Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 25
að verulegur hallarekstur yrði á höfnunum árið 1974. Gylfi setti fram hugmynd um nýja flokkun hafna varðandi gjaldtöku, og yrði þá gengið út frá þeirri forsendu, að einungis vöruhafnir hafi mögu- leika á að standa undir fram- kvæmdakostnaði með eigin rekstr- artekjum, en að flestar fiskihafnir geti ekki aflað nægilegra tekna með gjaldskrárliækkun einni sam- an. Eigi að vera nokkur von til þess, að hafnarsjóðir fiskihafna standi undir sínum hluta stofn- kostnaðar, yrði að efla Hafnabóta- sjóð til mikilla muna, að áliti Gylfa. Könnun þessi náði til 40 hafna og Reykjavíkurhafnar að auki eða til 85% allra hafna á landinu. í greinargerðinni fylgdi m. a. greiðsluyfirlit allra þessara hafna á árinu 1973. Miklar umræður urðu á fund- jnum um þessi mál öll. Unnið við hafnir fyrir 900 milljónir 1974 Aðalsteinn Júlíusson, hafnamála- stjóri, skýrði m. a. frá því á fund- inum, að á árinu 1974 yrði unnið við hafnar landsins fyrir meira en 900 milljónir króna eða mun hærri fjárhæð heldur en á nokkru ári öðru fram til þessa. Einnig fjallaði hafnamálastjóri um væntanlega framkvæmdaáætlun um hafnir og brýndi fyrir sveitar- stjórnarmönnum að draga ekki úr hófi fram að senda Hafnamála- stofnuninni upplýsingar um fyrir- hugaðar hafnarframkvæmdir. Nýjar reglugerðir og gjaldskrár Á fundinum var borin upp og samþykkt tillaga, sem stjórnin lagði fram, um breytingar á nú- verandi ramma að hafnargjald- skrá, sem byggist á tillögu stjórn- arinnar um lestagjöld, bryggju- gjöld og vörugjöld, og var gert ráð fyrir sérstakri gjaldskrá fyrir hverja höfn, sem aðskilin væri við hafnarreglugerð. Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneyt- isstjóri, upplýsti, aðspurður, að ekki væri að óbreyttum lögum unnt að fallast á, að Hafnasam- bandið kæmi fram fyrir liönd ein- stakra hafna varðandi breytingar á gjaldskrám. Beiðnir um slíkar breytingar yrðu að berast frá höfn- unum. Árgjald til Hafna- sambandsins Samþykkt var á fundinum sú . breyting á lögum Hafnasambands- ins, að árgjald einstakra liafna til þess skuli ákveðast á ársfundi og miðast við íbúafjölda, þannig að samanlögð árgjöld nægi til þess að standa straum af kostnaði við rekstur sambandsins. Stjórn Hafnasambandsins skal leggja tillögu um árgjöld fyrir árs- fund. Ákveðið var, að tillögu stjórnar, að árgjöld sveitarfélaga til Hafna- sambandsins á starfsárinu 1974— 1975 yrðu sem hér greinir: Sveitarfélög með færri en 800 íbúa greiði 7.500 krónur, - tmeð 801- 2000 ibúu 15.000 krónur, — með 2001—10000 íbúa geiði 45.000 krónur, — með 10001—20000 íbúa greiði 60.000 krónur, - yfir 20000 íbúa greiði 150.000 krónur. Tillaga að fjárhagsáætlun sam- bandsins var lögð fram og sam- þykkt. Alexander Stefánsson, gjald- keri samltandsins, gerði grein fyrir henni. Niðurstöðutölur hennar eru kr 1.215 þús. krónur. Álverið í Straumsvík heimsótt Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaup- staðar bauð fundarmönnum til hádegisverðar í veitingahúsinu Skiphóli. Þar talaði Stefán Jóns- son, forseti bæjarstjórnar, af hálfu kaupstaðarins, en Gunnar B. Guð- mundsson, hafnarstjóri, þakkaði af hálfu fundarmanna. Að fundi loknum bauð Islenzka álfélagið fundarmönnum að skoða álverið í Straumsvík og hafnar- Frá fundinum. Fremslir sitja lalið Irá vinstri: Valdimár Bragason, bæjarstjóri á Dalvík og Alfreð Jónsson, oddviti I Grímsey. Handan borðsins sitja Áskell Einarsson, framkv.stjóri; Guðjón Stefánsson, framkv.stjóri; HörSur Þórhallsson, hafnarnefndarm., Húsavík; Haukur Harðarson, bæjarstjóri I Húsavlk; Jónas Ólafsson, sveltarstjórl, Þingeyri og GuSmundur Kristjánsson, bæjarstjórl i Bolungarvík. Lengst tll hægri Jónas Ellasson, prótessor Vi5 Háskóla íslands. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.