Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 26
æskulýðsmála á vegum menntamálaráðuneytis- ins, tekjur félagsheimilasjóðs eru þar áætlaðar 39,6 milljónir, til íþróttasjóðs eru veittar 77,5 milljónir króna og til ýmissa íþróLtamála 18,7 millj. króna. Leiklist Ég vík þá að leiklistarmálum. Árið 1964 lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi frumvarp til laga urn fjárhagslegan stuðning við leiklistarstarfsemi áhugamanna. Frumvarp þetta varð að lögum og eru lögin nr. 15 frá 15. marz 1965. Þessi lög voru algjört nýmæli og hefur fjárveitingum þeim, sent Aljringi veitir til leik- listarstarfsemi áhugamanna, verið úthlutað sam- kvæmt þeim síðan, en fjárveitingin í fjárlögum ársins 1975 nemur 7,2 rnillj. króna. Þar að auki er svo fjárveiting 6,7 millj. króna til Leikfélags Reykjavíkur, 1 millj. til Bandalags íslenzkra leikfélaga og 2,3 millj. kr. til leiklistarskóla. Meginefni laganna er, að styrkjum til leik- félaganna skuli úthlutað eftir því, hve niikla starf- senti þau hafa með höndum, ýtt er undir sýning- ar á íslenzkum leikritum og sýningar á leikritum, sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þá er tekið fram í lögunum, að á móti styrkveitingum ríkis- ins skuli konta ýmist 50 eða 100% framlag frá lilutaðeigandi sveitarsjóði. Lög þessi hafa tvímælalaust verið mjög ntikill stuðningur við leiklistarstarfsemi áhugamanna. Sérstakri nefnd var falið að endurskoða þessa lög- gjöf og hefur hún fyrir alllöngu skilað til ráðu- neytisins frumvarpi að leikhúslögum, en ekki er ákveðið, hvort það frumvarp verður lagt óbreytt fyrir Alþingi. I nefndinni, sem samdi þetta frum- varp, áttu sæti: Knútur Hallsson, skrifstofustjóri, formaður; Sveinbjörn Jónsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Bandalags ísl. leikfélaga, og Ey- vindur Erlendsson, leikstjóri. Áður en frumvarp að þeirri löggjöf, sem nú er í gildi um fjárhagslegan stuðning við leik- listarstarfsemi áhugamanna var samið og lagt fyrir Alþingi, efndi menntamálaráðuneytið til 184 ráðstefnu með fulltrúum leikfélaganna í landinu, og hefði vafalaust verið heppilegt að hafa sama hátt á nú. Mikill leiklistaráhugi er víðs vegar um land og aðstaða öll hefur stórbatnað til leik- listarstarfsemi, eftir að félagsheimilin komu til sögunnar. En einn er sá þáttur leiklistar, sem vafalaust á eftir að ryðja sér til rúrns meira en orðið er, en það er brúðuleikhús og væri ákaf- lega æskilegt að tengja slíka leiklistarstarfsemi skólastarfinu í landinu. Munu áhugamenn um brúðuleikhús hafa í hyggju að efna til námskeiðs í Reykholti á sumri komanda og fá þangað er- lenda sérfræðinga eða leiðbeinendur, og hefur menntamálaráðherra veitt nokkurn styrk til þess að af þessu megi verða. Ragnar H. Ragnar, skólastjóri Tónlistarskólans á ísafirði, og dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns íslands. Þá má geta þess, að Norræni menningarsjóð- urinn veitti Bandalagi íslenzkra leikfélaga á árinu 1973 40 þúsund danskar krónur til þess að þýða leikrit af öðrum Norðurlandamálum á íslenzku. I sambandi við leiklistarmálin er rétt að geta þess, að menntamálaráðherra hefur sent Alþingi frumvarp til laga um Leiklistarskóla íslands, og verður frumvarpinu væntanlega útbýtt á Alþingi í dag, en efni þess er, að stofna skuli í Reykjavík leiklistarskóla, er veiti nemendum sínum þekk- ingu og þjálfun til flutnings leiklistar. Á þetta að verða þriggja vetra skóli og starfa sem næst 8 mánuði á ári. Gert er ráð fyrir skólastjóra sem föstum starfsmanni og skólanefnd, sem í eigi sæti fulllrúar frá Þjóðleiklnisráði, leikhús- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.