Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 44
bótarorku, sem til félli á næstu 10 árum, ef um- ræddar hugmyndir yrðu að veruleika. Sé reiknað með 10% vöxtum og 10% orkurýrnun í flutnings- kerfinu, er lauslega áætlað, að kostnaðarverð til dreifiveitnanna hvarvetna um landið yrði 13— 14 mills á kWh, þar af um 3 mills á kWh vegna orkuflutnings. Kostnaðarverð til stóriðju, sem hefði mun lengri nýtingartíma, mundi verða all- miklu lægra. Ekki er of mikið upp úr tölum sem þessum leggjandi, en þó benda þasr til þess, að um tiltölulega hagkvæmar framkvæmdir sé að ræða, miðað við orkuverðið í heiminum í dag. Þá er einnig nauðsynlegt að hafa í huga að þessar hugmyndir gera ráð fyrir því, að mikl- um fjármunum verði varið á næstu 10 árum til þess að auka öryggi raforkukerfisins úti um land- ið og jafna aðstöðu landshlutanna í raforku- málum. Eftir að Jrví marki hefur verið náð, ætti áframhaldandi uppbygging kerfisins að vera hag- kvæmari. Hér er því að nokkru leyti um félags- legan kostnað að ræða, sem ekki á að þurfa að endurtaka. Ekki hefur heldur í þessum tölum verið tekið tillit til þess, að með samtengingu kerfisins og byggingu fárra, stórra og hagkvæmra orkuvera, hverfur úr sögunni mjög óhagkvæm orkuframleiðsla víða um land. ast lengur en flest önnur mannvirki, og eru því traustur grundvöllur fyrir velmegun þjóðar- innar langt fram í tímann. Jafnframt er mikil- vægt, að áframhaldandi uppbygging orkufram- leiðslunnar verði ekki um of fjármögnuð með erlendu lánsfé, heldur verði lagt til hennar veru- legt eigið fé af heildarsparnaði þjóðarinnar sjálfrar. Ég er á þennan fund kominn sem fulltrúi Landsvirkjunar. Á þeim tæplega 10 árum, sem liðin eru frá stofnun hennar, hefur mikilvægum áföngum verið náð í raforkuframleiðslu á Suð- vesturlandi. Á þessu tímabili hefur Landsvirkjun einnig komið sér upp ágætu starfsliði, sem er orðið sérhæft í öllu, sem lýtur að virkjunar- og orkuveituframkvæmdum, og öðru, er varðar undirbúning og rekstur orkukerfa. Það er von min, að Landsvirkjun geti á ncestu 10 árum lagt sitt af mörkurn til þess að byggja uþp öflugt raforkukerfi, er nái til allra landshluta. Lokaorð Ég er þá kominn að lokum þessa erindis. 1 Jdví hef ég reynt að setja fram með skipulegum hætti ákveðnar hugmyndir um þróun raforku- kerfisins næstu 10 árin. Þótt þessar hugmyndir séu enn byggðar á ófullnægjandi upplýsingum, tel ég þær á engan hátt óraunhæfar sem um- ræðugrundvöll og til viðmiðunar við ákvörð- unartöku á næstunni. Það er eindregin skoðun mín, sem að vissu leyti byggist á persónulegu mati, að svo ör uppbygging orkuframleiðslunn- ar sé hagkvæm og æskileg frá sjónarmiði þjóðar- búsins í heild. Með aukinni nýtingu innlendra orkugjafa munum við bæði skapa þjóðinni auk- ið öryggi og stuðla að vaxandi iðnvæðingu og gjaldeyrisöflun. Á móti hinum mikla fjármagns- 146 kostnaði raforkuvera kemur það, að þau end- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.