skólahús var byggt árið 1902. Stofnað var bókasafn og lestrarfélag nokkru fyrir aldamót. Málfundafélag var stofnað 1897 og Góðtempl- arastúka árið 1899. Byggði stúkan samkomu- hús þegar árið 1902. Glímufélag var stofnað 1903, og upp úr því var síðan stofnað Ung- mennafélag Bolungarvíkur árið 1907. Starfaði það af miklum krafti og lét til sín taka á ýmsum sviðum. Árið 1908 var Sparisjóður Bolungar- víkur stofnaður. Sama ár var núverandi Hóls- kirkja byggð. Með stækkun vélbátanna fór hafnleysið að segja til sín, en hafnarskilyrði voru nánast eng- in frá náttúrunnar hendi. Þar sem setja þurfti alla báta að lokinni liverri sjóferð, gátu Bol- víkingar ekki nema takmarkað fylgt þróuninni í vélbátaútgerðinni. Þótt landbúnaður væri ávallt stundaður öðr- um þræði, byggðu Bolvíkingar afkomu sína fyrst og fremst á sjósókn og sjávarafla. Þær breyttu aðstæður, sem fylgdu vélbátaútgerðinni, knúðu því á um bætta lendingar- eða hafnar- aðstöðu. Á almennum borgarafundi 26. janúar 1911 var samþykkt að hefja byggingu brimbrjóts. Hófust framkvæmdir við verkið þá um sumar- ið, og hafa hafnarframkvasmdir nánast staðið yfir síðan, að vísu með nokkurra ára millibili. Sem afleiðing af erfiðri hafnaraðstöðu fór að gæta kyrrstöðu í þróun Bolungarvíkur upp úr 1910. Þróttmikil útgerð smærri báta hélt þó áfram, og var sjósókn stunduð af miklum krafti, svo sem jafnan hefur verið. Jafnhliða hélt áfram uppbygging á ýmsum sviðum á næstu áratugum, og náðu þá fram að ganga ýmis baráttumál, svo sem á sviði heilbrigðismála, fræðslumála, félagsmála og raforkumála. Frá 1912 voru nær eingöngu gerðir út þilfars- bátar, og gengu að jafnaði 25 til 30 bátar fram 117 SVEITARSTJÓRNARMÁÍ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.