Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 30
en skólamála, eins og dagskráin hljóðar um, og j^ó engan veginn gert Jjví efni full skil, en mig langar að nefna tvö atriði af erlendum vettvangi, enda á menntamálaráðuneytið jrar raunar mikla aðild. Á fundi i stjórn norræna menningarsjóðsins í síðastliðnum febrúarmánuði, var ákveðið að ltafa samband við landssamtök sveitarfélaga á Norður- löndum um hugsanlegan stuðning við svonefndar „norrænar menningarvikur“ á árinu 1976. Hefur skrifstofa sjóðsins í Kaupmannahöfn væntanlega Jjegar liaft samband við aðila á Norðurlöndum um jjetta, og ætlunin er að ræða málið nánar á fundi sjóðstjórnarinnar í næsta mánuði. Ég vil Þátttakendur hlýða á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit íslands og Söngsveitinni Fílharmóníu í Háskólabíói. aðeins geta um jretta hér, en málið er á umræðu- og athugunarstigi. Menningarmálakönnun á Akureyri Hitt atriðið varðar Akureyrarbce. Síðan haustið 1972 hafa Norðurlandaríkin í sameiningu veitt fé til allvíðtækrar könnunar á menningarlífi í fjórum norrænum borgum, Esbjerg í Danmörku, Stavanger í Noregi, Tammerfors í Finnlandi og Örebro í Svíþjóð. Þetta rannsóknarverkefni eða jjessi könnun er raunar angi af svipaðri könnun í öðrum Evrópuborgum, sem Evrópuráðið hefur beitt sér fyrir, Jj.e.a.s. í Frakklandi, Englandi, Ítalíu, V.-Þýzkalandi, Belgíu (2), Hollandi, Sviss og Austurríki. Tilgangur þessarar athugunar er að gera sér grein fyrir þvf, sem gerist á menn- Igg ingarsviði þessara bæja, tilhögun eða skipulagi menningarmála og hver sé þáttur sveitarstjórnar og ríkis í Jjessu sambandi. Vænta menn Jaess, að könnunin leiði til niðurstöðu, sem verði til gagns við mótun menningarstefnu hjá sveitarstjórnum og til þess að gera ljóst, hvar ríkið gæti eða ætti að hjálpa til. Þessi könnun á menningarlífi er all víðtæk. Auk Jiess að ná til hinna venju- legu listgreina, tekur hún einnig til félagslífs, kvikmyndasýninga, íjirótta og yfirleitt, hvernig menn verja tómstundunum, hvernig menningar- mál staðarins eru kostuð og fleira. Þessari könn- un á að ljúka á þessu ári (1975). Könnunin er undir stjórn sameiginlegs vinnuhóps eða stjórnar- nefndar og vinnuhópa í hverjum Jíátttökubæj- anna, sem hafa samstarf bæði við bæjaryfirvöld og menntastofnanir á staðnum. Kostnaður við könnunina greiðist af framlögum ldutaðeigandi bæja, auk samnorrænnar fjárveitingar, sem nem- ur á Jjessu ári 1 millj. danskra króna eða um 27 rnillj. íslenzki'a króna. Að beiðni fulltrúa fslands í norrænu embættis- mannanefndinni, sem fjallar um Jietta mál, var samjjykkt, að íslenzkur bær gæti orðið Jjátttak- andi í Jjessu samstarfi, ef áhugi væri á Jjví. Sneri menntamálaráðuneytið sér þá til forráðamanna Akureyrarbæjar, senr ákváðu að gerast Jjátttak- endur. Hefur síðan verið starfað að Jressum mál- um á Akureyri á svipaðan hátt og í hinum fjóru norrænu borgum, og hefur verið veitt viðbótar- fjárhæð af samnorrænni fjárveitingu til Jress að standa straum af þátttöku Akureyrar, en Akur- eyrarbær tekur einnig J)átt í kostnaðinum. Vænt- anleg verður skýrsla um niðurstöðuna birt ein- hverntíma á árinu 1976. Af hálfu Akureyrar- bæjar hafa Jjeir Jón Sólnes, forseti bæjarstjórnar, og Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, tekið virkan þátt í Jressu starfi og haft á því mikinn áhuga, en sá, sem stjórnar könnuninni Jrar í bæ, er Gunnar Frímannsson, félagsfræðingur og mennta- skólakennari. Af hálfu ráðuneytisins er Runólfur Þórarinsson, fulltrúi, í norrænni samstarfsnefnd um Jjetta mál síðan í júní 1974. Könnun í Jjessum 5 bæjum ætti að verða mjög fróðleg og gæti haft hagnýtt gildi, og er sérstök ástæða til að Jjakka Akureyringum, hve myndarlega Jieir liafa tekið á málinu. SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.