Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 50
SASÍR 10 ÁRA Hinn 10. nóvember 1974 voru 10 ár frá því að Samtök sveitarfé- laga í Reykjanesumdæmi voru stofnuð, en það voru fyrstu sam- tökin, sem sveitarstjórnir stofnuðu til sín á milli, eftir að núgildandi kjördæmaskipan var upp tekin ár- ið 1959. Var þessa minnzt á aðal- fundi samtakanna, sem haldinn var í félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi 30. nóvember s.l., og fundin- um barst heillaskeyti frá Hjálmari Ólafssyni, fyrsta formanni sarntak- anna. Sigurður Sigurgeirsson, bæjar- stjóri, fráfarandi formaður SASÍR, setti fundinn. Fundarstjóri var kosin Salome Þorkelsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi í Mosfellshreppi, og fundarritari Garðar Sigurgeirs- son, sveitarstjóri í Garðahreppi. Aðalfundinn sátu 32 af 39 kjörn- um fulltrúum fyrir 14 af 15 sveit- arfélögum á félagssvæðinu, flestir alþingismenn Reykjaneskjördæmis, Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri í Reykjavík, Ölvir Karlsson, odd- viti, af hálfu Sambands íslenzkra sveitarfélaga og nokkrir fleiri gest- ir, þ. á m. ritstjóri Sveitarstjórnar- mála. Ávörp á fundinum Gunnar Thoroddsen, félagsmála- ráðherra, flutti ávarp við setningu fundarins. Fjallaði liann m. a. um staðgreiðslu útsvara og skýrði frá því, að hann myndi skipa nefnd manna til að fjalla um það mál. Einnig fjallaði hann um aðra þætti varðandi efnahag og lánsfjármál sveitarfélaga. Ráðherrann kvaðst telja eðlilegt, að Lánasjóður sveit- arfélaga fengi til útlána til sveitar- félaganna það fjármagn, sem Byggðasjóður treystist til að lána sveitarfélögum til gatnagerðar. Loks fjallaði ráðherrann um hita- veitu til Suðurnesja. Ölvir Karlsson, oddviti, stjórnar- maður í Sambandi íslenzkra sveit- arfélaga, flutti fundinum kveðjur sambandsstjórnar og frá Sambandi sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi, °g Eggert Jónsson, borgarhagfræð- ingur, bar fundinum kveðjur Reykjavíkurborgar. Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra Sigurgeir Sigurdsson, fráfarandi formaður, og Axel Jónsson, fram- kvæmdastjóri, fluttu fundinum skýrslur um starfsemi samtakanna á liðnu starfsári. Sigurgeir skýrði m. a. frá því, að Frá aðalfundinum, talið frá vinstri: Garðar Sigurgeirsson, sveitarstjóri i Garðahreppi; Axel Jónsson, framkvæmdastjóri SASÍR; Slgurður Heigason, bæjarfulltrúl I Kópavogl, og handan ræðustólsins Salome Þorkelsdóttlr, Mosfellshreppi og Slgurgeir Slgurðsson, bæjarstjóri, fráfarandl formaður. Á myndlnni til hægrl tallð frá vinstrl: Gunnar Jónsson, Sandgerði; Kári Sæbjörnsson, Sandgerði; Vilhjálmur Skúla- son, Hafnartirðl; Árni Grétar Finnsson, Hafnarfirði; attar sér á Guðmund Hauksson, sveltarstjóra i Vatnsieysustrandarhreppl; sfðan sér framan á bæjarfulltrúana Oliver Steln Jóhannesson og Stefán Jónsson I Hafnarflrði. Lengst til hægri sér á ritstjóra Sveltarstjórnar- mála og Sfefni Helgason, bæjarfulltrúa i Kópavogl. (LJósmyndastota Vigfúsar Sigurgelrssonar). SVEITAR STJ Ó RNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.