Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 35
beinzt í þann farveg að gefa út vísinda- og fræði- rit í samvinnu við ýmsar stofnanir. Má í því sam- bandi nefna ritið Studia Islandica, sem gefið er út í samvinnu við Rannsóknastofnun í bók- menntafræðum við Háskóla íslancls, ritið Acta ltokanica Islandica, sem gefið hefur verið út í samvinnu við Náttúrugripasafnið á Akureyri, ritið Studia historica, sem samvinna er um við Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. Þá hafa ný- lega verið gerðir samningar við Rannsóknar- stofnun í bókmenntafræðum við Háskóla íslands um viðamikla útgáfu næstu árin á ritröðinni „ís- lenzk rit“ og við Jarðfræðifélagið um útgáfu á ársriti, Geologica Islandica. Þá eru Andvari og almanak árviss útgáfurit, en Andvari er sem kunn- ugt er ársrit Hins íslenzka þjóðvinafélags. Ráð- gert er, að útgáfubækur á þessu ári verði 18—20. List um landið Meðal þeirra nýjunga, sem Menntamálaráð hefur brotið upp á hin síðari ár, er að beita sér fyrir flutningi listar vítt og breitt um landið. Þessi þáttur starfseminnar liefur verið kallaður „List um landið" og aðallega verið með tvennu móti. Ýmis menningarfélög í kaupstöðum og sveit- um beita sér gjarnan fvrir því að koma upp list- sýningum eða fá til sinnar heimabyggðar lista- fólk. Slíka starfsemi hefur Menntamálaráð leitazt við að styrkja, þegar til jæss hefur verið leitað. í annan stað hefur Menntamálaráð sjálft sent á sínum vegum listafólk út um landið, bæði leik- flokka, dansflokka, söngvara, hljómlistarmenn, leikara til upplestra svo og viðurkennd skáld og rithöfunda til að lesa úr eigin verkurn. Slíkar listkynningar eru hins vegar mjög kostnaðarsam- ar og aðsókn stundum reynzt minni en ráðgert var. Ég tel reynsluna af þessari starfsemi hafa leitt í Ijós, að heppilegra er að veita félögum í heima- byggðum fjárhagsstuðning til .þess að ná til sín listafólki og halda sýningar en að Menntamála- ráð sendi sérstök „prógröm" um landið, svo sem stundum hefur verið gert. Þórir Þorgeirsson, oddviti Laugardalshrepps, heilsaði upp á frænku sína Rut Ingólfsdóttur, er þátttakendur fylgdust með æfingu tón- listarfólks í Háskólabíói á þriðja degi ráðstefnunnar. I’tssi kynning á starfsemi Menntamálaráðs og Menningarsjóðs er síður en svo tæmandi, enda ekki til þess ætlazt. Menntamálaráð er kjörið af Aljnngi eftir hverjar aljúngiskosningar. í Joví sitja 5 menn. Þeir, sem Jsað skipa nú auk undir- ritaðs, eru: Baldvin Tryggvason, varafonnaður, Jón Sigurðsson, ritari, Björn Th. Björnsson og Matthías Johannessen. Mér finnst vel við eiga að Ijúka máli mínu með tilvitnun í greinargerð með frumvarpi um Menntamálaráð frá árinu 1928. Þar segir: „Almenn menntun þjóðarinnar allrar er und- irstaða andlegs lífs í landinu og sjálfstæðis Jjjóð- arinnar. En listir og vísindi tákna liámark Jyjóðar- þroskans. Að þessu þrennu ber að hlúa jöfnum höndum." SVEITARSTJÓRNAHMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.