Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 31
lenzkra sveitarfélaga og formanni Stéttarsam- bands bænda. Stjórn Bjargráðasjóðs hefur á hendi stjórn sjóðsins og tekur ákvarðanir um afgreiðsl- ur á umsóknum um fyrirgreiðslu úr deildum sjóðsins, styrk- og lánveitingar. Árlegar tekjur Bjargráðasjóðs eru þessar sam- kvæmt 5. gr. laganna: a. Framlög sveitarfélaga, sem nema skulu kr. 50,00 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins, mið- að við þjóðskrá I. desember undanfarið ár. b. 0,25% af söluvörum landbúnaðarins, sbr. 2. gr. laga nr. 38 15. febrúar 1945, um stofnun búnaðarmálasjóðs. c. Framlag ríkissjóðs, sem nema skal saman- lögðum framlögum samkvæmt stafliðum a og b þessarar greinar. d. Vextir af fé sjóðsins. Tekjur sjóðsins skiptast þannig milli deilda: a. í almennu deild sjóðsins renna 75% af fram- lögum sveitarfélaga skv. 5. gr. a-lið og jafn- há fjárhæð af framlagi ríkissjóðs skv. 5. gr. c-lið, svo og vaxtatekjur sjóðsins. b. í búnaðardeild rennur allt framlag skv. 5. gr. b-lið, 25% af framlögum sveitarfélaga skv. 5. gr. a-lið og sá hluti af framlagi ríkis- sjóðs skv. 5. gr. c-lið, sem ekki rennur til almennu deildar sjóðsins skv. a-lið þessarar greinar. Framlög sveitarfélaganna innheimtir félags- málaráðuneytið með því að draga þau frá út- hlutun til þeirra úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Framlag ríkissjóðs greiðist með jöfnum, mán- aðarlegum greiðslum. Hlutverk almennu deildar sjóðsins er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar tjón á fasteignum og lausafé af völdum náttúruhamfara, svo sem óveðurs, flóða og vatnavaxta, skriðufalla, snjóflóða, jarðskjálfta og eldgosa. Hlutverk búnaðardeildar er að veita einstakl- ingum eða sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til a. að bæta meiri háttar tjón vegna búfjárdauða af völdum sjúkdóma eða af slysum, þegar gáleysi eiganda verður eigi um kennt; b. fóðurkaupa vegna grasbrests af völdum kulda, kals eða óþurrka til að afstýra óeðli- lega mikilli förgun búfjár; c. að bæta uppskerubrest á garðávöxtum; d. að veita fjárhagsaðstoð vegna verulegs af- urðatjóns á sauðfé og nautgripum. Fjárhagsaðstoð beggja deilda sjóðsins er ýmist fólgin í styrkveitingum eða veitingu vaxtalausra lána. Lánstími skal að jafnaði vera 5 ár. Ef um meiri háttar tjón er að ræða, er sjóðstjórn heim- ilt að veita fyrirgreiðslu eingöngu í formi styrkja. Ljóst er, að viðfangsefni Bjargráðasjóðs geta verið mjög mikilvæg og oft erfið úrlausnar. Sjóð- urinn hefur mikilvægu hlutverki að gegni í þjóð- félagi okkar og þarf vissulega að vera svo öflug- ur, að hann geti mætt þeim erfiðleikum, sem breytilegt árferði í landi okkar hefur svo oft í för með sér. Allir munum við kalskemmdirnar miklu á árunum 1966—1971. Vegna þessa mikla harðæris voru á þessum árum veittir styrkir og vaxtalaus lán úr Bjargráðasjóði að fjárhæð 240,2 millj. kr. Vegna óþurrkanna á Suðurlandi sum- arið 1969 voru veittir styrkir og lán úr Bjarg- ráðasjóði að fjárhæð 83 millj. kr. Úr almennu deild Bjargráðasjóðs voru veitt lán vegna hins mikla tjóns, sem hlauzt af óveðr- inu 23. og 24. september 1973. Lán þessi, sem voru vaxtalaus til 5 ára, voru veitt sveitarfélög- um, sem endurlánuðu þau tjónaþolum. Alls hef- ur verið lánað úr almennu deild sjóðsins vegna þessa óveðurstjóns kr. 30.375.000 (þar af 27 millj. kr. í árslok 1973). Til að gefa svolitla hugmynd um tekjur Bjargráðasjóðs, skal þess getið, að ár- ið 1973 voru brúttótekjur almennu deildarinnar um 15 millj. kr., en búnaðardeildar um 25 millj. kr. Lán til landakaupa Gildandi lög um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa eru nr. 41 frá 1963 með síðari breytingum. í þeim lögum er SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.