Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 34
2. Að annast yfirstjórn Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og velja bækur j>ær, sem út eru gefnar. 3. Að hal'a yfirumsjón með listaverkaskreyt- ingum opinberra bygginga. 4. Að láta gera íslenzkar menningar- og fræðslukvikmyndir eða stuðla að gerð þeirra og styðja á annan hátt innlenda kvikmynda- gerð. 5. Að veita styrki til rannsókna á þjóðlegum fræðurn til athugunar á náttúru landsins og til eílingar íslenzkri tónlist og myndlist. 6. Að úthluta ókeypis fari milli íslands og annarra landa til manna, sem fara til út- landa til námsdvalar o. fl. 7. Að liafa á hendi yfirstjórn sjóða, er stofn- aðir kunna að verða til eflingar listum og vísindum á íslandi, enda sé Menntamála- ráði falið þetta vald í stofnskrá sjóðanna. 8. Að efla á annan hátt íslenzka menningar- viðleitni, eftir [jví sem tök eru á og hagur Menningarsjóðs á hverjum tíma leyfir. Með lögum um skemmtanaskatt var ákveðið, að auk sekta fyrir brot á áfengislöggjöfinni skyldi sérstakt gjald af aðgöngumiðum að kvikmynda- sýningum og dansleikjum renna til Menningar- sjóðs. Þá var sú breyting gerð árið 1971, að ákveðið var, að sektir fyrir áfengislagabrot færu beint til ríkissjóðs, en í staðinn fengi Menning- arsjóður árlegt framlag frá ríkissjóði á fjárlögum. Þessi breyting var gerð að frumkvæði Mennta- málaráðs. Bæði var það, að sektir innheimtust seint og illa og voru mjög misháar frá ári til árs, svo og hitt, að Menntamálaráðsmönnum mun hafa fundizt gæta nokkurs tvískinnungs í jrví að jmrfa að gieðjast í hjarta sínu yfir auknu fjár- magni í Menningarsjóðinn í hvert sinn, er ein- hver varð uppvis að ]>ví að brjóta áfengislög- gjöfina. Fjárráð Menntamálaráðs Tekjur Menningarsjóðs á fjárlögum ársins 1975 eru kr. 10.720 þúsund. Af þeirri upphæð eru 3.3 millj. kr. beint framlag ríkissjóðs, en 7.4 milljónir króna hluti Menningarsjóðs af skemmt- anaskatti. Starfsemi Menntamálaráðs sést e. t. v. bezt á Jtví, hvernig tekjunum er varið: Fjárhagsáætlun fyrir árið 1975 er þannig, að j>ví er útgjöld varðar: J>ús. kr. Sameiginlegur kostnaður við rekstur skrifstofu o. fl. 2.400 Til stofndeildar menningarsjóðs 5% af tekjurn 535 Til bókaútgáfu 4.000 Dvalarstyrkir til handa listamönnum 960 Styrkur til kvikmyndagerðar 1.000 Styrkur til útgáfu íslenzkra tónverka 500 Styrkir til vísinda og fræðimanna 800 Til listkynningar o. fl. 1.300 Annað 25 Samtals 11.520 Bókaútgáfan Veigamesti þátturinn í starfsemi Menningar- sjóðs hefur alla tíð verið bókaútgáfan. Frá upp- liafi eru titlar útgáfuverka orðnir margir. Þar er fjöldi merkra ritæ og margt hefur útgáfan vel gert á síðastliðnu 45 ára tímabili. Ekki er }>ess kostur hér að fara ítarlega út í starfsemi bókaútgáfunnar. Þó skal nefnt, að nokkrar doktorsritgerðir er að finna meðal út- gáfuverka. Þá hafa [>ýdd verk úrvalsrita heims- bókmenntanna jafnan skipað veigamikinn sess i útgáfunni. Eitt slíkt verk mun koma út á J>essu ári. Er J>að „Hirðin i Parma“ eftir franska rithöf- undinn Stendhal, sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Af öðrum merkum ritum, sem út hafa ver- ið gefin, má sem dænri nefna heildarútgáfu á verkum Stephans G. Stephanssonar, Kortasögu Islands, Islenzka orðabók, ævisögur ýmissa rnerkra íslendinga o. fl. Þá er ótalin Alfræði Menningarsjóðs, sem ætl- unin var, að yrði stórt og viðamikið alfræðisafn. Hin seinni ár hefur útgáfan í vaxandi mæli SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.