Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 36
meðal möguleikum til stórvirkjana á Aust- urlandi. Hugmynd um þróun orkuöflunarkerfisins Til þess að unnt sé að vinna markvisst að þeim markmiðum, sem hér hafa verið sett fram, er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir ákveðn- um atriðum, sem nú skal greina. í fyrsta lagi eru aðeins örfáir virkjunarstaðir landsins þegar fullkannaðir. Er því víðast þörf tímafrekra rannsókna, t.d. að því er varðar jarð- fræði, vatnafræði og náttúruverndarmál, áður en hægt er að meta hagkvæmni virkjunarstaða. Þetta veldur því, að þeir staðir, sem ekkert eða lítið hafa verið rannsakaðir hingað til, koma varla til greina sem virkjunarstaðir á næstu tíu árum. Einungis þetta atriði hefur það í för með sér, að kostir um virkjunarframkvæmdir hér á landi á næstu tíu árum eru fáir, en þó fleiri en til greina kemur að framkvæma. Ég ætla ekki að rekja hér alla þá kosti, sem fyrir hendi eru, en bendi á, að sjálfsagt er að halda öllum leiðum opnum í lengstu lög, áður en endanleg ákvörðun um virkjun er tekin. í öðru lagi er mjög æskilegt, að í hvert sinn, sem ákvörðun um nýja virkjun er tekin, séu til nokkrir kostir að velja á milli, þannig að svig- rúm gefist til að velja þann kost, sem hagkvæm- astur er, miðað við markaðshorfur á hverjum tíma. Hins vegar verður að hafa í huga, að það er ákaflega dýrt að koma virkjunarundirbúningi á það stig, að um raunhæfan samanburð milli kosta geti verið að ræða. Því er nauðsynlegt að takmarka af fjárhagsástæðum fjölda þeirra kosta, sem valdir eru hvert sinn til endanlegs saman- burðar. I þriðja lagi verða menn að hafa í huga, að of miklar vangaveltur geta kostað mikla peninga, ef þær leiða til þess, að ekki sé tekin ákvörðun um lokahönnun í tlma. Með þessi atriði í huga vík ég mér þá að því að lýsa því, hvernig ég tel, að ná megi þeim 138 markmiðum, sem sett voru fram hér að framan. Ég hef valið að skipta þessu 10 ára áætlunar- tímabili í tvo hluta, annars vegar næstu 5 ár, þ.e.a.s. 1975—1979, en hins vegar tímabilið 1980 —1984, að báðum meðtöldum. Á fyrri hluta 10 ár tímabilsins, þ.e.a.s. á ár- unum 1975—1979, eru þær einar virkjunarfram- kvamadir hugsanlegar, sem þegar hafa verið full- ákveðnar eða fullundirbúnar. Ef ég held mér eingöngu við meiri háttar virkjanir, en sleppi smávirkjunum, sem hvort eð er hafa lítil áhrif á heildarmyndina er á þessu tímabili aðeins um að ræða þrjár virkjanir, Sigölduvirkjun, sem þeg- ar er í byggingu, Kröfluvirkjun, sem fram- kvæmdir munu hefjast við á þessu ári, og Hraun- eyjarfossvirkjun, sem bráðlega er tilbúin til út- boðs, og gæti orðið fullbúin árið 1979, ef fram- kvæmdir hefjast ekki síðar en á næsta ári. Til þess að nýta sem bezt hina stóru virkjunar- áfanga, sem framundan eru bæði á Norður- og Suðurlandi, virðist ástæða til þess að leggja áherzlu á það, að á þessu næsta 5 ára tímabili að koma á tengingu allra landshluta við megin- orkuöflunarkerfið. Hér er um að ræða þrjár höfuðtengilínur. 1 fyrsta lagi hina svokölluðu byggðalinu milli Norðurlands og Suðurlands og allt til Kröflu. f öðru lagi línu frá Kröflu til Austurlands, en hún ætti mjög að styrkja raf- orkuöflun þessara tveggja landshluta, enda er gert ráð fyrir henni í lögum um Kröfluvirkjun, og að lokum tengingu Vestfjarða við byggðalin- una. Ég ætla ekki að reyna að leggja neinn dóm á það að þessu sinni, hver sé æskileg tímasetn- ing þessara línulagninga, hverrar fyrir sig. Ef hægt er að ljúka Kröfluvirkjun innan tveggja ára eða svo, virðist liggja mest á því, að sterk tengsl komist á milli hennar og allra byggða á Norðurlandi. Hins vegar hafa allar þessar línur miklu hlutverki að gegna til þess að tryggja öllum landshlutum hagkvæma og örugga orku, en þær munu auk þess ásamt því varaafli, sem þegar er búið að setja upp víða um land, auka mjög á öryggi raforkukerfisins alls staðar á landinu. Á síðari hluta tímabilsins, þ.e.a.s. á árunum 1980—1984, er að sjálfsögðu um mun fleiri kosti að velja í virkjunarframkvæmdum. Menn verða SVEITARSTJ Ó RNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.