Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 21
BIRGIR THORLACIUS, ráðuneytisstjóri: SAMSKIPTI SVEITAR- STJÓRIMAOG MENNTAMÁLARÁÐU- NEYTISINS Á SVIÐI MENNINGARMÁLA Þess hefur verið beiðst, að ég ræddi hér nokk- uð samskipti menntamálaráðuneytisins og sveitarstjórna á sviði menningarmála. Ég mun því leitast við að drepa á all marga þætti í þess- um samskiptum, en hvorki verður þar um tæm- andi né fullkomið yfirlit að ræða. Menntamálaráðuneytið og Samband íslenzkra sveitarfélaga og einstakar sveitarstjórnir liafa að sjálfsögðu átt mikið samstarf á undanförnum árum, og það nýmæli var tekið í skólakostnaðar- lög 1967 að stofna skyldi samstarfsnefnd skipaða fulltrúum menntamálaráðuneytisins og Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga til þess að fjalla um ýmis atriði varðandi framkvæmd skólakostn- aðarlaga, og í nýju grunnskólalögunum frá 1974 er tilsvarandi ákvæði um samstarfsnefnd. Lagaákvæði um samstarfsnefndir eru staðfest- ing á því, sem hafði verið að þróast, og hygg ég, að báðir aðilar, ráðuneytið og Samband ís- lenzkra sveitarfélaga telji, að slíkur samstarfs- vettvangur sé rnjög heppilegur og hafi orðið til hins mesta gagns. En ég ætla ekki að ræða hér að ráði um skólamál, heldur fyrst og fremst um önnur menningarmál, sem ráðuneytið á samstarf við sveitarfélögin um. Um marga þætti þessa sam- starfs gilda ákveðin fyrirmæli í lögum, svo sem um greiðsluhlutföll ríkis og sveitarfélaga og reglugerðir eru um nánari útfærslu á ýmsurn at- riðum laganna. Ákvæði þau, sem menntamálaráðuneytið starfar eftir, eru í lögum frá 1969, um stjórnar- ráð Islands, og reglugerð samkvæmt þeirn, en hvort tveggja, lögin og reglugerðin, tók gildi 1. janúar 1970. Ennfremur gildir um starfsemi ráðuneytisins reglugerð frá 1971, þar sem tekið er fram um verkefni, skipulag og starfsreglur ráðuneytisins, en þessari reglugerð á að hafa verið útbýtt til fundarmanna og sést þar, hvaða Verkefni menntamálaráðuneytinu er falið að hafa með höndum. Mun ég fjalla um nokkra lielztu samstarfs- Jiætti ráðuneytisins og sveitarfélaga og leitast við að gera grein fyrir samstarfinu, )jó Jjannig að lítið verður rætt um skólamál, sem Jró eru mik- ilvægt samstarfsefni Jjessara aðila. Félagsheimili Á AlJjingi 1946 báru Júngmenn fram frum- viirp til laga um félagslieimili og fjárhagslegan stuðning við þau. Ríkisstjórnin felldi Jjær tillög- ur saman í stjórnarfrumvarp, sem lagt var fyrir þingið og samþykkt sem lög um félagsheimili, og öðluðust Jjau gildi 5. júní 1947. Með Jjessari SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.