Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 27
ráði Leikfélags Reykjavíkur, Bandalagi ísl. leik- félaga, Ríkisútvarpinu og Félagi ísl. leikara, en ráðherra skipar formann an tilnefningar, og 7. fulltrúann í nefndina tilnefna nemendur skólans úr sínurn hópi. Allur kostnaður við rekstur skól- ans greiðist úr ríkissjóði. Ætlazt er til, að Þjóð- leikhús og önnur leikhús í landinu, sem ríkis- styrks njóta, svo og Ríkisútvarp, veiti leiklistar- skólanum aðstoð í starfi, eftir því sem um semst milli þessara aðila hverju sinni og við verður komið. Þá er það tekið fram í ákvæði til bráða- birgða, að þeir nemendur, sem veturinn 1974— 1975 stunda nám í leiklistarskólum leikhúsanna og samtaka áhugamanna um leiklist skuli eiga kost á inngöngu í L.eiklistarskóla íslands, að undangenginni hæfniskönnun, sem skólastjóri og skólanefnd ákveða. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp íil laga urn Þjóðleikliús, og er það svipað frumvarpi um sama efni, sem lagt var fyrir Alþingi 1971 og 1972, en varð þá eigi útrætt. Sú breyting er þó gerð að sjálfsögðu á frumvarpinu, að ákvæði um leiklistarskóla er fellt burtu, þar sem fjallað er um það efni í sérstöku frumvarpi, eins og ég nefndi áðan. En þótt munurinn á þessu frumvarpi og þ\í, sem áður hefur legið fyrir Alþingi, sé ekki ýkja mik- ill, þá er mikill munur á því og gildandi lögum um Þjóðleikhúsið, m. a. er skipan þjóðleikhúss- ráðs gjörbreytt og skipun þess tímabundin, mynd- að er 5 manna framkvæmdaráð, ákveðið að ráða þjóðleikhússtjóra einungis til 4 ára í senn, með heimild til endurráðningar önnur 4 ár, gert ráð fyrir ráðningu bókmennta- og leiklistaráðunauts og listdansstjóra og tónlistarráðunauts. Þjóðleik- húsi og sjónvarpi er ætlað að taka þátt í rekstri leikmunasafns, er önnur leikfélög geti gerzt að- ilar að, og á safnið m. a. að leigja búninga, leik- tjöld og annan sviðsbúnað til leikfélaga. Þá er lögð áherzla á samstarf Þjóðleikhússins við leik- félög áhugamanna t. d. með því að láta þeim í té leikstjóra og gistileikara, og einnig er kveðið á um, að farnar skuli leikferðir um landið á starfstíma Þjóðleikhússins. Þá ,er beinlínis mælt fyrir um, að á hverju leikári skuli eitt eða fleiri viðfangsefni sérstaklega ætluð börnum. Almenningsbókasöfn Arið 1955 voru fyrst sett lög um almennings- bókasöfn. Þau voru síðan endurskoðuð árið 1963, og eru þau lög nú í gildi með breytingum frá 1967 og 1968. Löngu er þó orðið ljóst, að þessum lögum þarf að breyta; ekki sízt til þess að tryggja betur fjárhagsgrundvöll safnanna, svo að þau geti rækt hlutverk sitt. Nefnd var skipuð árið 1970 til að endurskoða þessa löggjöf og skil- aði luin frumvarpi vorið 1971 og var það sent Bókavarðafélagi Islands og Sambandi íslenzkra sveitarfélaga til umsagnar. Báðir þessir aðilar höfðu sitthvað við frumvarpið að athuga og var frumvarpinu síðan breytt verulega í ráðuneyt- inu og lagt fyrir Alþingi 1974, en varð eigi útrætt. Nú hefur menntamálaráðherra sent Al- þingi nýtt frumvarp um almenningsbókasöfn, sem miðar að því, að sett verði rammalöggjöf, en nánar kveðið á um framkvæmdaatriði í reglu- gerð. Er hér fyrst og fremst miðað að því að leysa fjárhagsvanda safnanna og tryggja þeirn auknar tekjur. Að öðru leyti eru meginákvæði hins nýja frumvarps á þann veg, að um hina innri starfsemi safnanna verði ákveðið í reglu- gerð, sem borin verði undir Samband íslenzkra sveitarfélaga og Bókavarðafélag íslands, áður en hún er gefin út. Megin áherzla er lögð á eflingu bæjar- og héraðsbókasafna, ekki sízt héraðsbóka- safna, svo að þau eflist sem aðalsöfn í all stórum umdæmum, heimiluð er sameining hreppsbóka- safna og bókasafna lestrarfélaga, þótt slíkt sé eigi skylt, heimilað er að reka skólasöfn og almenn- ingsbókasöfn sameiginlega, og er þetta í sam- ræmi við grunnskólalögin, og skylt er að reka bókasöfn í sjúkrahúsum, hælum og fangahúsum, sem lið í rekstri hlutaðeigandi stofnunar. Það er nýmæli að gera þetta að skyldu, en samkvæmt gildandi lögum er það heimilt. Þó má fela þetta starf almenningsbókasafni umhverfisins. Urn fjár- framlögin er það að segja, að ríkinu er ætlað að leggja fram ]/3 á móti sveitarfélagi, þ.e. fjár- hæð, sent nemur bókakaupum. Sýslusjóðum er ætlað að leggja nokkurt framlag til héraðsbóka- safna til þess að tengja sýslusjóðina söfnunum 185 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.