Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 45
FRÁ SAMTÖKUM SVEITARFÉLAGA í VESTURLANDSKJÖRDÆMI Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi fyrir starfsárið 1973—1974 var haldinn í Munaðarnesi í Stafholtstungna- hreppi dagana 1. og 2. nóvember 1974. Alexander Stefánsson, formaður samtakanna, setti fundinn, bauð velkomna gesti og þingfulltrúa og alveg sérstaklega Gunnar Thor- oddsen, félagsmálaráðherra og Hall- dór E. Sigurðsson, samgöngumála- ráðherra. Fundarstjórar voru Jón Þór Jón- asson, oddviti Stafholtstungna- hrepps, og Jón Þórisson, oddviti Reykholtsdalshrepps, en fundar- ritarar Hermann Hjartarson, hreppsnefndarmaður í Ólafsvík og Jónas Gestsson, sveitarstjóri í Nes- hreppi utan Ennis. Eundinn sátu 46 fulltrúar úr 29 af 39 sveitarfélögum á sambands- svæðinu svo og 23 gestir, áður- greindir ráðherrar, alþingismenn kjördæmisins, sýslumenn svæðisins og bæjarfógetinn á Akranesi, emb- ættismenn Framkvæmdastofnunar og Þjóðhagsstofnunar, fulltrúar annarra landshlutasamtaka, rit- stjóri Sveitarstjórnarmála og fleiri. Ávörp á fundinum Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra, flutti við fund- arsetningu ávarp og ræddi m. a. skipulag raforkumála og áform um 13400 kw raforkuver við Kljáfoss í Hvítá í Borgarfirði. Unnar Stefánsson, ritstjóri, flutti ávarp Páls Líndals, formanns Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, í veikindaforföllum iormanns, og var þar einkum fjallað um stöðu landshlutasamtakanna. Ásgeir Pétursson, sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, flutti fundinum kveðjur stjórnar Anda- kílsárvirkjunar og skýrði frá hug- myndum stjórnarinnar um tilhög- un orkuvers við Kljáfoss. Brynjólfur Sveinbergsson, for- maður Fjórðungssambands Norð- lendinga, bar fundinum kveðjur norðlenzku samtakanna, og Axel Jónsson, framkvæmdastjóri SASIR, flutti fundinum árnaðar- óskir samtaka sinna. Skýrsla stjórnar Alexander Stefánsson, formaður SSVK, flutti skýrslu stjórnar um helztu verkefnin á starfsárinu, um endurskoðun sveitarstjórnarlag- anna og fræðslumál, um gerð Vest- urlandsáætlunar og hlutdeild sam- takanna í framvindu ýmissa mála- flokka á Vesturlandi, svo sem raf- orkumála, ferðamála, gatnagerðar, húsnæðismála, brunavarna og heil- brigðismála, svo nokkuð sé nefnt. Stjórnin hafði haldið 9 stjórnar- fundi, nokkra fundi úm einstök sérmál og átti frumkvæði að stofn- un Náttúruverndarsamtaka Vestur- lands, sem stofnuð voru í Borgar- nesi 4. maí 1974. Formaður gerði einnig grein fyrir afskiptum sam- takanna af rannsóknum á leir við Búðardal og á steinefnum vegna framleiðslu olíumalar til gatna- gerðar. Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, lagði fram og skýrði endurskoðaða reikn- inga SSVK og tillögu að fjárhags- áætlun fyrir komandi starfsár. Byggðaáætlun fyrir Vesturland Tómas H. Sveinsson, viðskipta- fræðingur í Framkvæmdastofnun ríkisins, flutti erindi um byggða- þróunaráætlun Vesturlands, eink- um að því er snertir samgöngur. Sigurður Gústafsson, hagfræð- ingur í Framkvæmdastofnun ríkis- ins, gerði grein fyrir mannfjölda- og mannaflaþróun, atvinnusam- setningu og tekjumyndun á Vestur- landi í samanburði við aðra lands- hluta. Magnús G. Björnsson, skipulags- arkitekt, Framkvæmdastofnun rík- isins, flutti erindi um húsnæðis- áætlanir, bygginga- og skipulags- mál sem þætti i byggðaþróun. Fjölmargar töflur voru lagðar fram á fundinum til skýringar því efni, sem fulltrúar Framkvæmda- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.