Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 28
186 áfram. Þá er það nýmæli, að ríkissjóður leggi fram helming kostnaðar við bókhlöðubyggingu eftir ákvörðun Alþingis hverju sinni, en nú eru ætluð til þessa óveruleg fjárframlög og ekki til tekið neitt ákveðið kostnaðarhlutfall, er ríkis- sjóður greiði. Þá er gert ráð fyrir, að til ráðgjafar um málefni safnanna verði tveir fulltrúar, annar tilnefndur af Sambandi íslenzkra sveitarfélaga og hinn af Bókavarðafélagi íslands til fjögurra ára í senn. Er þetta í samræmi við þá góðu reynslu, sem ráðuneytið liefur af samstarfsnefnd- um við Samband íslenzkra sveitarfélaga og fleiri aðila. Þá er það enn nýmæii í frumvarpinu, að ríkissjóður einn greiðir höfundum fyrir afnot af bókum í almenningsbókasöfnum. — Frumvarp Jietta er í meginatriðum samið af Stefáni Júlíus- syni, bókafulltrúa, sem hefur mikla Jjekkingu og reynslu í þessum efnum. Þar sem frumvarpið, ef að lögum verður, hefur í för með sér verulegan gjaldaauka fyrir ríkis- sjóð eða um 70 milljónir króna á ári, að |jví er reksturinn varðar, auk stofnkostnaðar, þá er gert ráð fyrir nokkrum aðlögunartíma, eða Jjremur árum, þangað til lögin koma að fullu til frarn- kvæmda. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyr- ir rekstrarframlagi frá ríkissjóði til safnanna að fjárhæð rúmlega 69 milljónir króna í stað 9 milljóna samkvæmt fjárlögum 1975 og auk |jessa greiðir ríkissjóður svo samkvæmt frumvarpinu 12 milljónir króna í rithöfundasjóð og 50% byggingarkostnaðar bókhlöðu á móti heima- aðilum. Tónlistarfræðsla Arið 1960 ályktaði AlJjingi, að ríkisstjórnin skyldi láta undirbúa löggjöf um tóiilistarfrceðslu, Jjar sem sett yrðu skýr ákvæði um aðild ríkisins að Jjessari fræðslu, hlutdeild ríkisins í greiðslu kostnaðar við tónlistarskóla og hvaða skilyrði skólar Jjessir Jjurfi að uppfylla til þess að njóta ríkisstyrks. Skólastjórar tónlistarskólanna voru kvaddir á fund 22. október 1962 til Jjess að ræða Jjessi mál og í framhaldi af Jjingsályktuninni og fund- inum fól menntamálaráðherra jjriggja manna nefnd að semja lagafrumvarp um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Var Jjað frumvarp lagt fyrir AlJjingi 1962 og varð að lögum í apríl næsta ár. Hefur reynslan sýnt, að Jjessi löggjöf hefur orðið til mikillar eflingar tónlistarstarfsemi um land allt. f lögunum er tekið fram, hvaða skilyrði tónlistarskóli þurfi að uppfylla til Jjess að njóta fjárhagslegs stuðnings samkvæmt lögunum, en Jjau eru að hafa a.m.k. einn fast- an kennara auk tveggja eða fleiri stundakennara, starfa minnst 7 mánuði á ári og ljúka með vor- prófum og opinberum nemendatónleikum og í Jjriðja lagi að veita hverjum nemenda um sig kennslu í hljóðfæraleik (píanó, strengja- eða blásturshljóðfæri) eina stund í viku og auk Jjess séu að minnsta kosti tvær aukanámsgreinar kenndar í hóptímum (tónfræði, tónlistarsaga, tón- heyrn og samleikur). í fjórða lagi að hafa a.m.k. 30 nemendur. Tónlistarskólar, sem fullnægja Jjessum skilyrð- um, geta samkvæmt gildandi lögum fengið allt að einum Jjriðja rekstrarkostnaðar síns greiddan úr ríkissjóði, en Jjó aldrei hærri fjárhæð en nem- ur framlagi ldutaðeigandi sveitarfélags til skól- ans og fjárframlög ríkisins eru háð Jjví, hve mikla fjárhæð AlJjingi veitir hverju sinni í fjárlögum til tónlistarskóla. Þá er einnig samkvæmt gildandi lögum um tón- listarskóla veittur styrkur til hljóðfærakaupa, eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Styrkur- inn má ekki nenta hærri fjárhæð en i/3 af and- virði hljóðfærisins. Þá er einnig heimilt að veita styrki til tónlistarkennslu á stöðum, sem ekki fullnægja Jjessum skilyrðum um tónlistarskóla og metur ráðuneytið Jjá hverju sinni, hvort og Jjá hve háan styrk skuli veita. í aprílmánuði 1973 skipaði menntamálaráðu- neytið nefnd til Jjess að endurskoða lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Áttu sæti í henni Kristinn Hallsson, fulltrúi í ráðu- neytinu, formaður; Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, skipaður samkvæmt tilnefningu Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga; og Ólafur Vignir Albertsson, skólastjóri Tónlistarskóla Mosfells- sveitar, tilnefndur af samtökum tónlistarskóla- SVEITAItSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.