Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 11
Samkvæmt því vörðu sveitarfélögin til þess- ara mála árið 1973 tæplega 168 milljónum króna, sem skiptast þannig: Reykjavík rúmar 94 millj. króna Aðrir kaupstaðir 51 millj. kr. Hreppar 23 rnillj. kr. E rekstrargjöldum nemur þetta: í Reykjavík 4.4% 1 öðrum kaupstöðum 3.7% í hreppum 2.3% í krónum á íbúa verður útkoman þessi: í Reykjavík 1.119,00 krónur I öðrum kaupstöðum 827,00 krónur í hreppum 347,00 krónur Rétt er að taka fram, að í einstökum hrepp- um er þetta mjög mismunandi. I>á ber að hafa í huga, þegar framlög hreppa eru metin, að sýslu- sjóðir, sem byggja á framlögum hreppa, veita töluvert fé til menningarmála innan sýslufé- lagsins. Tekið liefur verið saman á vegum borgarhag- fræðings yfirlit um fjárveitingar Reykjavíkur- borgar til menningarmála árin 1973 — 1975. Það er ekki sett upp alveg eftir sömu reglum og Hag- stofan gerir, þannig að smávegis munar í rekstri, en fjárfestingarkostnaður (þar með geymslufé) er talinn með. Útkoman verður sem hér segir: 1973, skv. reikningi kr. 144 millj. 1974, skv. reikningi kr. 210 millj. 1975, skv. áætlun kr. 212 millj. Þess ber að geta, að árið 1974 er á ýmsan hátt frábrugðið öðrum árurn vegna þjóðhátíðar, en allur kostnaður við hana er þarna utan við. Ef 3/5 hlutar hans eru taldir með, verða útgjöld- in 1974 225 millj. í stað 210 millj. Endanlegt upp- gjör fyrir árið 1974 liggur ekki fyrir, þannig að tala þess árs á sjálfsagt eftir að breytast. Hlutfallið af heildartekjum borgarsjóðs verður þá sem hér segir: 1973 5.2% 1974 5.4%'eða 5.8% 1975 skv. áætlun 3.6% Árið 1970 efndi Evrópuráðið til fundar í Rott- erdam um sveitarstjórnir og menningarmál. Þar voru lagðar frarn niðurstöður könnunar á því, hvernig háttað væri fjárveitingum til menningar- mála hjá um 90 sveitarfélögum í Evrópu. Vegna mismunandi bókhaldsreglna var rnjög erfitt að koma við samanlturði, en það var nú reynt samt. Ymislegt athyglisvert kom þarna fram, Hér skal aðeins minnzt á tvennt. Framlög þessara sveitarfélaga virtust hækka stöðugt lilutfallslega með auknum íbúafjölda, unz íbúafjöldi var korninn í 100.000. Þá virtist hann breytast lítið, þar til komið var í 500.000, en þá tók hlutfallið aftur að hækka. Sem dæmi má nefna, að í sveitarfélögunt msð innan við 10.000 íbúa, voru framlögin 0,74% af heildar- tekjum, á bilinu 10.000—20.000 voru þau 2.35%, en 3.69%, þegar íbúafjöldinn var á bilinu 50.009- 100.000, þegar kom yfir 500.000 var hlutfallið komið upp í 4.04%. Páll Lindal, formaður sambandsins, fiytur setningarræðu sína. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.