Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 7
Stefna listamanna í menningarmálum Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, og Tlior Vil- hjálmsson, rithöfundur, núv. formaður Banda- lags íslenzkra listamanna, töluðu um stefnu lista- manna í menningarmálum og hugsanlegt form á samstarfi þeirra við sveitarstjórnir. Atli Heimir varpaði fram hugmynd um stofnun listdreifing- armiðstöðvar, sem hefði það hlutverk að koma á framfæri því efni, sem listamenn liefðu á boð- stólum hverju sinni og hentað gæti til flutnings víða um land. Almennar umræður Á ráðstefnunni urðu miklar umræður um ein- stök framsöguerindi, og var þar meðal annars rætt um stefnumörkun sveitarstjórna á sviði menningarmála. I>á voru nokkuð rúmfrekar um- ræður um stöðu Kjarvalsstaða og skiptust þar einkum á skoðunum þeir Ólafur B. Thors, for- seti borgarstjórnar Reykjavíkur og Thor Vil- hjálmsson, rithöfundur. Ræddu þeir m. a. um stjórnarform stofnana eins og Kjarvalsstaða, sem sveitarfélag á og rekur m. a. til kynningar listum. Margvíslegar upplýsingar og margar athyglis- verðar liugmyndir komu frarn um ýmsa þætti menningarmála í umræðum á ráðstefnunni, en ekki eru tök á að gera þeim skil hér. Skoðunarferðir Að loknu framsöguerindi dr. Selmu Jónsdóttur í fundarlok mánudaginn 7. apríl gengu þátttak- endur um sali 'Listasafns íslands við Suðurgötu og kynntu sér starfsemi þess. Var þar m. a. rætt um listsýningar safnsins úti um land. í hádegisverðarhléi á öðrum degi ráðstefnunn- ar var þátttakendum boðið að hlýða á sameigin- lega æfingu Sinfóníuhljómsveitar Islands og Söngsveitarinnar Fílharmóníu, sem þar æfði Sálmasinfóníuna, eftir Slravinski, sem flutt var tveimur dögurn síðar í Háskólabíói. Þá var þátttakendum gefinn kostur á að horfa á æfingu á ballett hjá íslenzka dansflokknum í Þjóðleikhúsinu daginn eftir ráðstefnuna. Boð ráðherra og stjórnar Kjarvalsstaða Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, bauð þátttakendum á ráðstefnunni til hádegis- verðar að Hótel Sögu mánudaginn 7. apríl, og í lok ráðstefnunnar bauð stjórn Kjarvalsstaða þátt- takendum að skoða húsakynni þar og sýningu á verkum Jóhannesar Kjarvals, sem jafnan er þar. í Vestursal hússins stóð þá yfir sýning Steinunn- ar Marteinsdóttur á leirmunum, og bauð lista- konan þátttakendum að skoða sýningu sína. Ráðstefnunni lauk síðan með sameiginlegri kaffidrykkju í boði stjórnar Kjarvalsstaða í kaffi- stofu hússins. Davíð Oddsson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða, skýrði frá starfsemi hússins. Soffía Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi á Akur- eyri, kvaddi sér hljóðs yfir kaffibollum og mælt- ist til þess, að sambandið tæki það upp sem reglulegan þátt í starfsemi sinni að kveðja saman öðru hverju til skrafs og ráðagerða það fólk, sem fer með hina ýmsu þætti menningarmála af hálfu sveitarfélaganna. Heillaóskaskeyti frá bæjarstjórn Siglufjarðar Ráðstefnunni barst heillaóskaskeyti frá bæjar- stjórn Siglufjarðarkaupstaðar, Jrar sem samband- inu er Jrakkað frumkvæði að boðun ráðstefnunn- ar og henni óskað heilla í störfum. Ráðstefnan sendi svarskeyti, Jrar sem kveðjurn- ar voru þakkaðar og kaupstaðnum óskað bjartrar framtíðar. SVEITAKSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.