Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 39
hafar virtust ekki hafa áhuga á að fá hækkaða taxta sína nema einu sinni á ári og þá venjulega í apríl. Þetta þýddi, að erfiðara var fyrir sveitarfélögin að semja um skólaaksturinn á grundvelli viðmið- unartaxtanna, og rneiri liætta á, að einhver hluti aksturskostnaðarins lenti á sveitarfélögunum. Með þessu nýja ákvæði um viðmiðun aksturs- taxta við fleiri aðila en áður ætti að vera meiri trygging fyrir, að taxtarnir verði í samræmi við verðlagsbreytingar á hverjum tíma. 1 25. gr. segir svo: „Óski sveitarfélag ekki eftir föstu ríkisframlagi skv. 23. gr., endurgreiðir ríkissjóður allt að 85% af daglegum aksturskostnaði.“ Þá er í þessari grein meðal annars ákvæði um, að menntamálaráðuneytið láti sveitarfélögum í té leiðbeinandi aksturstaxta. Þá vil ég vekja athygli á 26. gr., sem hljóðar svo: „Þar sem þannig hagar til, að ekki er aðstaða til þess að veita kennslu í tilteknum námsgiein- um á giunnskólastigi, svo sem í leikfimi, sundi, handmenntun, heimilisfræðum o.fl. og leita verð- ur aðstöðu utan skólaseturs, er skólanefndum í umboði sveitarstjórnar heimilt að skipuleggja akstur að fengnu samþykki fræðslustjóra." Endurgreiðsla ríkissjóðs fer frarn samkv. 25. gr. Það er að segja: ríkið greiðir 85% af þess- um kostnaði. Með þessari heimild opnast mögu- leiki til samstarfs milli lítilla skóla, til að taka upp samstarf um nýtingu á dýru húsnæði, þar sem ekki er um rnjög miklar vegalengdir að ræða milli skóla. Þá er Jiað nýmæli í 27. gr„ að menntamála- ráðuneytið getur greitt fyrirfram áætlaðan akst- urskostnað í Jieim tilvikum, er sveitarfélög festa kaup á skólabifreið. Fyrirframgreiðsla þessi skal Jió eigi vera hærri en sem nemur lilutdeild rík- issjóðs í áætluðum aksturskostnaði hlutaðeig- andi sveitarfélaga tvö skólaár. Þarna er opnaður möguleiki til 'fyrirgreiðslu fyrir Jiau sveitarfélög, sem telja sér nauðsynlegt að eiga einn eða fleiri skólabíla. 28. gr. felur í sér verulega leiðréttingu fjárhags- legs eðlis, sem sveitarfélögin fá með Jiessari reglu- gerð, en 28. gr. fjallar um endurgreiðslu skóla- aksturs. Eins og sveitarstjórnarmönnum er kunnugt, hefur stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga unnið að því í mörg ár að tryggja sveitarfélögun- um mánaðarlegar endurgreiðslur á framlögðum skólaaksturskostnaði. Menntamálaráðuneytið hef- ur stutt Jiessar kiöfur sambandsins, en Jirátt fyrir Jiað hefur ekki fengizt leiðrétting á Jressu máli, fyrr en með samþykkt grunnskólalaganna og með útgáfu rekstrarkostnaðarreglugerðarinnar. I 29. gr. eru ákvæði um skyldur til að slysa- tryggja alla nemendur í akstri, en á því hefur verið rnikill misbrestur. Þá er í sömu grein kveð- ið svo á, að iðgjöld af jieim tryggingum teljast til aksturskostnaðar; einnig er heimild í greininni fyrir kaupum á talstöðvum til að hafa í skólabíl- unurn. Greiðir ríkið Jiær talstöðvar að hálfu á móti sveitarfélögunum, og teljast talstöðvarnar til stofnbúnaðar viðkomandi skóla. Það eru dæmi þess, að skólabílar hafi lent í lnakningum og setið fastir klukkutímum saman vegna þess að Jieir gátu ekki látið vita af sér. Þess vegna var Jiessi heimild sett í reglugerðina. Uppliaf 30. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo: „Auk hins skipulagða skólaaksturs er heimilt að fella undir ákvæði Jiessarar reglugerðar aksturs- kostnað vegna félags- og menningarstarfs nem- enda, svo sem vettvangsferða, skíðaferða, safn- og leikhúsferða og heimsóknir skóla í milli. Þátttaka ríkissjóðs í Jiessum kostnaði skal þó ekki nema hærri fjárhæð en 2% til viðbótar sam- Jiykktum kostnaði lians í skólaakstri hvers skóla- hverfis." Það mikilvægasta í Jiessu sambandi er ef til vill, að með Jressu eru Jiessir Jiættir í skólastarfinu viðurkenndir að nokkru. Skólaaksturinn kostar í mörgum skólahverfum orðið fjórar til fimm mill- jónir króna á ári, og Jiar getur framlag ríkisins orðið allt að 80 til 100 þúsund króna til kynnis- ferða og annarrar líkrar starfsemi. Þá er í 30. gr. ákvæði um, að hægt sé að ráða sama kennarann að fleiri en einum skóla; með Jiví ákvæði opnast möguleiki fyrir hina minni skóla til að ráða sérmenntaða kennara til starfa, en Jiað 197 SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.