Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 13
urkenna, að aðrir landsmenn eíga rétt á að njóta á sínum heimaslóðum slíkrar þjónustu, eftir því sem við verður komið. Það eru nánast mannrétt- indi, að hver einstaklingur fái tækifæri til að njóta þeirrar listar, sem kostuð er úr sameigin- legum sjóði landsmanna. Ég nefni aðeins þrjár stofnanir, sem sérstaklega koma við sögu á þessari ráðstefnu: Þjóðleikhús- ið, sinfóníuhljómsveitina og listasafnið. En jsað verður að gera sér þess grein, að þjónusta þessara stofnana við landsbyggðina kostar mikið fé, og jafnframt er nauðsynlegt, að hún verði skipu- lögð í góðu samstarfi við heimamenn um tilhög- un alla. Þó að þessi þjónusta sé sjálfsögð mann- réttindi eins og ég sagði áðan, þá ber þó að var- ast eitt, en það er, að hún dragi úr áhugamanna- starfi heima fyrir. Hvað sem öðru líður, þá virð- ist og eðlilegast, að menningarstarfsemin sé sem mest í höndum sveitarfélaga og byggðarlaga, þótt að sjálfsögðu eigi að koma til aðstoð ríkisvaldsins bæði bein og óbein. 1 því sambandi vil ég vekja athygli á því, að á fundi, sem haldinn var um sveitarstjórnir og menningarmál á vegum Unesco í Monaco árið 1967, var gerð ályktun, þar sem fram kom, að fundarmenn teldu, að menningarmál væru frem- ur verkefni sveitarfélaga en ríkis. Rökin voru meðal annars þau, að i höndum sveitarfélaganna yrði stjórn mála lýðræðislegri, frumkvæði og framtak almennings nyti sín betur jafnframt því sem skilningur á óskum og þörfum fólksins væri meiri. Þá var bent á gildi þess, að byggðarlög og einstök sveitarfélög hefðu aðstöðu til að við- halda fornum menningararfi og skapa sér sjálf menningarleg sérkenni. Þegar rætt er um menningarmál, fer ekki hjá því, að í hugann komi sú tilhneiging, sem mjög gætir nú á dögum, en hún er sú, að listamennirn- ir og fólkið fjarlægist hvort annað og jafnvel myndist gjá milli þessara aðila; einn tilgangur þessarar ráðstefnu er að fá fram ábendingar um, hvernig komst megi hjá slíku. Ef gjá liefur mynd- azt, þarf að brúa liana, og væri það vafalaust ein þarflegust brúargerð í Jæssu landi. Samband íslenzkra sveitarfélaga er nú að hefja 25. ráðstefnu sína, en nú eru liðin rétt 10 ár, frá því að ráðstefnuhald liófst á þess vegum. Þá má ])ess og geta, að saml^andið verður 30 ára 11. júní n.k.. Af Jjessum ástæðum Jjótti ekki óvið- eigandi að hafa öllu meira tilstand í upphafi Jjessarar ráðstefnu en venja er. Ég Jjakka öllum ])eim mörgu, sem veitt hafa okkur aðstoð við undirbúning þessarar ráðstefnu. Þar eiga hlut að rnáli ýmsir starfsmenn ríkisins og stofnana þess, fyrirlesarar margir að ógleymdu listafólkinu, sem frarn kernur hér í Þjóðleikhús- 'nu. Ekki sízt er ástæða til að Jjakka starfsliði sambandsins, sem unnið hefur að þessari ráð- stefnu sem öðrum af áhuga og ötulleik. Eitt af listaverkum Steinunnar Marteinsdóttur, stór keramikvasi. Á myndinni eru talið frá vinstri: Dr. Selma Jónsdóttir, forstöðu- maður Listasafns íslands; listakonan; Davíð Oddsson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða; Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, og Krist- ján Benediktsson, framkvæmdastjóri Menningarsjóðs. Sú er von okkar, að menn nemi hér nokkurn fróðleik og miðli öðrurn, hér fari fram gagnleg skoðanaskipti og að þau verði sveitarstjórnar- mönnum hvatning til markvissra aðgerða í menningarmálum. Ótrúlegt þykir mér, að á þessari fyrstu ráð- j.tefnu um sveitarfélögin og menningarmálin verði stigin stór skref, en „orð eru til alls fyrst“ og Jjað er von stjórnar sambandsins, að hún geti orðið til nokkurrar nytsemdar, til uppörvunar og til að „auka íslands menning" eins og Jjar stendur. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.