Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 20
Á fjölmörgum heimilum skreyta fögur lista- verk rúmgóð hýbýli, en listasöfn ríkisins eru í þröng og geta ekki starfað eðlilega. Þúsundir heimila hýsa töluvert myndarleg bókasöfn, sem haldið er dável til haga, en bóka- og skjalasöfn hins opinbera ná ekki að þróast eðlilega. Nálega allir íslendingar búa við dá- góð húsakynni, og fermetrafjöldi á einstakling í íbúðum manna er allvíða með ólíkindum. En brögð eru að því, að börnum og unglingum úr þessurn ágætu íbúðurn sé holað niður til náms í vistarverum, sem aldrei hafa verið ætlaðar lif- andi fólki. Þetta á sér stað, þrátt fyrir mjög myndarlegar framkvæmdir á svo til öllum sviðum þjóðlífsins síðustu áratugina. Vissulega er vandi á höndum, þegar harðnar á dalnum, því þá þarf að velja og hafna í ríkara mæli og af meiri nákvæmni en þegar allt leikur í lyndi. En það kalla ég menntafjandsamleg- ar aðgerðir, ef menn taka sér fyrir hendur að ki'efjast einhliða lækkunar á inntektum ríkisins. Slíkt hefnir sín fyrr eða síðar, því sárar eru sam- eiginlegar þarfir fámennrar en félagslega þenkj- andi þjóðar. Ég þakka Sambandi íslenzkra sveitarfélaga boð á þessa ráðstefnu og einkum og sér í lagi þakka ég sambandinu að liafa til hennar stofn- að. Hvai'vetna í þjóðfélaginu er þörf fiæðslu og þekkingar á mönnum og málefnum, eins og sagt er. Staðgóð þekking leiðir til gagnkvæms skiln- ings og laðar til samstarfs. Þörfin fyrir þetta er e.t.v. hvei'gi brýnni en einmitt á þeirn vettvangi, sem þessi í'áðstefna hefur haslað sér völl á. Framlög sveitarfélaga til lista og fleiri 1. Til leiklistarstarfsemi 2. Til tóniistarskóla 3. Til annasrar tónlistarstarfsemi (kóra, hljóm- sveita o. fl.) 4. Til bókasafna 5. Til ýmissa menningarmála (skjalasafna, minja- safna, annarra safna, myndlistar, listviðburða, útgáfustarfsemi og ósundurliðað til lista o. þ. h.) í % af heildarrekstrargjöldum (áætlað) Útgjöld á hvern íbúa, br. menningarmála 1973. (Rekstur) í ÞÚSUNDUM KRÓNA Reykjavik Aðrir kaupstaðir Hreppar Alls 15.215 1.340 300 16.855 5.628 14.700 1.700 22.028 13.769 3.150 3.000 19.919 41.845 24.100 13.000 78.945 17.733 7.450 5.000 30.183 94.190 50.740 23.000 167.930 4.4 3.7 2.3 3.5 1.119 827 347 792 Tölur eru ekki nákvæmar, sérstaklega hjá hreppunum og þar er skipting á einstaka liði áætluð að nokkrum hluta. Útgjöld til lista og menningarmála, sem færð eru á ársreikninga stofnana, svo sem skóla og sjúkra- húsa, eru hér ekki meðtalin. Þau 5 sveitarfélög, sem fengu kaupstaðarréttindi 1974, eru hér talin með hrepp- um. (Tekið saman af Hagstofu Islands). SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.