Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 29
g. Að greiða árlega 15 milljónir króna til Lána- sjóðs sveitarfélaga, sbr. lög nr. 35/1966. í sambandi við þennan lið er rétt að geta þess, að fyrir seinustu áramót var samþykkt á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um breyt- ing á 1. nr. 35/1966 um Lánasjóð sveitar- félaga, þar sem m. a. er gert ráð fyrir, að þetta framlag verði ekki framvegis þessi ákveðna fjárhæð, 15 milljónir króna, heldur 5% af brúttótekjum Jöfnunarsjóðs. Hér er um mjög verulega og ánægjulega eflingu Lánasjóðsins að ræða, því, ef miðað er við brúttótekjur Jöfnunarsjóðs árið 1973 hefði þetta framlag verið milli 40 og 50 millj. kr., og verulega hærri upphæð, ef miðað er við tekjur Jöfnunarsjóðs árið 1974. h. Að greiða útgjöld samkvæmt lögum nr. 54 6. apríl 1971, um Innheimtustofnun sveitar- félaga. Tekjur Jöfnunarsjóðs eru þessar: a. Framlag úr ríkissjóði, sem nemur 8% af sölu- skatti þeim, sem innheimtur er í ríkissjóð skv. lögum nr. 10/1960, um söluskatt, svo og 5% af verðtollstekjum ríkissjóðs, skv. lögum nr. 1/1970, um tollskrá o. fl. Framlagið greiðist Jöfnunarsjóði mánaðar- lega eftir á. b. Landsútsvör samkvæmt 10.—12. gr. laganna. Tekjur Jöfnunarsjóðs að frádregnum lögboðn- um útgjöldum, sem áður var minnzt á, koma til úthlutunar til sveitarfélaganna skv. ákvæðum 13. gr. laganna. Þetta framlag skal greitt þrisvar sinnum á ári, þ. e. fyrir 30. apríl, 30. september og 31. desember. Komist sveitarfélag í vanskil með greiðslur vegna veittra ríkisábyrgða, er ráðuneytinu heim- ilt að inna slíkar greiðslur af hendi af framlagi til sveitarfélagsins, eftir því sem til vinnst. Aukaframlag skal greiða til þeirra sveitarfélaga, sem að dómi félagsmálaráðuneytisins skortir tekj- ur til greiðslu lögboðinna gjalda eða óhjákvæmi- legra útgjalda, enda hafi þau lagt á fullt útsvar samkvæmt 25. gr. Heimilt er ráðuneytinu að krefjast þess, að þau sveitarfélög, sem slíkrar að- stoðar njóta, innheimti fasteignaskatt með álagi samkvæmt 3. mgr. 3. gr. (þ. e. 50% álagi). Félagsmálaráðuneytið skal hlutast til um ítar- lega athugun á fjárreiðum og álagningarreglum sveitarfélags, sem þarfnast aukaframlags. Slíkt aukaframlag skal eigi veita fyrr en að lokinni athugun og eftir að teknar hafa verið til greina þær aðfinnslur, sem athugunin hefur gefið tilefni til. Um greiðslu aukaframlags gildir ákvæðið um greiðslur vegna veittra ríkisábyrgða. Rétt er fyrir sveitarstjórnir að gera sér ljóst, að ætlunin með veitingu aukaframlags úr Jöfn- unarsjóði er að aðstoða sveitarfélagið til að koma endum saman, hvað snertir tekjur og gjöld sveit- arsjóðs. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er hér aðeins að halda sveitarfélaginu til lögskila, en ekki að veita fé til ólögbundinna framkvæmda í sveitarfélaginu. Ef fólksfækkun hefur orðið í sveitarfélagi næst- liðið ár, skal viðkomandi sveitarfélag fá sérstakt aukaframlag úr Jöfnunarsjóði, og skal það vera meðalútsvar á íbúa í landinu í heild næstliðið ár margfaldað með íbúafækkunartölunni. Árið 1974 urðu tekjur Jöfnunarsjóðs af sölu- skatti, aðflutningsgjöldum og landsútsvörum 1,4- 1,5 milljarður, en frá þeirri upphæð verður að draga ýmis sérframlög og lögboðin útgjöld, áður en reiknað er út framlag sjóðsins á íbúa. Þannig rennur t.d. fjórðungur landsútsvara — annarra en frá bönkum — óskertur til sveitarfélaga. Mannfjöldi á landinu var hinn I. desember 1973 samtals 213.499 og framlag á íbúa kr. 5.400,— eða samtals kr. 1.152.000.000,—. Lögboðin útgjöld sjóðsins hækkuðu verulega, og má þar helzt nefna Innheimtustofnun sveitar- félaga, en til hennar voru greiddar 123,6 millj. kr. á árinu. Fólksfækkunarframlög 1974 hækkuðu verulega, en þau eru reiknuð út þannig, að íbúafjölda lands- manna er deilt í heildarútsvör ársins. Þau voru á árinu 1974 kr. 4.545.771.010,— eða kr. 21.291,— á mann. Tala þeirra, sem sótt var um fólksfækkun- arframlög fyrir, var 732, eða 15,5 millj, kr. En ekki sóttu þó allir, sem rétt áttu á fólksfækkunar- framlagi. I því sambandi má einnig geta þess, að SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.