Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 33
Dr. JÓHANNES NORDAL, seðlabankastjóri: FRAMTÍÐARÞROUN RAFORKUKERFISINS Erindi flutt á miðsvetrarfundi Sambands íslenzkra rafveitna 4.—5.marz 1975. Inngangur Orkumálin eru um þessar mundir ofarlega á baugi hvarvetna í heiminum. Með u.þ.b. fjór- földun á verði olíu fyrir rúmlega ári var verð- hlutföllum í orkubúskap heimsins raskað stór- lega og um leið efnahagsstöðu allra þeirra ríkja, sem háð eru innfluttri orku. t kjölfar þessara breytinga hafa ríkisstjórnir um allan heim tekið stefnu sína í orkumálum til rækilegrar endur- skoðunar með það fyrir augum að draga úr notkun innfluttra orkugjafa, auka framleiðslu innlendrar orku og bæta með þessu hvorutveggja jafnvægið í orkubúskap sínum. Hafa margar þjóðir nú þegar sett eða eru í þann veginn að setja sér ákveðin tímamörk í þessu efni. íslendingar eru í hópi þeirra þjóða, sem eiga yfir að ráða orkulindum langt umfram þarfir sínar nú og um alllanga framtíð. Með nýtingu þessara auðlinda ættu þeir því að geta búið við hagkvæmari orkubúskap en flestar þjóðir aðrar, þegar til lengdar lætur. Hér er hins vegar sá hængur á, að orkulindir okkar eru fábreyttar, og þær geta ekki á núverandi tæknistigi komið, nema að litlu leyti, í stað þeirrar innfluttu orku, einkum olíu, sem við nú þurfum að kaupa við svo háu verði. Eigi orkubúskapur okkar að kom- ast í betra jafnvægi í framtíðinni, verðum við að gera hvort tveggja í senn, stuðla að notkun innlendrar orku í stað innfluttrar, þar sem það er hagkvæmt, en nýta jafnframt orkulindir okkar til iðnaðaruppbyggingar og gjaldeyrisöflunar í sem ríkustum mæli. í þessu erindi hef ég reynt að draga upp nokkra mynd af hugsanlegri þróun raforkumála hér á landi næstu 10 árin í ljósi þeirra viðhorfa, sem blasa við í orkumálum. Fyrir mér vakir ekki að leggja fram neitt, sem kalla mætti áætlun um þróunina í þessum efnum, heldur eru hér settar fram hugmyndir í því skyni, að menn geti betur áttað sig á þeim kostum, sem um er að velja, og eðli þeirra ákvarðana og stefnumörkunar, sem vinna verður að á næstunni. Ég held, að enginn vafi sé á því, að hvergi sé meiri þörf á langtímaspám og áætlanagerð en í orkumálum. Ástæðurnar liggja fyrst og fremst í því, að undirbúningur og bygging orku- vera tekur lengri tíma en flestra mannvirkja annarra. Reynslan af undirbúningi stórvirkjana hér á landi sýnir, að það líða ekki minna en 8—10 ár, frá því að hafnar eru fyrstu athuganir á virkjunarstað og þangað til orkuframleiðsla getur hafizt. Það verður því að taka ákvarðanir SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.