Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 32
2. gr. „Menntamálaráð hefir á hendi yfirstjórn Menrl- ingarsjóðs. í apríl ár hvert skiptir sjóðsstjórnin innkornnurn tekjurn frá siðastliðnu ári i þrjá jafna hluta. Shal einum þriðjungnum varið til þess að gefa út góðar alþýðlegar frœðibœkur og úrvalsskáldrit, frumsarnin eða þýdd. Annar þriðj- ungurinn gengur til að kosta vísindalegar rann- sóknir á náttúru landsins og til útgáfu visinda- legra ritgerða um íslenzka náttúrufræði. Einum þriðjungnum slial varið til að kaupa listaverk fyrir landið, til verðlauna fyrir og útgáfu á upþ- dráttum af byggingum, húsbúnaði og fyrirmynd- urn fyrir heimilisiðnað í þjóðlegum stil. Einnig má verja fé til útgáfu veggmynda eftir íslenzkum listaverkum til heimilisprýði. Þegar sérstaklega stendur á, má verja tilteknum hluta af tekjum menningarsjóðs til bygginga fyrir náttúrugriþa- safn landsins og listasafn“ í greinargerð með frumvarpinu sagði m. a.: „Á hverju ári tilfalla landinu nokkrar tekjur fyrir upþteekt áfengi og sektir fyrir áfengisbrot. Hins vegar er þessi upplneð þó of líiil til þess, að nokkuð verulega muni um hana á fjárlögum landsins. Er hér lagt til, að tekjur þessar verði árlega látnar ganga til lista og visinda og til bcettrar almennrar mennlunar í landinu. Um tvennt hið fyrrnefnda má segja, að bceði lista- mcnn og visindamenn, er vilja slunda náttúru- frceði landsins, hafa jafnan átt erfitt uppdráttar og mun svo löngum verða. Er það elilti með öllu vansalaust fyrir þjóðina, að rannsóknir á náttúru íslands liafa aðallega verið gerðar af útlending- um eða þá með styrk útlendra visindastofnana." Að mínum dómi var bæði frumleg og snjöll sú hugmynd að láta sektir fyrir lögbrot vegna innflutnings á ólöglegu áfengi ganga til þess að efla listir og vísindi í landinu. E. t. v. hefur þetta verið eina leiðin til þess að fá fjármagn til þess- arar starfsemi á þeim tíma. Upphaflegt hlutverk Menntamálaráðs í liinum upphaflegu lögum um Menntamála- ráð íslands segir svo um lilutverk þess: ■■a. Að úthluta árlega þvi fé, sem Alþingi veitir lil viðurkenningar skáldum og lisiamönn- um. b. Að kaupa fyrir landsins hönd listaverk fyrir það fé, sem kann að vera veilt í þvi skyni á fjárlögum. c. Að hafa yfirumsjón með listaverkasafni landsins og undirbúa eftir þvi sem unnt er, byggingu listasafns i Reykjavik. d. Að leggja samþykki á teikningar af kirkjum þjóðkirkjusafnaða, bœði nýbyggingum og breytingum, svo og hvar kirkja skuli standa. Ennfremur að kaupa allaristöflur handa kirkjum þjóðkirkjusafnaða eftir því sem fé er til þess lagt frá hlutaðeigendum. e. Að úthluta námsstyrk, er árlega greiðist úr rikissjóði til stúdenta og annarra nemenda erlendis. Skal Menntamálaráðið við úthlul- un námsstyrks veita fyrst og fremst til þess náms, sem sýnilega er mest þörf fyrir i land- inu, og sé út af þeirri reglu brugðið, þá að- eins þar sem um alveg óvenjulega sérhœfi- leika er að rœða. Að öðru leyti skal við út- hlutun þess námsstyrks farið eftir hœfileik- um nemenda, dugnaði og reglusemi. Menntamálaráðið skal eftir fremsta megni, með aðstoð sendimanna íslands erlendis, hafa eftirlit með, að styrkþegar fari vel með fé sitt og tima, og sé sannanlega út af brugð- tð, getur nefndin svipt þá framhaldsstyrk. f. Að úthluta ókeypis fari milli íslands og ann- arra landa til manna, sem fara til útlanda til alþjóðargagns. g. Að hafa á hendi yfirstjórn sjóða, er stofnaðir kunna að verða með sérstökum lögum til efl- ingar lista og visinda á íslandi, enda sé Menntamálaráðinu falið þetta vald i stofn- skrá sjóðanna.“ I greinargerð með frumvarpinu um Mennta- málaráð sagði m. a.: „Með frumvarpi þessu er œtlunin að skapa meira samhengi og yfirlit en áður hefur verið um nokkrar mikilsverðar, ancllegar framkvœmd- ir i landinu." Þá er í greinargerðinni vikið að því, að illa SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.