Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 51
samtökin hefðu fengið fyrirheit um lóð í væntanlegum miðbæ Garða- hrepps undir skrifstofuhúsnæði. Einnig fjallaði hann um helztu verkefni samtakanna. M. a. gat hann þess, að Axel Jónsson gegndi nú hálfu starfi sem framkvæmda- stjóri hjá SASÍR, en Þórhannes Axelsson, sonur hans, hefði verið ráðinn til starfs hjá samtökunum. Axel Jónsson, framkvæmdastjóri, gerði grein fyrir helztu verkefnum samtakanna á starfsárinu. Sagði hann m. a. frá byggingu Krísuvík- urskólans og ræddi ýmis atriði grunnskólalaganna. Þá lagði hann fram og skýrði ársreikninga samtakanna frá 1. 10. 1973 til 30. 9. 1974 svo og tillögu að fjárhagsáætlun. Miklar umræður urðu á fundin- um i framhaldi af skýrslu stjórnar. Umræður snérust m. a. um stöðu samtakanna, verkefnaval og upp- byggingu þeirra. Allir fulltrúar Hafnarfjarðarkaupstaðar tóku til máls í þeim umræðum. Mæltu þeir gegn auknum umsvifum samtak- anna og lýstu sig andvíga lögfest- ingu landshlutasamtakanna al- mennt. Kynntu þeir ályktun, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafði nýlega gert um það efni. Bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar- kaupstaðar lögðu m. a. áherzlu á það í ræðum sínum, að kosninga- fyrirkomulagi til aðalfunda sam- takanna yrði að breyta, ef þeim yrði falin meðferð stjórnsýsluverk- efna og kosning fræðsluráðs. Yrði þá að taka fullt tillit til mismun- andi íbúafjölda sveitarfélaganna til þess að byggðarleg og pólitísk sjónarmið fengju notið sín. Einnig gagnrýndu þeir ýmis ákvæði grunn- skólalaga, sem þeir töldu andsnúin hagsmunum sveitarfélaga, sem haft hefðu fræðsluskrifstofu. Árni Grét- ar Finnsson taldi fulla þörf á þrem- ur fræðsluskrifstofum í Reykjanes- kjördæmi í stað einnar, sem lögin mæltu fyrir um. Þyrftu þær að vera í Kópavogi, í Hafnarfirði og í Keflavík, og þjónaði sú sveitarfé- lögunum á Suðurnesjum. Kosningu fræðsluráðs frestað í beinu framhaldi af þessum um- ræðum urðu allmikil orðaskipti um skipan fræðsluráðs og tilhögun kosningar til þess. Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi, kvaðst ekki vilja una því fyrir hönd 11000 Hafnfirðinga, að atkvæði kaup- staðarins vægi ekki þyngra en at- Jóhann Ejnvarðsson, lormaSur SASlR. kvæði tveggja 200 íbúa hreppsfé- laga. „Fámennu hreppsfélögin geta ekki vænzt þess að halda fullu jafn- rétti við fjölmennustu sveitarfélög- in í mikilvægum kosningum, ef landshlutasamtökin fá í hendur völd og stjórnsýsluverkefni," sagði Árni Grétar Finnsson. Haukur Helgason, bæjarfulltrúi, lagði áherzlu á, að taka verði tillit til bæði mismunandi íbúafjölda og mismunandi stjórnmálaviðhorfa, ef samstarf eigi að haldast gott. á vettvangi landshlutasamtakanna. Niðurstaða þessara umræðna var sú, að kosning fræðsluráðs var tek- in af dagskrá fundarins, enda álið- ið kvölds og viðstaddir 26 af 39 fulltrúum á fundinum, þegar um- ræðu um þetta mál lauk. Athugun á stöðu sjávarútvegs Helgi Þórðarson, verkfr., og Hannes Valdimarsson, verkfr., fluttu á fundinum erindi um stöðu sjávarútvegs í umdæminu. Sérstak- lega tóku þeir til meðferðar Sand- gerði, hafnaraðstöðu þar og útgerð. Lýstu þeir fiskvinnslufyrirtækjum, vinnslugreinum, afurðum og verð- mæti, en þeir hafa gert á vegum samtakanna eins konar úttekt á stöðu sjávarútvegsins i umdæminu. Könnun skólamála Helgi Jónasson, fræðslustjóri í Hafnarfirði, gerði grein fyrir niður- stöðum könnunar, sem hann hefur gert ásamt Þórhannesi Axelssyni á stöðu skólamála í umdæminu. Könnun þessi tekur til 18 skóla á svæðinu og sýnir m. a. hvernig hús- næði einstakir skólar búa við, mið- að við nemendafjölda og viður- kennd norm. Lagt var fram yfir- lit, er sýnir, að margir skólar um- dæmisins búa við mjög þröngt hús- næði. Málefni aldraðra Þórhannes Axelsson og Þór Hall- dórsson, yfirlæknir á Sólvangi í Hafnarfirði, lýstu niðurstöðum rannsóknar, sem þeir hafa gert á högum aldraðra í Reykjanesum- dæmi. Auk þeirra er starfandi á vegum samtakanna fimm manna nefnd, sem á að gera tillögur um þjónustu við aldraða á svæðinu. Könnun þessi er gerð til undir- búnings slíkri tillögugerð. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.