Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 19
Bolungarvík byggir allt sitt á sjónum og því, sem hann gefur. Ljósmyndin er af Slldar- og fiskimjölsverksmiSju Einars GuSfinnssonar hf. mánuðina um og yfir 20 trillubátar, frá 4 til 10 lestir. Landbúnaður Landbúnaður hefur ávallt verið stundaður í nokkrum mæli. Hafa Bolvíkingar lengst af verið sjálfum sér nógir um landbúnaðarafurðir. Á síðari árum hefur stöðugt fækkað þeim, sem landbúnað stunda, og jarðir farið í eyði. Nú eru byggðar 5 jarðir, sem mjög hafa verið bættar af húsum eða byggðar upp. Framleiðsla landbúnaðarafurða hefur ekki minnkað í hlut- falli við fækkun byggðra jarða, þar sem ræktun- arframkvæmdir hafa verið miklar og búskapur rekinn með myndarbrag. Skipulagsmál Enda þótt'þéttbýli hafi risið um aldamót, var ekki hafizt handa um skipulagningu fyrr en árið 1924. Fyrsta skipulagsuppdráttinn gerði Guðjón Samúelsson, og er hann dagsettur í maí árið 1924. Byggist skipulagstillaga hans á því, að höfn verði grafin inn í „Drimlu“. Þessi tillaga var ekki samþykkt, þar sem hreppsnefnd taldi, „að hún hafi ekki tekizt svo vel sem skyldi." Skipulagsuppdráttur var svo staðfestur 13. nóvember 1930. Var hann byggður á sömu hug- mynd varðandi höfnina og hinn fyrri. Nokkurrar vantrúar virðist hafa gætt varðandi hina fyrir- liuguðu höfn. Það var þó ekki fyrr en 1943, að hugmyndin um „Drimluhöfn" var endanlega úr sögunni. Við það breyttust skipulagsaðstæður, og var skipulag staðarins þá tekið til endurskoð- unar. Skipulagsuppdráttur fyrir Bolungarvík, sem byggði á hinum nýju forsendum, var síðan gerður árið 1948. Segja má, að Bolungarvík hafi að mestu verið endurbyggð frá 1948, auk þess sem íbúum hefur fjölgað yfir 50% síðan. Hefur því mikið þurft að vinna að skipulagsmálum á jiessu tímabili, jafnframt því sem fyrra skipulag hefur verið endurskoðað með tilliti til nýrra skipulagshug- mynda. Á vegum skipulagsstjóra ríkisins er nú unnið að gerð nýs aðalskipulags, og er þess að vænta, að því verði lokið til staðfestingar á þessu eða næsta ári. 121 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.