Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 17
 Malbik helur verlB lagt á um þaB bll fimmtung gatnakerflslna I bænum. Ljismyndln er tekln á mitum Vltastlgs og ABalstratls. HúslB lengst tll hægrl á myndlnnl er fyrsti hlutl Póst- og slmstBSvarhúss, sem ráBgert er aB halda áfram meB I ár. þannig, að greiddur var í hann viss hluti af aflahlut sjómanna. Með fundarsamþykktinni frá 26. janúar 1911 var ákveðið að byggja 50 til 60 faðma langan brimvarnargarð. Var verkið hafið þá um sum- arið og varið til þess fé Lendingarsjóðsins, sem mun þá hafa verið 8-10 þúsund krónur. Var síðan unnið að byggingunni áfram, þó oft með nokkurra ára millibili. Var garðurinn byggð- ur úr steinsteypu. Árið 1926 var keyptur 57 m langur steinnökkvi, sem sökkt var við þáver- andi enda garðsins og hann þannig lengdur. Áfram var garðurinn lengdur með steyptum kerjum, sem fyllt voru grjóti og steinsteypu. Á árunum 1960—1964 var síðan gert mikið átak og garðurinn breikkaður um nær helming og lengdur nokkuð. Var hann þá, eftir 53 ára byggingartíma, kominn í það horf, sem hann er nú, liðlega 200 m að lengd. Einn er sá þáttur í byggingarsögu þessa mann- virkis, sem nokkuð er kunnur, en það eru skemmdir og tjón, sem orðið hafa, og ganga sem rauður • þráður gegnum byggingarsöguna. Verulegur hluti af hinum langa byggingartíma hefur farið til endurbyggingar vegna skemmda, sem úthafsaldan olli á mannvirkinu á hinum ýmsu tímum. Komið mun hafa fyrir, að það, sem byggt var að sumri, varð ónothæft eða stórskemmt að hausti. Þessa óhappasögu vilja heimamenn gjarnan skrifa á reikning verkfræðilegrar fyrirsagnar. Telja, að skort hafi verulega á um undirstöðu- þekkingu á verkefninu, vegna ókunnugleika á staðháttum. Hvað sem um það er, þá var fyrir tilstuðlan nýrrar þekkingar og bættrar tækni merkum áfanga náð, og er „Brimbrjóturinn" nú orðinn mikið og traust mannvirki. Á árunum 1960-61 voru gerðar ítarlegar rannsóknir á hafnarsvæðinu, svo sem straum- og öldumælingar, ásamt botnrannsóknum. Fram- kvæmdir, sem síðan hafa átt sér stað, eru byggð- ar á niðurstöðum þessara rannsókna. Byggður hefur verið grjótgarður frá botni víkurinnar, og gengur sá þvert á „Brjótinn" og afmarkar þannig höfnina. Þá hefur verið byggður við- legugarður innan hafnarinnar. Jafnhliða þess- um framkvæmdum hefur verið unnið að dýpk- un hafnarsvæðisins. Með framkvæmdum síðustu ára náðist sá mikilvægi áfangi í hafnargerðinni, að nú hefur meginhluti bátaflotans nokkuð öruggt skjól í höfninni í hvaða veðrum sem er. 119 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.