Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 54

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 54
„Þing Landssambands slökkvi- liðsmanna (LSS) haldið að Höfn í Hornafirði 5. og 6. október 1974, skorar á sveitarstjórnir og þá, er hlut eiga að máli, að samþykkja þær lágmarkskröfur, sem farið hef- ur verið fram á til handa lausráðn- um slökkviliðsmönnum, en þó þannig, að þau félög, er náð hafa betri samningum, haldi sínu ó- skertu." Öruggari símaþjónusta í strjálbýli Þingið gerði svofellda ályktun um símaþjónustu: „Þing LSS 1974 fer þess á leit við Landssíma íslands, að stórbætt verði símaþjónusta úti á lands- byggðinni, þannig að tafarlaust sé unnt að ná til slökkviliða eða björg- unarsveita í neyðartilfellum." Tollar af slökkvitækjum felldir niður Svofelld ályktun var gerð um tollamál: „Þing Landssambands slökkvi- liðsmanna 1974 skorar á ríkisstjórn- ina að fella niður alla tolla og að- flutningsgjöld af björgunar- og slökkvitækum til eflingar öryggis." Stjórn LSS í stjórn Landssambands slökkvi- liðsmanna voru kjörnir Guðmund- ur Haraldsson, formaður; Ármann Pétursson, Reykjavík, varaformaður og aðrir í stjórn Þorsteinn Ingi- mundarson, Reykjavík; Marinó Bóas Karlsson, Reykjavíkurflug- velli; Guðmundur Jörundsson, Ak- ureyri; Stefán Teitsson, Akranesi og Bjarni Eyvindsson, Hveragerði. KÖNNUN Á MENNINGAR- MÁLUM Á AKUREYRI Á miðju ári 1974 hófst á Akur- eyri könnun á félags-, frístunda- og menningarlífi bæjarins. Könnun þessi er liður í víðtækri rannsókn, sem gerð er í 14 borgum í Evrópu. Árið 1972 hóf Evrópuráðið þessa rannsókn i hinum ýmsu borgum Evrópu. í flestum borgunum búa milli 50 og 100 þús. manns, og eng- in þeirra er höfuðborg. Norðurlandaráð beitti sér sér- staklega fyrir því, að fjórir bæir á Norðurlöndunum tækju þátt í þessari rannsókn, og hefur sjóður- inn kostað slíkar kannanir í Tam- pere í Finnlandi, Esbjerg í Dan- mörku, Örebro í Svíþjóð og Stav- anger í Noregi. í byrjun árs 1973 bauðst sjóður- inn til að kosta slíka könnun á ís- landi, og varð Akureyri fyrir val- inu vegna legu sinnar utan höfuð- borgarsvæðisins, enda þótt Akur- eyri sé töluvert minni en hinir 156 þátttökubæirnir. í júní 1973 fór Jón G. Sólnes, þáverandi forseti bæjarstjórnar, til Örebro til að ræða nánar væntanlega könnun á Akureyri. Endanleg ákvörðun um þátttöku Akureyrar var ekki tekin fyrr en i marz 1974, og hófst því könnunin á Akureyri ekki fyrr en 1. júlí 1974. Áætlað er, að könnuninni ljúki að fullu 31. desember 1975. Könnunin á Akureyri gengur út frá töluvert víðum skilningi á hug- takinu menning. Menning er í þess- um skilningi lífsmáti, fyrst og fremst hinir skapandi og þrosk- andi þættir í lífinu og skilyrðin fyrir því, að þeir megi njóta sín. Menning, skilin á þennan veg, er þar með ekkert einangrað fyrir- bæri, sem hægt er að skoða slitið úr tengslum við umhverfið. Menning er aftur á móti heildar- þróun, sem hægt er að skilja með söguskoðun og athugun á atvinnu- lífi og öðru í daglegu lífi. SVEITARSTJÓRNARMÁL Könnunin skiptist í fjóra megin- þætti: a) Athugun á sögu bæjarins og saga ýmissa „menningarfyrir- bæra'". b) Hagfræðilegur hluti. Athugun á stéttaskiptingu, uppbygg- ingu atvinnulífsins. Athugun á fjárhagsáætlunum, hvað snertir menningarmál, þar við bætist hlutur ríkis og bæjarfélags í menningarmál- um. c) Skipulagt menningar- og fé- lagslíf. Athugun á félagsstarf- semi á Akureyri. Ákvarðana- taka í menningarmálum. d) Tómstundastörf bæjarbúa. Tekin viðtöl við 300 Akur- eyringa á aldrinum 16—69 ára og þeir spurðir um tóm- stundaiðju og afstöðu til ým- issa málefna. Könnunin á Akureyri er komin vel á veg, gagnasöfnun fer að ljúka, og síðari hluta þessa árs verður varið til að skrifa skýrslu fyrir Ak- ureyrarbæ. Þau gögn, sem hingað til hefur verið safnað, liafa verið send út til samnorrænnar skýrslu- gerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.