Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1975, Blaðsíða 57
Ráðstefna um tómstundir í Svíþjóð 26.—29. ágúst Sænska sveitarfélagasambandið efnir til fjögurra daga ráðstefnu í Stokkhólmi dagana 26.-29. ágúst um sveitarstjórnir og tómstundir. „KOM FRITID 75". Á sama tíma stendur yfir í St. Eriksmassan vöru- sýning, þar sem sýnd verða áhöld og efni til íþróttamannvirkja, svo sem íþróttavalla, íþróttahúsa, sund- lauga, skautahalla, skíðabrauta og útivistarsvæða. Ráðstelnan er ætluð sveitarstjórn- armönnum, fólki í tómstunda-, æskulýðs- og íþróttaráðum, skóla- nefndum og byggingarnefndum, arkitektum og öðrum þeim, sem annast byggingu og rekstur mann- virkja, sem tengd eru tómstunda- starfi, íþróttum og útivist, bæði í skólum og meðal almennra borg- ara. Á ráðstefnunni verður m. a. rætt um skipulag bæja með hlið- sjón af íþrótta- og útivistaraðstöðu. Hans Gustavsson, sveitarstjórnar- málaráðherra Svía, verður meðal frummælenda á ráðstefnunni. Jaðarsvæði Evrópu og byggðavandi þeirra ræddar í írlandi 14.—16. október Sveitar- og héraðsstjórnarþing Evrópuráðsins efnir til umfangs- mikillar ráðstefnu í Galway í ír- landi dagana 14,—16. október 1975. Þar verða rædd byggðavandamál hinna svokölluðu jaðarsvæða í Ev- rópu og staða þeirra í sambandi við þá uppbyggingu, sem nú fer fram 1 Evrópu undir forustu Efnahags- bandaagsins og annarra Evrópu- stofnana. Til ráðstefnunnar er boð- ið fulltrúum stjórnvalda á umrædd- um jaðarsvæðum, ríkis, liéraða, sveitarstjórna og samtaka þeirra, þar á meðal Sambandi íslenzkra sveitarfélaga. Á dagskrá ráðstefnunnar eru m. a. greinargerðir frá fulltrúum helztu jaðarsvæða álfunnar, en þau eru þar talin vera þessi: 1) Norðurlönd, 2) Vesturhéruð Bretlands og ír- lands, 3) Strandhéruð meginlandsins við Atlantshafið, 4) Landamærahéruð Vestur-Ev- rópu til austurs, 5) Eyjar og útnes Evrópu í Mið- jarðarhafi. Meðal umræðuefna er ennfrem- ur skipulagning fiskveiða og nýting hafsbotnsins, útlán Fjárfestingar- banka Evrópu, samgöngumál, menningarmál og gerð byggðaáætl- ana fyrir umrædd svæði, og hugsan- legt hlutverk Evrópuráðsins og Evrópustofnana í sambandi við efl- ingu byggðar á þessum svæðum, sem ýmsir telja, að orðið hafi af- skipt í hinni öru uppbyggingu í álfunni. Meðal fyrirlesara á þessu þingi eru skráðir Norðmennirnir Kjell T. Evers, varaforseti sveitar- og héraðsstjórnarþings Evrópuráðsins og Brofoss, seðlabankastjóri svo og Holmer, fulltrúi í Norður-Jótlands- ráðinu í Danmörku, auk fjölmargra forustumanna Evrópustofnana. Húsfriðunarráðstefna í Amsterdam 21.—25. október Sveitarstjórnir Evrópulandanna 18 og 7 til viðbótar minnast hús- friðunarársins 1975 með margvís- legum hætti. Hátíðahöld ársins munu væntanlega ná hámarki í Amsterdam dagana 21,—25. októ- ber. Þá verður haldin þar 5 daga ráðstefna með þátttöku allra þeirra Evrópuríkja, sem aðild eiga að hús- friðunarárinu. Það er Evrópuráðið, sem stendur að ráðstefnunni ásamt sveitarstjórnarsamtökum Hollands, en þessir aðilar áttu sameiginlega frumkvæði að húsfriðunarárinu á ráðstefnu, sem þau gengust fyrir í Zúrich árið 1973. Síðan hafa verið lialdnar ráðstefnur um þetta efni í Edinborg, Bologne og Krems, og starfandi er sérstök framkvæmda- nefnd húsfriðunarársins undir for- ustu Bretans Duncan-Sandys lá- varðar. Þá munu starfshópar í flest- öllum Evrópuríkjum standa fyrir ýmiss konar aðgerðum í tilefni hús- friðunarársins. Auk sveitarstjórnarmanna munu á ráðstefnunni verða fulltrúar ým- issa samtaka arkitekta og áhuga- manna um þetta málefni. Búizt er við 1000 manns á ráðstefnuna. Samtímis verður í Amsterdam haldið upp á 700 ára afmæli borg- arinnar, sem er á þessu ári. Mun ráðstefnugestum gefast kostur á þátttöku í margvíslegum hátíða- höldum, meðan á ráðstefnunni stendur í tilefni afmælisins. Auk umræðna um skyldur sveit- arstjórna í sambandi við húsfriðun og fleiri þætti þess máls, er búizt við, að samþykktur verði í Amster- dam sérstakur Evrópusáttmáli um húsfriðunarmál. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.