Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 46
stofnunarinnar fjölluðu um á fund- inum. Njörður Trygguason, verkfræð- ingur á Verkfræði- og teiknistof- unni, Akranesi, flutti á fundinum erindi um orkumál Vesturlands og Jóhannes Ingibjartsson, bygg- ingaverkfræðingur í sama fyrir- tæki, flutti erindi um heilbrigðis- Jrjónustu á Vesturlandi. Fram kom á fundinum, að Verkfræði- og teiknistofunni s/f á Akranesi hef- ur verið falið að gera áætlun um Iieilbrigðis- og orkumál á Vestur- landi sem hluta af Vesturlands- áætlun. Bjarni Bragi Jónsson, forstöðu- maður Áætlanadeildar Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, gerði grein fyrir því starfi, sem unnið er að áætlunargerð fyrir Vesturland. Einnig svaraði hann nokkrum fyr- irspurnum fundarmanna. Starfsnefndir á fundinum Auk kjörnefndar voru kosnar til starfa á fundinum þrjár nefndir, félags- og menntamálanefnd, fjár- hags- og allsherjarnefnd og sam- göngu- og orkumálanefnd. Voru þær skipaðar 7 til 8 fulltrúum hver. Nefndir störfuðu að kvöldi fyrri fundardagsins og að morgni hins síðari, en þá hófst fundur kl. 13.30 með því að nefndir skiluðu áliti. Ársreikningar og fjárhagsáætlun Lúðvik Þórarinsson, hrepps- nefndarmaður í Ólafsvík, mælti fyrir áliti fjárhags- og allsherjar- nefndar fundarins. Nefndin lagði m. a. til, að árs- reikningar samtakanna og tillaga að fjárhagsáætlun yrðu samþykkt, og var það gert síðar á fundinum. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings frá 8. 11. 1973 til 31. 10. 1974 eru kr. 3.214.780,80 og efnahags- reiknings pr. 31. 10. 1974 kr. 2.011.797,20. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar samtákanna starfsárið 1974— 1975 eru kr. 4.150.000,00. í áætlun- inni er gert ráð fyrir, að hvert sveitarfélag í landshlutanum greiði 2.000 króna fastagjald og að auki 50 krónur af hverjum þegni sveit- arfélagsins. Vesturland sérstakt læknishérað Lúðvík Þórarinsson gerði einnig grein fyrir öðrum tillögum, sem fjárhags- og allsherjarnefnd lagði fram á fundinuin, og voru þær all- ar samþykktar. Fara þær hér á eftir: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi 1974 samþykkir að beina þeim ein- dregnu tilmælum til þingmanna Vesturlandskjördæmis, að þeir beiti sér fyrir þeirri breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, að Vesturlandskjördæmi verði sérstakt læknishérað, aðsetur héraðslækn- is verði á Akranesi og að þar verði miðstöð heilbrigðismála í kjördæm- inu. Jafnframt verði lögð mikil áherzla á að hraða uppbyggingu heilsugæzlustöðva á Vesturlandi." Handslökkvitæki á hverjum bæ „Aðalfundur SSVK 1974 felur stjórn samtakanna að koma á og efla samstarf sveitarfélaga um brunavarnir og eftirlit með þeim. Fundurinn bendir sérstaklega á nauðsyn þess, að handslökkvitæki verði til á hverjum bæ í dreifbýli.“ Fræðslufundir með sveitarstjórnarmönnum „Aðalfundur SSVK 1974 beinir þeim tilmælum til stjórnar sam- takanna, að hún, eða í samvinnu við Samband íslenzkra sveitarfé- laga, gangist fyrir fræðslufundum og námskeiðum fyrir sveitarstjórn- Hluti sumarhúsa í svokölluðu Stekkjarhólshverfi í Munaðarnesi, sem tekin voru I notkun í ágúst 1974. í Munaðarnesi hafa nú risið samtals 68 hús félaga oplnberra starfsmanna. Þar á meðal eiga starfsmannafélög kaupstaðanna nokkur hús; bœjarstarfsmenn á ísáfirði eiga 1, á Akranesi 2, á Akureyri 2, í Hafnarfirði 2, Húsavík 2, í Kópavogi 2, f Vestmanna- eyjum 2, á Siglufirði hálft og í Reykjavík 11 hús. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.