Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 24
eru, að stjórnvöld líti á fjárfest- tngar í skipum og hafnarmannvirkj- um í miklu nánara samhengi held- ur en hingað til hefur verið gert, ef líkur eiga að vera á, að fjárfest- ing í hvoru fyrir sig skili þjóðarbú- inu þeim arði, sem krefjast verður. Hér er að vísu við ramman reip að draga, þar eð skipin eru að jafn- aði byggð af einstaklingum, sem ógjarnan flíka fyrirætlunum sín- um, en hafnirnar eru í eigu þess opinbera, og sem slíkar með inn- byggða tregðu til ákvörðunartöku. Því er það hötuðnauðsyn, að þeir opinberir aðilar, sem fjalla um notkun þess takmarkaða fjármagns, sem á hverjum tíma er til ráðstöf- unar, leggi sig fram um þessa sam- ræmingarvinnu, því þeir einir hafa heildaryfirsýn." 44 hafnir í sambandinu í skýrslu formanns kom m. a. fram, að stjórnin hefði haldið 8 fundi á starfsárinu. Gjaldskrármál og fjárhagsmál hafnanna voru mest til umræðu. Einnig skýrði hann frá umræðuefni 7. norræna hafna- þingsins, sem haldið var í Reykja- vík 29. og 30. ágúst og kynnti framsöguerindi þau, sem þar voru flutt, en þeim var dreift á fundin- um í Hafnarfirði. Á starfsárinu fékk ein höfn aðild að sambandinu, og eru aðildar- hafnir þess nú orðnar 44. Alexander Stefánsson, gjaldkeri Hafnasambandsins, gerði á fund- inum grein fyrir ársreikningum sambandsins, sem samþykktir voru á fundinum. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings voru 886.829,00 kr. og efnahagsreiknings kr. 556.149,00. Ávarp samgönguráðherra Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, flutti ávarp á fund- inum, og skýrði þar m. a. frá því, að ákveðið hefði verið að skipa þriggja manna nefnd Hafnamála- stofnuninni til ráðuneytis um mál- efni hafnanna. Tveir fulltrúar yrðu tilnefndir af samgönguráðuneytinu og einn af Hafnasambandi sveitar- félaga. Kvað hann í undirbúningi reglugerð um þetta efni, þar sem kveðið yrði á um verksvið nefndar- innar. Lagði ráðherra áherzlu á, að gott samstarf tækist milli ráðuneyt- isins, Hafnamálastofnunarinnar og Hafnasambands sveitarfélaga um málefni hafna. Einnig ávarpaði fundinn Ing- ólfur Stefánsson, fulltrúi Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands, og óskaði Hafnasambandinu heilla i störfum. Rannsóknir á sjávarkröftum Gísli Viggósson, rannsóknarverk- fræðingur hjá Hafnamálastofnun- inni, flutti á fundinum erindi með skýringarmyndum um rannsóknir á sjávarkröftum vegna hönnunar hafnarmannvirkja. Gat hann nýj- ustu rannsókna á öldumælingum, og útskýrði fyrir fundarmönnum, hvernig haga þyrfti rannsóknum á hraða, stefnu og orku haföldunnar við undirbúning hafnarmannvirkja. Samræming eyðublaða í veikindaforföllum Gunnars H. Ágústssonar, hafnarstjóra í Hafn- arfirði, gerði Gylfi Isaksson grein fyrir því starfi, sem þeir höfðu unn- ið til undirbúnings að samræmingu eyðublaða, sem hafnarstjórarnir þyrftu á að halda í starfi sínu. Fjármál hafna og gjaldskrár Gylfi ísaksson, verkfræðingur, lagði fram og skýrði greinargerð um fjárhagsstöðu og gjaldskrármál Itafna, sem lögð var fram á fund- inum. Fram kom i skýrslu þessari, að 40 milljón króna halli hefði orðið á rekstri hafnanna árið 1973, þrátt fyrir nýja gjaldskrá, sem öðlazt hafði gildi í byrjun þess árs. Sveit- arfélög lögðu með þessum höfnum úr sveitarsjóði 37.5 millj. króna árið 1973, og fyrirsjáanlegt þótti, Frá sctningu fundarins. Gunnar B. Guömurdsson i ræðustóli, en við borðið sitja Alexander Stefánsson, gjaldkeri stjórnarinnar; Stefán Jónsson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar; Einar Þ. Mathiesen, varafundarstjórl, og Halldór E. Sigurðsson, samgonguráðherra. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.