Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 38
virkjunum við Hrauneyjarfoss, í Blöndu, á Hengilssvæðinu og við Sultartanga á næsta 10 ára tímabili. Með tilliti til styrkingar kerfisins, ef úr stóriðju verður á Norðurlandi, kemur sterklega til álita að koma á viðbótartengingu milli Norður- og Suðurlands með háspennulínu um Sprengisand frá Sigöldu að Kröflu, ella þyrfti að koma til meira varaafl á Akureyrar- svæðinu. Séu myndir 1 og 2 skoðaðar ásamt línuriti 2, er hægt að sjá stærð og orkuvinnslugetu þeirra virkjana, sem ég hef nefnt. Spenna á orkuflutn- ingslínum er ekki sýnd, en hugsanlegt er að leggja línu frá Hrauneyjarfossi að Grundar- tanga fyrir 400 KV spennu, en línu milli Kröflu og Þjórsársvæðisins fyrir 220 KV. Allar aðrar línur, sem sýndar eru á myndunum, gætu lík- lega verið 130 KV. Ég vil enn, áður en lengra er haldið, ítreka það, að sú hugmynd um virkjunarröð og lagn- ingu háspennulína, sem hér er fram sett, er að- eins hugsuð sem ábending um eina leið af þeim markmiðum, sem ég hef hér talið æskilega. Ræki- legar hagkvæmnisathuganir þarf að gera, áður en lokaákvarðanir eru teknar, bæði varðandi virkjanir og línulagnir. Þessi hugmynd um þróun kerfisins næstu 10 ár ætti hins vegar að geta komið að gagni við þá ákvörðunartöku, sem framundan er bæði um framkvæmdir og rann- sóknir í raforkumálum. Ég mun nú snúa mér að því að ræða þessa hugmynd nánar og líta þá fyrst á líklega orku- þörf á næstu 10 árum og þá orkuvinnslugetu, sem þarf til að uppfylla hana. Orkuþörf og orkuvinnslugeta Orkuþörf hinna einstöku landshluta hefur verið áætluð fram til ársins 1985. Orkuspáin er sýnd á línuriti 1, og sýnir hún orkuþörf í orku- veri, Rétt er að fara nokkrum orðum um orku- spána, þar sem ýmis atriði hennar þarfnast nán- 140 ari skýringar. Ég vil þá fyrst taka það fram, að orkuspáin er unnin af Landsvirkjun, en hliðsjón hefur verið höfð af orkuspám annarra, eftir því sem til hefur náðst. Einnig hefur orkuspáin verið borin sam- an við hugmyndir Orkustofnunar hér að lútandi, og reyndist spáin vera í samræmi við þær. Spáin gerir ráð fyrir, að allt landið verði full- rafvætt frá samtengdu kerfi á tímabilinu, og að orkunotkun mæld hjá notanda verði komin upp undir 5000 kWh á hvern íbúa á ári að meðal- tali á hinum almenna markaði árið 1985. Reikn- að er með, að hlutfallsleg fólksfjölgun verði nokkurn veginn sú sama í öllum landshlutum. Hinn almenni markaður er skiígreindur sem heimilisnotkun án húshitunar, iðnaður, annar en stóriðja, og öll önnur notkun, svo sem til lýs- ingar, fiskvinnslu, búrekstrar o.fl. Til samanburð- ar má geta þess, að þessi markaður var u.þ.b. 2500 kWh á íbúa árið 1973. í Noregi er sam- svarandi markaður nú 5000—6000 kWh á íbúa og í Svíþjóð 4000—5000 kWh á íbúa. 1 orkuspánni er gert ráð fyrir, að húshitun með raforku geti náð 85% af hámarksmarkaðn- um árið 1985. Hefur þessi notkun verið áætluð, eins og um beina rafhitun væri að ræða, en það gefur mestu hugsanlega notkun. Hér er rétt að taka það fram, að enn hefur ekki farið fram fullnaðarúttekt á því, hvernig rafhitunarmálin verða leyst hér á landi. Koma mun til greina, að í þéttbýli verði komið upp blönduðum kerf- um, þ.e. hitaveitum, sem notuðu að mestu raf- orku, en í rafmagnsskorti og e.t.v. á hæstu álags- toppum olíu. Þá hefur verið talað um varma- dœlur, en þær munu geta minnkað raforku- notkun mjög verulega, þar sem einhver lághiti væri til staðar, og reyndar víðar, ef notkun þeirra yrði útbreidd. Eins og sést af þessu, er enn mjög óvíst, hver húshitunarmarkaðurinn verður raun- verulega, mældur í raforkuþörf. Kemur þar líka til, að hugmyndir eru sífellt að breytast um það, hvaða staðir kunna að njóta jarðvarmaorku til húshitunar í framtíðinni. Eins og sést af því, sem hér hefur verið rakið, er orkuspáin nokkuð óörugg, en telja má líklegt, að hún sýni nokkurn veginn örasta vöxt hins almenna markaðar ásamt húshitun, sem nú er SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.